Þjóðlendumál - eyjar og sker
Málsnúmer 2402013
Vakta málsnúmerBæjarráð - 19. fundur - 22.02.2024
Löfð fram kröfulýsingu ásamt tilkynningu frá óbyggðanefnda þar sem gert er tilkall til flestra eyja og skerja á Breiðafirði.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn - 22. fundur - 29.02.2024
Lögð fram kröfulýsingu ásamt tilkynningu frá óbyggðanefnda þar sem gert er tilkall til flestra eyja og skerja á Breiðafirði. Á 19. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Stykkishólms andmælir kröftuglega fyrirliggjandi kröfulýsingu ríkisins varðandi eyjar og sker, enda er krafan óskýr og hún haldin efnis- og formlegum annmörkum.
Bæjarstjórn bendir í því sambandi á að engin landfræðileg afmörkun er á svæðum með kröfulínum sem dregnar eru milli tiltekinna punkta líkt og athugasemdir með lögum nr. 34/2020, sem umrædd málsmeðferð byggir á, gerði ráð fyrir að þannig að skýrt sé að öll landsvæði innan ákveðna marka í kröfu ríkisins séu lýst þjóðlendur og að undanskildar séu tilteknar eyjar eða aðrar landfræðilegar einingar innan umræddra marka sem séu eignarlönd. Ljóst er að kröfugerð ríkisins þarf að vera skýr hvað þetta varðar í ljósi þess að stórstraumsfjöruborð er ekki þekkt landfræðileg lína, en sér í lagi er mikilvægt að draga umrædda línu til að tryggja nauðsynlegan skýrleika sem þjóðlendulögin gera ráð fyrir.
Bæjarstjórn telur það vera alvarlegan ágalla á kröfugerð ríkisins að ekki er minnst á netlög þrátt fyrir skýra eignaréttarlega stöðu netlaga sem eru 115 metra frá stórstreymisfjöruborði landeignar eða niður á 6,88 metra dýpi, en sú eignarréttarlega staða er óumdeild enda fjallað um hana í fjölmörgum ákvæðum laga, sbr. t.d. laga nr. 58/1998 og 61/2006, 90/2011 og 132/2011. Í kröfugerð ríkisins er þannig gerð krafa í eyjar og sker óháð því hvort svæðin liggi innan netlaga og ættu samkvæmt því að vera háð eignarrétti samkvæmt almennum lagaskilgreiningum. Bæjarstjórn telur að ótækt sé að íslenska ríkið geri kröfur í eyjar og sker innan netlaga jarða, þvert ofan í gildandi lagareglur um eignarrétt á netlögum enda er ríkið þá að véfengja þýðingu lagareglna en ekki inntak heimilda. Bendir bæjarstjórn á að að nauðsynlegt sé að greina lögfræðilega stöðu netlaga jarða á strönd meginlands Íslands og eyja, sem eignaréttur er ekki véfengdur á og að mikilvægt sé að kröfugerð verði endurunnin með það að markmiði að gera hana landfræðilega skýrari með áherslu á afmörkun kröfusvæðis gagnvart stórstraumsfjöruborði og netlögum meginlands Íslands og eyja sem eignarréttur er ekki vefengdur á. Þá sé mikilvægt að farið sé kerfisbundið yfir kröfulýsingu og felldar verði út tilgreindar eyjur og sker sem eru nú landföst og utan málsmeðferðar Óbyggðanefndar.
Bæjarstjórn bendir á að frekari afmörkun ríkisins sé nauðsynleg til að tryggja vandaða málsmeðferð, en hætta er á að vegna fjölda mála sem eru undir vegna skorts á nánari afmörkun af hálfu lögmanna ríkisins muni það koma til með að koma niður á vandaðri málsmeðferð þeirra svæða þar sem heimildarrýni er mikilvæg. Í því sambandi hvetur bæjarstjórn til þess að ríkið afmarki sig við markmið laganna, þ.e. að greiða úr óvissu um eignarrétt á landi, en slík óvissa er ekki fyrir á Breiðafirði enda þar enginn afréttur eða lagalega óvissa til staðar. Ríkið er beinlínis að búa til ágreining sem er ekki fyrir hendi með fyrirliggjandi kröfulýsingu. Í þessu sambandi vísar bæjarstjórn til umsagnar Æðarræktarfélags Íslands við frumvarp til breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 sem varð að lögum nr. 34/2020.
Þá sé mikilvægt að farið sé yfir sérlög og heimildir sem taka til svæða innan málsmeðferðarsvæðisins og bendir á að í frumvarpi að lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar, kemur fram af hálfu ríkisins að um 200 hólmar og eyjar séu í eigu opinberra aðila eða nálægt 8% Breiðafjarðareyja, en ríkið er í fyrirliggjandi kröfugerð sinni að gera kröfu um að 98% eyja, skerja og hólma í Breiðafirði séu þjóðlendur í eigu ríkisins samkvæmt kröfunni þvert gegn því sem ríkið heldur fram í frumvarpi með lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar.
Bæjarstjórn krefst þess, á grunni framangreinds, að fjármála- og efnahagsráðherra beini því til lögmanna ríkisins að endurskoða kröfugerð ríkisins heildstætt vegna augljós óskýrleika á kröfu ríkisins og þeirra form- og efnisgalla sem fyrir liggja með vísan til meðalhófsreglu, jafnræðisreglu, lögmætisreglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Bæjarstjórn beinir því jafnframt til Óbyggðanefndar að hún yfirfari kröfugerð ríkisins og taki það til umfjöllunar hvort kröfugerð ríkisins uppfylli þau skilyrði um skýrleika sem þjóðlendulögin gera ráð fyrir, en bæjarstjórn telur í ljósi framangreinds ljóst að kröfugerðin uppfylli ekki kröfu um skýrleika. Mikilvægt er að Óbyggðanefnd setji fram skýra afstöðu um hvaða kröfur séu gerðar til skýrleika kröfugerðar, bæði gagnvart ríkinu og landeigendum, en m.a. er í kröfugerð ríkisins gerð krafa um nafngreindar eyjar og sker sem eru hluti meginlands og geta ekki fallið undir það svæði sem Óbyggðanefnd er að taka fyrir og þá eru kröfulínur ekki dregnar milli tiltekinna punkta líkt og athugasemdir með lögum nr. 34/2020 gerðu ráð fyrir. Í því sambandi óskar bæjarstjórn eftir því að Óbyggðanefnd upplýsi á hvaða kortagrunni ætti að byggja til að afmarka stórstraumsfjöruborð. Bæjarstjórn óskar jafnframt eftir því að Óbyggðanefnd staðfesti jafnframt að kröfulýsingarfresti verði frestað ótímabundið þar til ríkið hafi lokið við nauðsynlega endurskoðun á kröfugerð sinni, sbr. hér að framan.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma á framfæri við ráðherra og Óbyggðanefnd nánari rökstuðningi framangreindu til stuðnings.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda ályktun.
Bæjarstjórn bendir í því sambandi á að engin landfræðileg afmörkun er á svæðum með kröfulínum sem dregnar eru milli tiltekinna punkta líkt og athugasemdir með lögum nr. 34/2020, sem umrædd málsmeðferð byggir á, gerði ráð fyrir að þannig að skýrt sé að öll landsvæði innan ákveðna marka í kröfu ríkisins séu lýst þjóðlendur og að undanskildar séu tilteknar eyjar eða aðrar landfræðilegar einingar innan umræddra marka sem séu eignarlönd. Ljóst er að kröfugerð ríkisins þarf að vera skýr hvað þetta varðar í ljósi þess að stórstraumsfjöruborð er ekki þekkt landfræðileg lína, en sér í lagi er mikilvægt að draga umrædda línu til að tryggja nauðsynlegan skýrleika sem þjóðlendulögin gera ráð fyrir.
Bæjarstjórn telur það vera alvarlegan ágalla á kröfugerð ríkisins að ekki er minnst á netlög þrátt fyrir skýra eignaréttarlega stöðu netlaga sem eru 115 metra frá stórstreymisfjöruborði landeignar eða niður á 6,88 metra dýpi, en sú eignarréttarlega staða er óumdeild enda fjallað um hana í fjölmörgum ákvæðum laga, sbr. t.d. laga nr. 58/1998 og 61/2006, 90/2011 og 132/2011. Í kröfugerð ríkisins er þannig gerð krafa í eyjar og sker óháð því hvort svæðin liggi innan netlaga og ættu samkvæmt því að vera háð eignarrétti samkvæmt almennum lagaskilgreiningum. Bæjarstjórn telur að ótækt sé að íslenska ríkið geri kröfur í eyjar og sker innan netlaga jarða, þvert ofan í gildandi lagareglur um eignarrétt á netlögum enda er ríkið þá að véfengja þýðingu lagareglna en ekki inntak heimilda. Bendir bæjarstjórn á að að nauðsynlegt sé að greina lögfræðilega stöðu netlaga jarða á strönd meginlands Íslands og eyja, sem eignaréttur er ekki véfengdur á og að mikilvægt sé að kröfugerð verði endurunnin með það að markmiði að gera hana landfræðilega skýrari með áherslu á afmörkun kröfusvæðis gagnvart stórstraumsfjöruborði og netlögum meginlands Íslands og eyja sem eignarréttur er ekki vefengdur á. Þá sé mikilvægt að farið sé kerfisbundið yfir kröfulýsingu og felldar verði út tilgreindar eyjur og sker sem eru nú landföst og utan málsmeðferðar Óbyggðanefndar.
Bæjarstjórn bendir á að frekari afmörkun ríkisins sé nauðsynleg til að tryggja vandaða málsmeðferð, en hætta er á að vegna fjölda mála sem eru undir vegna skorts á nánari afmörkun af hálfu lögmanna ríkisins muni það koma til með að koma niður á vandaðri málsmeðferð þeirra svæða þar sem heimildarrýni er mikilvæg. Í því sambandi hvetur bæjarstjórn til þess að ríkið afmarki sig við markmið laganna, þ.e. að greiða úr óvissu um eignarrétt á landi, en slík óvissa er ekki fyrir á Breiðafirði enda þar enginn afréttur eða lagalega óvissa til staðar. Ríkið er beinlínis að búa til ágreining sem er ekki fyrir hendi með fyrirliggjandi kröfulýsingu. Í þessu sambandi vísar bæjarstjórn til umsagnar Æðarræktarfélags Íslands við frumvarp til breytinga á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 sem varð að lögum nr. 34/2020.
Þá sé mikilvægt að farið sé yfir sérlög og heimildir sem taka til svæða innan málsmeðferðarsvæðisins og bendir á að í frumvarpi að lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar, kemur fram af hálfu ríkisins að um 200 hólmar og eyjar séu í eigu opinberra aðila eða nálægt 8% Breiðafjarðareyja, en ríkið er í fyrirliggjandi kröfugerð sinni að gera kröfu um að 98% eyja, skerja og hólma í Breiðafirði séu þjóðlendur í eigu ríkisins samkvæmt kröfunni þvert gegn því sem ríkið heldur fram í frumvarpi með lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar.
Bæjarstjórn krefst þess, á grunni framangreinds, að fjármála- og efnahagsráðherra beini því til lögmanna ríkisins að endurskoða kröfugerð ríkisins heildstætt vegna augljós óskýrleika á kröfu ríkisins og þeirra form- og efnisgalla sem fyrir liggja með vísan til meðalhófsreglu, jafnræðisreglu, lögmætisreglu og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Bæjarstjórn beinir því jafnframt til Óbyggðanefndar að hún yfirfari kröfugerð ríkisins og taki það til umfjöllunar hvort kröfugerð ríkisins uppfylli þau skilyrði um skýrleika sem þjóðlendulögin gera ráð fyrir, en bæjarstjórn telur í ljósi framangreinds ljóst að kröfugerðin uppfylli ekki kröfu um skýrleika. Mikilvægt er að Óbyggðanefnd setji fram skýra afstöðu um hvaða kröfur séu gerðar til skýrleika kröfugerðar, bæði gagnvart ríkinu og landeigendum, en m.a. er í kröfugerð ríkisins gerð krafa um nafngreindar eyjar og sker sem eru hluti meginlands og geta ekki fallið undir það svæði sem Óbyggðanefnd er að taka fyrir og þá eru kröfulínur ekki dregnar milli tiltekinna punkta líkt og athugasemdir með lögum nr. 34/2020 gerðu ráð fyrir. Í því sambandi óskar bæjarstjórn eftir því að Óbyggðanefnd upplýsi á hvaða kortagrunni ætti að byggja til að afmarka stórstraumsfjöruborð. Bæjarstjórn óskar jafnframt eftir því að Óbyggðanefnd staðfesti jafnframt að kröfulýsingarfresti verði frestað ótímabundið þar til ríkið hafi lokið við nauðsynlega endurskoðun á kröfugerð sinni, sbr. hér að framan.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma á framfæri við ráðherra og Óbyggðanefnd nánari rökstuðningi framangreindu til stuðnings.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda ályktun.
Bæjarráð - 21. fundur - 18.04.2024
Lögð fram tilkynning frá óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja.
Bæjarráð fagnar viðbrögðum fjármála- og efnahagsráðherra í kjölfar gagnrýni bæjarstjórnar Stykkishólms og annarra sveitarfélaga á málsmeðferð ríkisins og Óbyggðanefndar vegna kröfulýsingar um þjóðlendumörk á svæði 12, eyjur og sker. Bæjarráð leggur í þessu sambandi þunga áherslu á að ráðherrar beri virðingu fyrir eignarrétti, óháð flokkum.
Bæjarráð krefst þess að ráðherra felli að stærstum hluta eða að öllu leyti niður kröfugerð ríkisins á svæði 12. Þá er þess krafist að núgildandi lagaumhverfið verði endurskoðað með tilliti til þess að afmarka verkefnið við raunverulega óvissu á eignarhaldi, þannig að borin sé virðing fyrir eignarétti landeigenda, með því undanskylja landsvæði utan strandlengju meginlandsins í lögum um þjóðlendur.
Að öðru leyti vísar bæjarráð til fyrri ályktana bæjarstjórnar vegna málsins.
Bæjarráð krefst þess að ráðherra felli að stærstum hluta eða að öllu leyti niður kröfugerð ríkisins á svæði 12. Þá er þess krafist að núgildandi lagaumhverfið verði endurskoðað með tilliti til þess að afmarka verkefnið við raunverulega óvissu á eignarhaldi, þannig að borin sé virðing fyrir eignarétti landeigenda, með því undanskylja landsvæði utan strandlengju meginlandsins í lögum um þjóðlendur.
Að öðru leyti vísar bæjarráð til fyrri ályktana bæjarstjórnar vegna málsins.
Bæjarráð - 26. fundur - 24.10.2024
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ályktanir og fela lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn - 29. fundur - 31.10.2024
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.
Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 26. fundi sínum, að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ályktanir og fela lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 26. fundi sínum, að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ályktanir og fela lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.
Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 26. fundi sínum, að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ályktanir og fela lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 26. fundi sínum, að vinna málið áfram í samræmi við fyrri ályktanir og fela lögmanni að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.