Fara í efni

Bæjarráð

632. fundur 21. október 2021 kl. 16:15 - 18:20 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Lárus Ástmar Hannesson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Safna- og menningarmálanefnd - 115

Málsnúmer 2110003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð safna- og menningarmálanefndar nr. 115.
Lagt fram til kynningar.

2.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 5

Málsnúmer 2110002FVakta málsnúmer

Lögð fram 5. fundargerð velferðar- og jafnréttismálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa fundargerðar 196. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem fram fór þriðjudaginn 4. október sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsemi náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2110008Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram skýrslur um starfsemi Náttúrustofu Vesturlands 2019 og 2020 auk ársreikninga fyrir sömu ár.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir frá fundum Heilbrigðisnefndar vesturlands nr. 169 og 170 ásamt verklagsreglum um númerslausar bifreiðar og fleira.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram 20. fundargerð stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi ásamt minnisblaði frá vettvangsheimsókn stýrihóps í Stykkishólm þann 01.10.2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til allra sveitarfélaga

Málsnúmer 2110016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til sveitarfélaga vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að rýna leiðbeingar og fyrirmyndir að samþykktum um stjórn sveitarfélaga.

8.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2110017Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 24. september sl., var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Lögð eru fram gögn tengd málinu, m.a. minnisblað húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og viljayfirlýsing félagsmálaráðuneytis, húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

9.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við vinnu starfshóps á vegum Stykkishólmsbæjar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.

Markmið verkefnisins er að efla samfélagið og byggð í Stykkishólmi með því að skapa ný atvinnutækifæri. Í því sambandi þarf að greina þau tækifæri sem liggja í svæðisbundnum styrkleikum, þ.m.t. staðbundnum innviðum og auðlindum svæðisins, til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi, og styðja við það, m.a. með auknum rannsóknum og vísindastarfsemi, og efla þannig núverandi atvinnurekstur í Stykkishólmi og stuðla að atvinnuþróun og nýsköpun í atvinnulífi.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir vinnu starfshópsins.
Lagt fram til kynningar.

10.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum í tengslum við viljayfirlýsingu milli Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða nýtingu þangs í Breiðafirði.
Lagt fram til kynningar.

11.9 mánaða bráðabirgðauppgjör Stykkishólmsbæjar 2021

Málsnúmer 2110015Vakta málsnúmer

Lagt fram 9 mánaða bráðbirgðauppgjör Stykkishólmsbæjar 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Samstarf Stykkishólmsbæjar og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2110018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Stykkishólmsbæjar og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Háskóla Íslands.

13.Deiliskipulag austan Aðalgötu

Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer

Lögð var fram að nýju tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan við Aðalgötu.

Reiturinn afmarkast af Aðalgötu og Víkurgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa við Skúlagötu til austurs. Svæðið er um 1,7 ha að stærð og að mestu fullbyggt. Markmið tillögunnar að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina sem fyrir og einstaka bæjarmynd.

Deiliskipulagstillagan fyrir miðbæ austan Aðalgötu var auglýst frá 19. maí 2021 til með athugasemdafrest til og með 30. Júní, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heimi Laxdal Jóhannssyni; Mílu ehf./Svanur Baldursson og Marz Sjávarafurðum/Erlu Björg Guðrúnardóttur; Hjalta Steinþórssyni; Sigurbjarti Loftssyni; og Ýsuheiði ehf./Gesti Hólm.

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. júlí s.l. var farið yfir athugasemdirnar og tekin afstaða til þeirra. Málinu var síðan vísað til frekari úrvinnslu. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæinn þar sem að gamla kirkjan er felld út og hún færð innan marka þessarar skipulagstillögu (sbr. uppdrætti, skilmála og greinagerð frá Bæring Bjarnari Jónssyni, arkitekt).

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til, á 254. fundi sínum, við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan Stykkishólmur Miðbær, reitur austan Aðalgötu, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, og breyting á deiliskipulaginu Miðbær Stykkishólmur (frá 2003), verði samþykkt með eftirfarandi breytingum vegna athugasemda á áður auglýstri tillögu frá 19.05.2021.

- Byggingarreitur á lóð merkt Víkurgata 1a er færður til á lóð.
- Byggingarreitur fyrir bílskúr á lóð Víkurgötu 5 er færður aftar á lóð.
- Kvaðir verða á lóðum vegna lagnaleiða.
- Gönguleið upp á sýslumannshól/mastri færist yfir á lóð Aðalgötu 7a, í stað áður á lóð Austurgötu 4a.
- Lóðin Víkurgata 7 breytist og stækkar og snúningsstæði við götu fellur út.
- Bætt verði við bílastæði við Aðalgötu 7.

Bæjarráð vísaði, á 631. fundi sínum, erindinu til næsta fundar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið frá síðasta fundi.

Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar.

14.Menningarstefna Vesturlands 2021-2024

Málsnúmer 2110001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri menningarstefnu Vesturlands fyrir árinn 2021-2024.

Á haustþingi SSV var ákveðið að vísa menningarstefnu Vesturlands til sveitarfélagana á Vesturlandi til samþykktar. Safna- og menningarmálanefnd tók stefnuna til umfjöllunar á fundi sínum, nr. 115. Nefndin samþykkti stefnuna fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Bæjarráð fangar fyrirliggjandi vinnu og samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja Menningarstefnu Vesturlands.

15.Umhverfismat tillögu að nýrri svæðisáætlun 2021-2032 fyrir suðvesturhornið

Málsnúmer 2109020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýrri Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem tekur til starfssvæðis fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Áætlunin er unnin af samstarfsvettvangi sorpsamlaganna á grundvelli samkomulags sem
gert var 15. maí 2009, og á grundvelli samþykktar samstarfsvettvangsins frá 11. maí 2017. Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 631. fundi sínum, að semja drög að umsögn f.h.
Stykkishólmsbæjar.

Bæjarstjórn staðfesti, á 402. fund sínum, ákvörðun bæjarráðs og fól bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á umsögn bæjarins.

Fyrir bæjarráð er lögð fram umsögn Stykkishólmsbæjar um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn bæjarstjóra um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi.

16.Skipan í ungmennaráð

Málsnúmer 2006058Vakta málsnúmer

Samkvæmt 47. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar er ungmennaráð skipað sjö fulltrúum á aldrinum 14-24 ára og þremur til vara að fengnum tillögum frá nemendafélagi grunnskólans í Stykkishólmi, nemendafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ungmennafélaginu Snæfelli og æskulýðs- og íþróttanefnd, sbr. erindsbréf ungmennaráðs. Lagðar eru fram tilnefningar í ungmennaráð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ungmennráð Stykkishólmsbæjar veturinn 2021-2022 verði skipað eftirtöldum:

Æskulýðs- og Íþróttanefnd -
Aðalmaður
Emilía Ósk Olsen

FSN

Aðalmaður
Heiðrún Edda Pálsdóttir
Aðalmaður
Halldóra Margrét Pálsdóttir
Varamaður
Ingimar Þrastarson

Snæfell

Aðalmaður
Oddfreyr Atlason
Aðalmaður
Helga María Elvarsdóttir
Varamaður
Bjarni þormar Pálsson

GSS

Aðalmaður
Sigurður Mar Magnússson
Aðalmaður
Tara Kristín Bergmann
Varamaður
Ívar Leo Hauksson

17.Heildarskipulag Hólmgarðsins í Stykkishólmi - Framtíðarsýn og uppbygging

Málsnúmer 2110020Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn um Hólmgarðinn í Stykkishólmi, minnisblað bæjarstjóra um garðinn og glærukynning bæjarstjóra, sem hann kynnti á félagsfundi Kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi s.l. mánudag í samræmi við umfjallanir í fastanefndum bæjarins.

Í minnisblaði bæjarstjóra kemur fram að Hólmgarðurinn sé eini lystigarðurinn í bænum en samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu merkir orðið lyst: yndi, ánægju, löngun eða fýsn. Garðurinn á sér ríka sögu og gerir staðsetning hans í miðjum bæ hann að miðpunkti og mikilvægum stað í hjarta bæjarins - hann er bæði andrými fyrir einstaklinga, samkomustaður og hátíðarrými fyrir bæjarbúa, gesti og gangandi. Að margra mati er garðurinn orðinn heldur lúinn og þarfnast heildarskipulagningar/hönnunar sem tekur tillit til þarfa mismunandi notenda á mismunandi tímum. Í hönnunarferlinu verður unnið með Kvennfélaginu Hringnum og öðrum hagsmunaaðilum að því að skilgreina þarfir og finna lausnir í útfærslu sérstakra garðrýma, aðstöðu, smábygginga og nauðsynlegra innviða o.fl. Í ferlinu kemur til greina, sé vilji til þess af hálfu Kvenfélagsins, að vinna sérstaklega með Kvenfélaginu að framtíðarsýn hvað Freyjulund varðar, t.d. ef fyrirhugaðar eru breytingar á notkun húsnæðis eða stækkun þess.

Með vísan til framangreinds og fyrirliggjandi gagna leggur bæjarstjóri til að unnið verði heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að hefja vinnu við heildarskipulag fyrir Hólmgarðinn í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra.

18.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um skipun þriggja manna starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi sem mun vinna með nýrri deild skipulags- og umhverfismála að tillögum um gróðursetningar og nýtingar á grænum svæðum í bæjarlandinu og að bæjarstjóra verði falið að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur bæjarstjóra að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð með tillögunni.

19.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022

Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám Stykkishólmsbæjar 2022 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2022-2025 sem samþykkt var á síðasta bæjarráðsfundi og bæjarstjórn samþykkti í kjölfar.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrár 2022 fyrir Stykkishólmsbæ og Stykkishólmshöfn og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Jafnframt vísar bæjarráð gjaldskrám (deildum) til umsagnar í viðkomandi fastanefndum.

20.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2022 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023-2025.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Jafnframt vísar bæjarráð fjárhagsáætlun (deildum) til umsagnar í viðkomandi fastanefndum.

21.Mönnun lögreglunnar á svæðinu

Málsnúmer 2110021Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun 5. fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar þar sem nefndin lýsir þungum áhyggjum yfir mönnun löggæslu í sveitarfélaginu með tilliti til erfiðra félagslegra mála t.d heimilsofbeldi þar sem mikilvægt er að bregðast skjótt við. Nefndinni þykir þannig vegið að nærþjónustu samfélagsins.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur velferðar- og jafnréttismálanefndar og leggur áherslu á að lögreglunni ber að sinna grunnþjónustu samkvæmt 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sem hún getur ekki sinnt sé lögreglumönnum fækkað á svæðinu eða mönnun sé ekki fullnægjandi. Þar ber hæst neyðarútkallsþjónustu og afbrotavarnir. Bæjarráð minnir á fyrirliggjandi markmið lögreglunnar um viðbragðstíma og að tryggja þurfi nærveru lögreglunnar á þeim tíma og stað þar sem þörf er hverju sinni, sér í lagi um helgar. Þá minnir bæjarráð á frumkvæðislöggæslu lögreglunnar í ljósi aukningar ferðamanna að nýju.

Bæjarráð hefur skilning á því ef ekki fást lögreglumenn tímabundið til starfa á meðan að verið sé að auglýsa eftir starfskröftum, en mótmælir harðlega ef til stendur hjá lögreglunni að skerða grunnþjónustu á svæðinu og fer fram á að mönnun og þjónusta lögreglunnar í Stykkishólmi verði ekki skert þannig að lögreglan geti sinnt sinni mikilvægu grunnþjónustu.

22.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í Stykkishólmi í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi. Norðurljósahátíðin var haldin síðast árið 2018. Undanfarin ár hefur safna- og menningarmálanefnd tilnefnt aðila í norðurljósanefnda sem annast undirbúning hátíðarinnar. Norðurljósahátíðin verður næst haldin 2022.

Safna- og menningarmálanefnd lagði á til á 115. fundi sínum að Norðurljósahátíðin verði haldin dagana 20.- 23. október 2022. Safna- og menningarmálanefnd leggur jafnframt til að eftirfarandi aðilar sitji í Norðurljósanefnd: Kristjón Daðasaon, Hjördís Pálsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Beata Kowalska og Þórunn Sigþórsdóttir sem starfsmaður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu safna- og menningarmálanefndar.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?