Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
1.Öldungaráð - 1
Málsnúmer 2211008FVakta málsnúmer
2.Ungmennaráð - 1
Málsnúmer 2211011FVakta málsnúmer
3.Hafnarstjórn (SH) - 1
Málsnúmer 2208004FVakta málsnúmer
4.Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 1
Málsnúmer 2211006FVakta málsnúmer
5.Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 1
Málsnúmer 2211009FVakta málsnúmer
6.Skipulagsnefnd - 5
Málsnúmer 2211012FVakta málsnúmer
7.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1
Málsnúmer 2211005FVakta málsnúmer
8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
9.Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig
Málsnúmer 2211042Vakta málsnúmer
10.Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Málsnúmer 2211044Vakta málsnúmer
11.Hrognkelsaveiðar - Staða og horfur
Málsnúmer 2208017Vakta málsnúmer
Á 1. fundi Hafnarstjórnar gerði hafnarvörður grein fyrir tekjum hafnarinnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár, en heildarafli á árinu 2019 sem landaður var í Stykkishólmshöfn var 1096 tonn, 420 tonn 2020, 1000 tonn 2021 og 600 tonn 2022. Tekjur vegna hrognkelsaveiða drógust saman um 33% frá 2021 til 2022.
Hafnarstjórn gerði á fundi sínum alvarlegar athugasemdir við ákvörðun matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við setningu reglugerðar nr. 267/2022 um að takmarka veiðidaga grásleppu við markaðsaðstæður en ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Virðist vera að sú ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga frá Landssambandi Smábátaeigenda og án samráðs við kaupendur/vinnsluaðila. Hafði þessi ákvörðun ráðherra í för með sér að grásleppusjómenn á þessu svæði hefðu getað veitt um a.m.k. 37% meira en raunin varð ef farið hefði verið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.
12.Uppbygging hafnarmannvirkja og sjávarvarna í Stykkishólmi
Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer
Á fundinum var einnig rætt um umferðaröryggi á hafnarsvæði og nauðsyn innviðauppbyggingar með nýjum hafnarstíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar, en hafnarstjórn hafði á 91. fundi sínum bókað um brýna nauðsyn þeirra framkvæmdar til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Fyrir liggur jafnframt jákvæð afgreiðsla 255. fundar skipulags- byggingarnefndar og 633. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar varðandi verkefnið.
Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum á hafnarsvæðinu meðfram Súgandiseyjargötu, fyrst með vegkannti NV megin í höfninni og í framhaldinu að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.
13.Erindi frá eigenda Gróttu 7811 - Ósk um rökstuðning og breytingu á fyrirkomulagi gjaldtöku Stykkishólmshafnar
Málsnúmer 2211023Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn tók málið fyrir á 1. fundi sínum og gat ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn fól hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Bæjarráð felur hafnarstjórn að skýra í gjaldskrá skilgreiningu á gestabát.
14.Gamli Stykkishólmsvegurinn - Opnun vegarins
Málsnúmer 1906008Vakta málsnúmer
Í bókun 601. fundar bæjarráðs, dags. 6. júní 2019, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að vinna málið áfram, þ.e. opna á Gamla Stykkishólmsveginn, í samráði við hagaðila á svæðinu á þeim grunni að opnun á Gamla Stykkishólmsvegi muni koma til með að auka á fjölbreytileika til útivistar í Stykkishólmi og bæta öryggi gangandi vegfarenda. Á 377. fundi bæjarstjórnar, dags. 20. júní 2019, var afgreiðsla bæjarráðs samþykkt.
Umhverfis- og náttúrverndarnefnd lagði á 1. fundi sínum þunga áherslu á að vinna við opnum á Gamla Stykkishólmsveginum verði fullunnin á næsta ári, í samræmi við fyrri afgreiðslur sveitarfélagsins, og að hafist verði handa við að hanna og vinna tillögu að annarri tengingu frá Arnarborg meðfram Vogsbotni að Stykkishólmsvegi sem nýtist til fjölbreyttrar útivistar.
15.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
16.Tillaga um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum
Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer
Sundabakki 2
Laufásvegur 19
Hjallatangi 9
Hjallatangi 13
Hjallatangi 15
Hjallatangi 19
17.Betri vinnutími leikskólans
Málsnúmer 2211048Vakta málsnúmer
18.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis
Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer
19.Snjómokstur gatna og gönguleiða
Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd lagði til, á 4. fundi sínum, að Vatnsás yrði færður í forgang 3 og að litakóðar verði samþættir. Skipulagsnefnd samþykkti að öðru leyti fyrirliggjandi snjómokstursáætlun.
20.Stefnumarkmiðum og afstaða sveitarfélagsins varðandi Hamraenda 4 og Hamraenda 6-8 í kjölfar úrskurðar ÚUA nr. 992022
Málsnúmer 2211037Vakta málsnúmer
Í samræmi við stefnu sveitarfélagsins að reyna hrinda úr vegi hindrunum fyrir fólk og fyrirtæki sem hafa góðar hugmyndir að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu óskar bæjarstjóri eftir staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar á þeim stefnumarkmiðum og afstöðu sem fram koma í minnisblaðinu með það að leiðarljósi að reyna að tryggja framgang mála að Hamraendum þrátt fyrir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Ívar Pálsson, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð vegna málsins.
21.Erindisbréf öldungaráðs
Málsnúmer 1905077Vakta málsnúmer
22.Hamraendi 4 - Byggingaráform og byggingarleyfi - Grenndarkynning
Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer
Einnig er lagt fram, til upplýsingar, minnsblað bæjarstjóra, sem lagt var fram á 5. fundi bæjaráðs vegna úrskurðar ÚUA í tengslum við uppbyggingu á Nesvegi 22a og áhrifa sem úrskurðurinn kann að hafa á uppbyggingu á Hamraendum.
Forsaga:
Sótt er um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði við Hamraenda 4 Stykkishólmi. Húsið er 769,6m2 og 3748,1m3. Húsið verður á steyptum grunni og megin burðargrind hússins verður límtré, útveggir og þak verður klætt með yleiningum.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Á 2. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin að grenndarkynna byggingaráform Rjúkandi ehf. skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim fyrirvara að húsið verði fært frá lóðarmörkum Hamraenda 2 um a.m.k. 2 metra á sléttu landi þannig að hægt verði að sinna viðhaldi hússins. Einnig þarf hæð hússins að vera þannig að gólfkóti þess verði í samræmi við lóð 6-8. Að auki felur nefndin byggingarfulltrúa að útbúa, til glöggvunar, sneiðmynd sem sýnir gólfkóta og hæð í götu fyrir lóðir 2, 4 og 6-8.
Að þessum skilyrðum uppfylltum verður grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísar nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkri á 5. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarheimild og byggingarleyfi í samræmi við gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 111/2012 m.s.br. samkvæmt framlagðri sneiðmynd, sem sýnir rauðmerktan byggingarreit með GK 11.00 og að fenginni skriflegri staðfestingu lóðarhafa Hamraenda 2.
Afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
23.Deiliskipulag Skipavíkur- og Búðarnessvæðis
Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer
Á 4. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin samhljóða að svæði, sem skilgreint er í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 sem hafnarsvæði við Skipavík, verði deiliskipulagt og eftir atvikum gerðar samhliða breytingar á aðalskipulagi. Vinna og verklag verði í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að skipulagslýsingu og leggja fyrir fund nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 5. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu, með minniháttar breytingum samkvæmt tillögum nefndarinnar, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna hafnarsvæðis við Skipavík og tillögu að deiliskipulagi skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sama svæði sem unnið verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna í samræmi við skipulagslög og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra lögboðinna umsagnaraðila.
24.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Ívar Pálsson, lögmaður, kemur til fundar við bæjarráð og gerir grein fyrir stöðu viðræðanna.
25.Hjallatangi 48 - Auglýsing lóðar og skipulagsbreyting.
Málsnúmer 2105025Vakta málsnúmer
26.Brunamálasjóður
Málsnúmer 2212002Vakta málsnúmer
Bæjarstjóra er falið að senda áskorunina ásamt fyrirliggjandi göngum til Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
27.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026
Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer
Á 5. fundi sínum samþykkti bæjarstjórn gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkti á sama fundi fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 5. fundi sínum vísaði bæjarráð fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gjaldskrám til frekari vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Þá eru lagðar fram umsagnir fastanefnda um fjárhagsáætlun og gjaldskrár sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 23:01.