Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
1.Skóla- og fræðslunefnd - 193
Málsnúmer 2205001FVakta málsnúmer
2.Skipulagsnefnd - 1
Málsnúmer 2206007FVakta málsnúmer
3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1
Málsnúmer 2205002FVakta málsnúmer
4.Umsókn um lóð - Áskinn 6
Málsnúmer 2205008Vakta málsnúmer
5.Umsókn um lóð - Hamraendi 4
Málsnúmer 2205006Vakta málsnúmer
6.Umsókn um lóð - Hjallatangi 36
Málsnúmer 2206020Vakta málsnúmer
7.Ósk um framlengda lóðarúthlutun - Hjallatangi 15
Málsnúmer 2107007Vakta málsnúmer
Bæjarráð vill taka fram að ekkert í gögnum málsins eða í rökstuðningi lóðarhafa með fyrirliggjandi erindi gefi tilefni til þess að ætla að ágallar hafi verið á málsmeðferð sveitarfélagsins, að skort hafi á miðlun upplýsinga til lóðarhafa af hálfu sveitarfélagsins eða að rekja megi tafir á meðferð málsins að öðru leyti til sveitarfélagsins.
Með vísan til framanritaðs sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.
Bæjarráð vekur athygli lóðarhafa á þeim takmörkunum sem f-liður 1. mgr. 2. reglna Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði setur fyrri lóðarhöfum varðandi umsóknir lóða komi til þess að lóðarúthlutun lóðarhafa falli niður að byggingarfresti liðnum, en samkvæmt f-lið 1. mgr. 2. reglnanna telst lóðarumsókn ekki gild hafi umsækjandi áður fengið viðkomandi lóð úthlutaða og aðrar umsóknir eru um viðkomandi lóð. Sé fyrrum lóðarhafi hins vegar eini umsækjandi að viðkomandi lóð er heimilt að úthluta honum lóðinni að nýju.
8.Erindisbréf bæjarráðs
9.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
10.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer
11.Ágangur búfjár
Málsnúmer 2206045Vakta málsnúmer
Bæjarráð frestar erindinu til næsta bæjarráðsfundar og felur bæjarstjóra að afla gagna.
12.Ágangur sauðfjár
Málsnúmer 2206044Vakta málsnúmer
Bæjarráð frestar erindinu til næsta bæjarráðsfundar og felur bæjarstjóra að afla gagna.
13.Umsögn um rekstrarleyfi - Garður, Skólastíg 7
Málsnúmer 2206022Vakta málsnúmer
Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna málsins.
14.Umsögn um rekstrarleyfi - Hólar 1, 341 Stykkishólmi (Stundarfriður)
Málsnúmer 2206042Vakta málsnúmer
Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna málsins.
15.Umsögn um rekstrarleyfi - Akkeri, Frúarstíg 1
Málsnúmer 2206027Vakta málsnúmer
Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna málsins.
16.Höfðagata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2205004Vakta málsnúmer
Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.
17.Tilkynningaskyld framkvæmd - Laufásvegur 7
Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer
Samkvæmt grein 2.3.6 í byggingarreglugerð er nýklæðning þegar byggðra mannvirkja tilkynningaskyld sé hún í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði reglugerðar þessarar eins og við á hverju sinni.
Í deiliskipulagi fyrir svæðið er kveðið á um að heimilt sé að klæða útveggi með eftirfarandi klæðningum, steinsteyptir/múrhúðaðir, standandi timburklæðning, standandi báruð málmklæðning og listuð pappaklæðning.
Þar sem ekki er minnst á standandi zink klæðningu í deiliskipulaginu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa á 1. fundi sínum að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12.
18.Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Grenndarkynning
Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar. Einnig bendir slökkvilið á að skoða þarf vel afkastagetu vatnsveitu á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.
19.Starfsmannamál Leikskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer
20.Leikskólaráðgjafi við Leikskólann í Stykkishólmi
Málsnúmer 2206026Vakta málsnúmer
21.Samningur um rekstur á eldhúsi
Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer
22.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi - Acadian Seaplants
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
23.Nafn á sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn samþykkti á 1. fundi sínum, að vísa málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
-Þórsnesþing
-Stykkishólmsbær
-Stykkishólmsbær og Helgafellssveit
-Stykkishólmur og Helgafellsveit
-Helgafellssveit
-Sveitarfélagið Stykkishólmur
-Breiðafjarðarbær
-Breiðafjarðarbyggð
24.Skólastefna Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer
25.Jafnlaunastefna Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1911016Vakta málsnúmer
26.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6
Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer
27.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 2206033Vakta málsnúmer
28.Erindi frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar
Málsnúmer 2206043Vakta málsnúmer
29.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis - Skýrsla starfshóps
Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer
Skýrslunni er vísað til umsagnar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.
30.Tilnefning í skólanefnd Fjölbrautarskóla Snæfellinga
Málsnúmer 2206036Vakta málsnúmer
31.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Jafnframt er lögð fram kynning bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, dags. 15. mars 2021, sem haldin var á fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í kjölfar bilunar Baldurs 11. mars 2021 þar sem fram koma kröfur sveitarfélagana til skemmri- og langtíma.
Þá er lögð fram sameiginleg yfirlýsing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), Vestfjarðastofu og sveitarfélaga við Breiðafjörð, dags. 18. mars 2021, vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.
Einnig er lagðar fram ályktun Haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 29. september 2021 og ályktun 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á Ísafirði 22. og 23. október 2021 um Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Að lokum er lögð fram þarfagreining fyrir Breiðafjarðarferju sem Vegagerðin fól NAVIS ehf. að vinna að sem kynnt var á fundi var haldinn með fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð 26. október 2021.
Sameiginlegt sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri grafalvarlegu stöðu sem hefur verið uppi varðandi öryggismál Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, en Stykkishólmsbær hafði ítrekað bent á að bregðast þurfi við þar sem núverandi ferja uppfylli ekki viðeigandi öryggiskröfur.
Minnir sveitarfélagið á að 15 mánuðir eru síðan að litlu mátti muna að illa færi þegar núverandi ferja varð vélarvana á miðjum firðinum 11. mars 2021 þar sem tók rúman sólarhring að draga ferjuna í land í Stykkishólmi við slæm skilyrði. Í millitíðinni hefur Breiðafjarðarferjan Baldur tvisvar til viðbótar bilað og/eða orðið vélarvana á Breiðafirði, nú síðast 18. júní sl. Mikil mildi að ekki skildi fara verr í öll þau skipti sem þessar tíðu bilanir hafa átt sér stað.
Stykkishólmur og Helgafellssveit áréttar að núverandi ferja hefur einungis eina vél, en við Breiðafjörð hafa allar ferjurnar sem hafa þjónustað svæðið frá 1955 haft tvær vélar utan núverandi ferju. Það liggur í augum uppi að ítrekaðar bilanir á því sérstaka svæði sem Breiðafjörðurinn er með skerjum, boðum og eyjum ásamt sterkum straumum og úthafsöldu sýni svo ekki sé um villst að tvær vélar eru nauðsynlegar fyrir ferju á þessari siglingarleið.
Innviðaráðherra og samgönguyfirvöld bera ábyrgð á að öruggar samgöngur séu um Breiðafjörð. Langur tími er liðinn frá því að því að núverandi ferja varð vélavana við hættulegar aðstæður og enn er beðið eftir að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir. Ákvörðun um nauðsynlegar breytingar á hafnarmannvirkjum í Stykkishólmi, Flatey og Brjánslæk og fjármögnun þeirra hefði t.a.m. þurft að liggja fyrir á vordögum 2021 þannig að framkvæmdir gætu hafist á fyrri hluta þessa árs. Með því hefði verið hægt að tryggja að skip sem uppfyllir nútíma öryggiskröfur og þjónar betur hagsmunum samfélagsins væri farin að sinna ferjusiglingum um Breiðafjörð.
Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að engir hagsmunir gleymist þegar verið er að ræða um lausnir í ferjumálum, því allir eiga þeir að vega jafn mikið, hvort sem um er að ræða fiskeldi á Vestfjörðum, ferðaþjónustu eða íbúa í Flatey. Ferja um Breiðafjörð þarf að geta þjónustað allt samfélagið í kringum fjörðinn og því er málið í eðli sínu afar mikilvægt byggðamál, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem búa í Flatey og þurfa öruggar samgöngur og tryggan flutning á vatni, olíu og öðrum nauðsynjum sem og aðra sem dvelja í eyjunni til skemmri eða lengri tíma.
Alþingi og ríkisstjórn, sér í lagi innviðaráðherra, þarf að mati sveitarfélagsins því tafarlaust að sýna fyrirhyggju og festu í þessu máli. Tryggja þarf að Vegagerðin hafi skýra stefnumörkun til þess að vinna eftir og fjármuni til þess bregðast við þannig að tryggja megi öruggar ferjusiglingar um Breiðafjörð næsta haust ef þess er nokkur kostur. Sveitarfélagið leggur áherslu á mikilvægi þess að leita allra leiða við finna hentugt skip sem myndi geta hafið siglingar með minniháttar breytingum á hafnarmannvirkjum, á meðan verið er að undirbúa þær breytingar sem hugsaðar eru á hafnarmannvirkjum til framtíðar.
Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að ef önnur ferja getur ekki hafið siglingar næsta vetur þá þarf viðeigandi viðbúnað í Stykkishólmi til þess að tryggja megi betur öryggi sjófarenda, t.d. dráttarbát staðsettan í Stykkishólmi og efla sjóbjörgunargetu. Er slíkur viðbúnaður jafnframt nauðsynlegur svo hægt verði að byggja aftur upp nauðsynlegt traust á siglingum með núverandi ferju.
Stykkishólmur og Helgafellssveit fagnar þeirri skýru framtíðarsýn ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem innviðaráðherra hefur talað fyrir, um að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sé að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar. Sveitarfélagið leggur hins vegar áherslu á mikilvægi þess að hraða þeirri vinnu eins og hægr er og nægjanlegt fjármagn verði tryggt í samgönguáætlun þannig að hægt verði að hefja ferjusiglingar á Breiðafirði með þeirri ferju eins fljótt og verða má.
Samþykkt samhljóða.
32.Dagdvalarrými í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit
Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer
Um er að ræða afar mikilvægt úrræði sem starfshópur um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum enstaklinga 60 lagði ríka áherslu á að yrði haldið úti og sú þjónusta yrði efld enn frekar.
Óskað er eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands komi til fundar með fulltrúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu til þess að ræða þessa stöðu sem uppi er og mögulegar lausnir til þess að tryggja þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu.
33.Ósk Asco Harvester um samstarf vegna atvinnuuppbyggingar
Málsnúmer 2202015Vakta málsnúmer
34.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags
Málsnúmer 2206039Vakta málsnúmer
35.Umsókn um stöðuleyfi - Fish&Chips geymsluskúr
Málsnúmer 2204010Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum fyrir sitt leiti umsókn um stöðuleyfi til 15. nóvember 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.
36.Umsókn um stöðuleyfi - Ískofinn
Málsnúmer 2204009Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi fyrir matarvagn til 15. nóvember 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.
37.Umsókn um stöðuleyfi - Fish&Chips matarvagn
Málsnúmer 2205001Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi til 31. ágúst 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.
38.Umsókn um stöðuleyfi - Meistarinn matarvagn
Málsnúmer 2206034Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi til 1. október 2022 fyrir matarvagn við Hólmgarð.
Fundi slitið.
Bæjarstjóri lagði til að fundargerð 1. fundar skipulagsnefndar, sem fram fór 22. júní 2022, verði bætt við dagskrálið 2 með afbrigðum. Dagskrárliðurinn var boðaður með fundarboði, en án fundargerðar.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóri bar þar næst upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum, en umrædd mál voru tekin til afgreiðslu á 1. fundi skipulagsnefndar.
-2204010 - Umsókn um stöðuleyfi - Fish&Chips geymsluskúr
-2205001 - Umsókn um stöðuleyfi - Ískofinn
-2204009 - Umsókn um stöðuleyfi - Fish&Chips matarvagn
-2206034 - Umsókn um stöðuleyfi - Meistarinn matarvagn