Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Dagskrá
1.Sumarstörf vegna átaksverkefnis fyrir námsmenn
Málsnúmer 2005037Vakta málsnúmer
Stykkishólmsbær sótti um, til vinnumálastofnunar, þátttöku í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn nú í sumar. Sótt var um heimild til að ráða í 32 ný og áður óauglýst störf, líkt og forsendur gerðu ráð fyrir. Umsóknarfrestur var stuttur, hann rann út 8. maí, en auglýst var eftir umsóknum 6. maí. Heimild fékkst til að ráða í 13 stöður sem nú hafa verið auglýstar á vef bæjarins.
Lögð er fram umsókn Stykkishólmsbæjar með verkefnalýsingum.
Lögð er fram umsókn Stykkishólmsbæjar með verkefnalýsingum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur námsmenn til að kynna sér störfin og sækja um.
2.Vestfjarðarvíkingurinn 2020
Málsnúmer 2005023Vakta málsnúmer
Stykkishólmsbær hefur í samráði við Eflingu Stykkishólms samþykkt þátttöku í Vestfjarðarvíkingnum 2020. Viðburðurinn er góð viðbót í viðburðardagskrá sumarsins í Stykkishólmi og styður við ferðaþjónustufyrirtæki í bænum. Lögð er fram drög að dagskrá.
Lagt fram til kynningar.
3.Hrognkelsaveiðar á innanverðum Breiðafirði 2020
Málsnúmer 2005020Vakta málsnúmer
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd eru lögð fram ályktun 387. fundar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 6 maí 2020, um hrognkelsaveiðar á innanverðum Breiðafirði 2020 og bókun 613. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar um sama efni, ásamt reglugerðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nr. 407/2020 og 455/2020 um hrognkelsaveiðar árið 2020.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundaði í framhaldi af ályktun bæjarstjórnar um fyrirkomulag hrognkelsaveiða sumarið 2020 með grásleppusjómönnum sem hafa leyfi til grásleppuveiða við innanverðan Breiðafjörð í sumar þann 13. maí 2020 í Stykkishólmi. Þá hvatti bæjarráð Stykkishólmsbæjar á fundi sínum þann 14. maí 2020 ráðherra til þess að útfæra fyrirkomulag grásleppuveiða sumarið 2020 í samræmi við vilja grásleppusjómanna á fundi þeirra með ráðherra þannig að ekki þurfi að koma til ólympískra veiða 20. maí nk.
Í framhaldi af fundi ráðherra í Stykkishólmi og hvatningu bæjarráðs gaf ráðherra út fyrirliggjandi breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar á árinu 2020, dags. 15. maí 2020.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fundaði í framhaldi af ályktun bæjarstjórnar um fyrirkomulag hrognkelsaveiða sumarið 2020 með grásleppusjómönnum sem hafa leyfi til grásleppuveiða við innanverðan Breiðafjörð í sumar þann 13. maí 2020 í Stykkishólmi. Þá hvatti bæjarráð Stykkishólmsbæjar á fundi sínum þann 14. maí 2020 ráðherra til þess að útfæra fyrirkomulag grásleppuveiða sumarið 2020 í samræmi við vilja grásleppusjómanna á fundi þeirra með ráðherra þannig að ekki þurfi að koma til ólympískra veiða 20. maí nk.
Í framhaldi af fundi ráðherra í Stykkishólmi og hvatningu bæjarráðs gaf ráðherra út fyrirliggjandi breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar á árinu 2020, dags. 15. maí 2020.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar frumkvæði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskoðun á reglugerð um hrognkelsaveiðar sem heimilar að bátur sem fær leyfi til grásleppuveiða á innra svæði Breiðafjarðar geti landað að hámarki 15 tonnum af grásleppu á grásleppuvertíð 2020.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar um að breyta þurfi fyrirkomulagi hrognkelsaveiða á Íslandi enda sé óboðleg sú staða sem blasir við sjómönnum og vinnslum í dag við Breiðafjörð. Nefndin hvetur ráðherra að hefja nú þegar vinnu við að útfæra fyrirkomulag grásleppuveiða með þeim hætti sem endurspeglaðist í vilja grásleppusjómanna á fundi sjómanna með ráðherra þannig að sú staða sem kom upp í lok apríl sl. geti ekki komið upp aftur.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að núverandi lagaumhverfi sem gildir um stjórn grásleppuveiða skapi sjómönnum og vinnslum erfiðari rekstrarskilyrði, skekki samkeppnistöðu og grafi undan greininni til lengri tíma. Nauðsynlegt sé að skapa greininni stöðuleika og fyrirsjáanleika sem er grunnþáttur í öllum rekstri. Þá eru núverandi starfsskilyrði ekki til þess fallin að auka nýliðun í greininni. Undanfarin ár hefur verið innt af hendi undirbúningsvinna við breytingar á núverandi kerfi sem ekki hefur hlotið umfjöllun á Alþingi. Mikilvægt er að Alþingi taki til umfjöllunar fyrirliggjandi frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stefni að því bæta rekstrarumhverfi sjómanna og vinnslna með langtíma hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi sem og samfélagsins í heild sinni.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á Hafrannsóknastofnun, m.a. í ljósi framkominnar gagnrýni á reiknistuðul stofnunarinnar, að styrkja gagnagrunn sinn og fara yfir forsendur stofnsmats sem ráðgjöf stofnunarinnar til ráðherra um veiðar hrognkelsa byggir á.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar um að breyta þurfi fyrirkomulagi hrognkelsaveiða á Íslandi enda sé óboðleg sú staða sem blasir við sjómönnum og vinnslum í dag við Breiðafjörð. Nefndin hvetur ráðherra að hefja nú þegar vinnu við að útfæra fyrirkomulag grásleppuveiða með þeim hætti sem endurspeglaðist í vilja grásleppusjómanna á fundi sjómanna með ráðherra þannig að sú staða sem kom upp í lok apríl sl. geti ekki komið upp aftur.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að núverandi lagaumhverfi sem gildir um stjórn grásleppuveiða skapi sjómönnum og vinnslum erfiðari rekstrarskilyrði, skekki samkeppnistöðu og grafi undan greininni til lengri tíma. Nauðsynlegt sé að skapa greininni stöðuleika og fyrirsjáanleika sem er grunnþáttur í öllum rekstri. Þá eru núverandi starfsskilyrði ekki til þess fallin að auka nýliðun í greininni. Undanfarin ár hefur verið innt af hendi undirbúningsvinna við breytingar á núverandi kerfi sem ekki hefur hlotið umfjöllun á Alþingi. Mikilvægt er að Alþingi taki til umfjöllunar fyrirliggjandi frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stefni að því bæta rekstrarumhverfi sjómanna og vinnslna með langtíma hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi sem og samfélagsins í heild sinni.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á Hafrannsóknastofnun, m.a. í ljósi framkominnar gagnrýni á reiknistuðul stofnunarinnar, að styrkja gagnagrunn sinn og fara yfir forsendur stofnsmats sem ráðgjöf stofnunarinnar til ráðherra um veiðar hrognkelsa byggir á.
4.Markaðsátaks til eflingar á ferðaþjónustu á svæðinu og kynningu á Stykkishólmi
Málsnúmer 2004002Vakta málsnúmer
Sara Hjörleifsdóttir, sem situr í stjórn Eflingar Stykkishólms, gerir grein fyrir markaðsátaki sem félagið, með fjárstuðningi Stykkishólmsbæjar, hefur hrundið af stað til eflingar ferðaþjónustu í Stykkishólmi og nágreni. Í átakinu er jafnfram áhersla á kynningu á Stykkishólmi og dregnir fram kostir þess að búa og dvelja í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar átaki Eflingar Stykkishólms og hvetur alla Hólmara og velunnara Stykkishólms að vekja athygli á átakinu og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem boðið er upp á í Stykkishólmi. Þá hvetur atvinnu- og nýsköpunarnefnd frumkvöðla og fyrirtæki í Stykkishólmi að sækja um stuðning í Sóknaráætlun Vesturlands og nýta sér þjónustu Markaðsstofu Vesturlands.
5.Sóknarfæri í tengslum við störf án staðsetningar
Málsnúmer 2005055Vakta málsnúmer
Formaður nefndarinnar lagði fram minnisblað um störf án staðsetningar og áform ríkisstjórnarinnar í þeim efnum, sbr. kafla um byggðamál í stjórnarsáttmála hennar.
Ríkisstjórnin hefur falið ráðuneytum og stofnunum þeirra að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnti í byrjun þessa árs áætlun sína um þetta efni.
Ríkisstjórnin hefur falið ráðuneytum og stofnunum þeirra að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnti í byrjun þessa árs áætlun sína um þetta efni.
Mikilvægt er að bæjarstjórn Stykkishólms móti hið fyrsta tillögur til einstakra ráðherra um kosti þess að staðsetja störf ráðuneyta og opinberra stofnana í Stykkishólmi. Í Stykkishólmi er til staðar laust skrifstofurými, m.a. hjá opinberum stofnunum, sem henta vel og eru hagkvæm í rekstri. Nefndin lýsir sig reiðubúna að koma að mótun tillagna.
6.Stuðningur við nýsköpunarverkefni og aðstoð við frumkvöðla í Stykkishólmi
Málsnúmer 2004022Vakta málsnúmer
Haldið var áfram frá fyrri fundi umræðu um möguleika á stofnun frumkvöðla- og nýsköpunarseturs í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að kanna áfram í samstarfi við bæjarstjóra möguleika á stofnun frumkvöðla- og nýsköpunarseturs í Stykkishólmi, sem rekið yrði á svipuðum grundvelli og setrið á Akranesi, þar sem skapandi greinar í Stykkishólmi fái aðstöðu til lengri tíma til vaxtar. Kannað verði m.a. hentugt húsnæði fyrir slíka starfsemi, t.d. flugstöðina, helstu rekstrarforsendur og eftirspurn einyrkja eftir aðstöðu.
7.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri kemur til fundar við nefndina og gerir grein fyrir stöðu málsins og næstu skrefum.
8.Opnunartími Eldfjallasafns
Málsnúmer 2005036Vakta málsnúmer
Á fundi bæjarráðs Stykkishólms, 14. maí sl., var óskað eftir umsögn atvinnu- og nýsköpunarnefndar um starfsemi Eldfjallasafnsins næsta vetur. Rætt var um starfsemi safnsins á undanförnum árum og kosti og galla þess að bæjarsjóður verji áfram fjármunum til starfseminnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að þeim fjármunum sem bæjarsjóður ver í starfsemi Eldfjallasafnsins sé betur varið til stuðnings margra annarra framfaramála í Stykkishólmi. Starfsemi safnsins hefur ekki náð að þróast nægjanlega sem lifandi safn til að vera aðdráttarafl og stuðningur við ferðaþjónustu í Stykkishólmi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að segja upp samningi við eiganda Eldfjallasafnsins og kanna aðra og betri möguleika á nýtingu húsnæðisins.
9.Aukin þjónusta atvinnuráðgjafa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)
Málsnúmer 2005049Vakta málsnúmer
Lagður var fram tölvupóstur frá atvinnuráðgjöfum SSV, dags. 15. maí sl., til Stykkishólmsbæjar, þar sem spurst er fyrir um hvort bæjarfélagið telji þörf á viðveru atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi í sumar, líkt og Grundarfjarðarbær hefur óskað eftir. Aftur á móti hyggst Snæfellsbær auglýsa þjónustu atvinnuráðgjafa og hvetja fólk til að nýta þjónustu þeirra án þess þó að vera með sérstaka viðveru í bænum.
Í venjulegu ári hafa atvinnuráðgjafarnir viðveru einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina frá sept. - maí í hverju sveitarfélagi og ráðgjöf og viðtöl veitt eftir þörfum utan viðveru. Ráðgjafarnir fara líka reglulega í fyrirtækjaheimsóknir á Vesturlandi og fylgja eftir verkefnum. SSV ætlar á næstu dögum að kynna þjónustu atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa.
Í venjulegu ári hafa atvinnuráðgjafarnir viðveru einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina frá sept. - maí í hverju sveitarfélagi og ráðgjöf og viðtöl veitt eftir þörfum utan viðveru. Ráðgjafarnir fara líka reglulega í fyrirtækjaheimsóknir á Vesturlandi og fylgja eftir verkefnum. SSV ætlar á næstu dögum að kynna þjónustu atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við Stykkishólmsbæ að óska eftir viðveru atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi allt að tvisvar í mánuði yfir sumarmánuðina, júní - ágúst, í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Viðverutímar atvinnuráðgjafanna verði auglýstir á vef Stykkishólmsbæjar.
10.Tillögur að aðhaldsaðgerðum í Leikskóla Stykkishólms
Málsnúmer 2004029Vakta málsnúmer
Lagðar fram tillögur að aðhaldsaðgerðum vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar í kjölfar COVID-19. M.a. er lagt til að fresta styttingu sumarlokunar Leikskólans.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur ekki ráðlagt að fresta styttingu sumarlokunar leikskólans þar sem slíkt getur gert atvinnulífi bæjarins erfitt fyrir, sem nú þegar stendur völtum fótum, sökum áhrifa af COVID-19. Mörg börn hafa misst daga úr hefðbundnu skólastarfi og kann það að hafa haft áhrif á orlofsstöðu einhverra foreldra fyrir sumarið, sem jafnvel hafa þurft að ganga á orlofsdaga sína. Jafnframt má ætla að foreldrar hafi gert áætlanir um fyrirhugað sumfrí í samráði við sína vinnuveitendur, á fyrstu mánuðum ársins, í samræmi við þegar boðaða fjögurra vikna lokun leikskólans. Við ákvörðun af þessu tagi þarf að vega og meta þá hagsmuni sem undir eru og verður að telja að hagsmunir fjölskyldna og atvinnulífsins vegi þungt og þyngra en þeir fjárhagslegu hagmunir sem aðhaldsaðgerðunum er ætlað að mæta.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að framfylgja fyrirhuguðum áætlunum um að stytta sumarlokun leikskólans til að styðja við atvinnulífið og mæta þörfum fjölskyldna.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að framfylgja fyrirhuguðum áætlunum um að stytta sumarlokun leikskólans til að styðja við atvinnulífið og mæta þörfum fjölskyldna.
Fundi slitið.