Fara í efni

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

8. fundur 16. febrúar 2023 kl. 14:15 - 18:40 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 7

Málsnúmer 2302001FVakta málsnúmer

Lögð fram 7. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Hafnarstjórn - 2

Málsnúmer 2301009FVakta málsnúmer

Lögð fram 2. fundargerð hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

3.Lóðarumsóknir - Nesvegur 12

Málsnúmer 2005040Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir Örnu Daggar Hjaltalín, Kristjáns Sveinssonar og Kontiki ehf. um lóðina að Nesvegi 12 í Stykkishólmi. Um er að ræða Iðnaðar- og athafnalóð, skipulagssvæðið er hluti af hafnarsvæðinu við Skipavík vestan við Nesveginn.
Umsóknum vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

4.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Breiðafjarðarnefndar nr. 210, frá 6. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 27. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf til allra sveitarstjórna frá kjörnefnd lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf til allra sveitarstjórna vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Á 6. fundi bæjarráðs voru lögð fram uppfærð drög að samning við Acadian Seaplants. Ívar Pálsson, lögmaður, kom til fundar við bæjarráð og gerði grein fyrir stöðu viðræðanna. Bæjarráð fagnaði nýjun drögum að samningi og fól bæjarstjóra að vinna áfram að samningagerð í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

8.Félagsheimilið Skjöldur

Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðhaldi og fyrirkomulagi á umgengni og notkun á Félagsheimilinu Skildi þar til dreifbýlisráð hefur verið stofnað, en upplýsingum um fyrirkomulag á notkun hússins verður komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

9.Fjöregg

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lagt fram uppfært minnisblað um álagsforsendur og verkhönnun á Fjöreggi á Súgandisey við Stykkishólm, ásamt drögum að verkteikningum og öðrum gögnum tengdu verkefninu .
Lagt fram til kynningar

10.Bráðaþjónusta á Íslandi

Málsnúmer 2301027Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um bráðaþjónustu í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.
Bæjarráð óskar eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands komi til fundar við bæjarráð.

11.Samþykkt um búfjárhald

Málsnúmer 2301028Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri leggur til landbúnaðarnefnd verði falið að vinna tillögu að samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu á grunni meðfylgjandi draga að slíkri samþykkt.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

12.Reglur um kostnaðarþátttöku Stykkishólms í framkvæmdum við styrkingu og lagningu bundins slitlags

Málsnúmer 2301030Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um kostnaðarþátttöku í framkvæmdum við styrkingu og lagningu bundins slitlags á heimreiðar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar reglunum til umfjöllunar í dreifbýlisráði.
Guðrún Magnea Magnúsdóttir kom inn á fundinn.

13.Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027 (Earth Check)

Málsnúmer 2301034Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027, vegna umhverfisvottunar fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi samkvæmt staðli EarthCheck fyrir samfélög.
Guðrún Magnea Magnúsdóttir, starfsmaður umhverfisvotturnar Snæfellsness, kom inn á fundinn og gerði grein fyrir Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027 og svaraði spurningum.

Framkvæmdaáætlun Snæfellsness 2023-2027 samþykkt og jafnframt lagt til við bæjarstjórn að stafesta hana.
Guðrún Magnea vék af fundi.

14.Starfsreglur stjórnar Náttúrustofu Vesturlands

Málsnúmer 2106024Vakta málsnúmer

Á 400. fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands að sveitarfélagið myndi fara í þá vinnu, í samráði við stjórn, að skilgreina valdmörk, ábyrgð, hlutverk og valdheimildir hvað Náttúrustofu Vesturlands varðar í ljósi þess að sveitarfélagið stendur eitt að rekstri stofunnar og að vinna drög að starfsreglum stjórnar og starfsáætlun, en stjórn taldi að að marka þyrfti skýrari vinnureglur um mörk ábyrgðar og hlutverks stjórnar og forstöðumanns, einkum varðandi fjármál Náttúrustofu Vesturlands, en það er hlutverk stjórnar að hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar samkvæmt lögum og reglugerð.

Í samræmi við framangreinda afgreiðslu bæjarstjórnar eru lögð fram drög að starfsreglum stjórnar Náttúrustofu Vesturlands sem unnar voru af ráðgjafafyrirtækinu Attentus, ásamt drögum að siðareglum.

Þá eru lögð fram önnur gögn sem tengjast stofnuninni.
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi starfsreglur og siðareglum til umfjöllunar í stjórn Náttúrustofu Vesturlands.

Bókun:
Athugasemd er gerð við að nýjar starfsreglur um stjórn og forstöðumann Náttúrustofu Vesturlands, sem hvorki stjórn Náttúrustofunnar né forstöðumaður hafa fjallað um eða samþykkt, séu til afgreiðslu bæjarráðs/bæjarstjórnar. Samkvæmt lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (12.-14. gr.) og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (40. og 53. gr.) er eðlilegt að slíkar reglur séu alfarið á borði stjórnar og forstöðumanns og ber því að vísa málinu þangað.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir


Bókun bæjarstjóra:
Vegna bókunar bæjarfulltrúa Í-lista bendir bæjarstjóri á að málsmeðferðin er í samræmi við ákvörðun 400. fundar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og tillögu stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.

Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri

15.Húsnæðisáætlun 2023

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun fyrir árið 2023. Bæjarstjórn samþykkti húsnæðisáætlun fyrir 2023 á 9. fundi sínum og vísaði henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir húsnæðisáætlun fyrir árið 2023 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

16.Ágangur búfjár

Málsnúmer 2302001Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986, ásamt leiðbeiningum þáverandi Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytis til sveitarstjórna um hvernig skyldi fara með beiðnir um smölun skv. IV. kafla laganna og álit Umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að taka þyrfti fyrrgreindar leiðbeiningarnar til endurskoðunar þar sem ekki væri unnt að gera þær kröfur til landeiganda að þeir friði landsvæði sitt skv. ákvæðum laga um búfjárhald ef þeir væru ósáttir við ágang búfjár á landareign sinni. Þá er jafnframt lagður fram úrskurður Dómsmálaráðuneytisins sem byggði á áliti umboðsmanns þar sem gerð var krafa til lögreglustjóra að sinna slíkum beiðnum um smölun eignarlanda kæmu þær fram.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.

17.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2302010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um skólavist í örðu sveitarfélagi ásamt rökstuðningi.
Bæjarráð samþykkir beiðni og kostnaðarþátttöku til maíloka frá ákvörðun með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

18.Erindi frá þorrablótsnefnd

Málsnúmer 2302011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá þorrablótsnefnd sem leggur til kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins vegna kaupa á sviði fyrir viðburði.
Bæjarráð samþykkir að kaupa 50% af viðburðarsviði að upphæð kr.589.305 enda nýtist sviðið samfélaginu í heild sinni.

19.Styrking leikskólastarfs

Málsnúmer 2302012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 7. fundi sínum að vinna að styrkingu leikskólastarfs til eflingar á starfsemi skólans með bættum starfsskilyrðum, stöðuleika og aðbúnaði starfsfólks að markmiði. Í þeirri vinnu verði m.a. teknar til umræðu tillögur um betri vinnutíma. Tekin til umræðu staða þeirrar vinnu í bæjarráði ásamt umfjöllun um fjárhagsramma verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir að heimila þann fjárhagsramma sem endurspeglast í fyrirliggjandi gögnum.

20.Forgangsröðun viðhalds og fjárfestinga

Málsnúmer 2302014Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra ásamt öðrum gögum til umræðu vegna umfangs og fargansröðun fjárfestinga og viðhalds í sveitarfélaginu, sérstaklega í kjölfar mikils vatnaveðurs að undanförnu.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til næsta viðauka.

21.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð er fram ósk Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu. Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær -reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Bæring Bjarnar Jónsson og Krístín skipulagsfulltrúi komuinn á fundinn í gegnum Teams. Ívar Pálsson lögfræðingur koma inn á fund og svaraði spurningum.

22.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnslutillaga fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík dags. 7. febr. 2023.

Á 2. fundi sínum þann 9. febrúar sl., samþykkti hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi skipulagsuppdrátt vinnslutillögu fyrir deiliskipulag hafnarsvæðisins við Skipavík, með fyrirvara um jákvæð viðbrögð lóðarhafa Nesvegar 22a vegna tillögu um færslu á lóð félagsins.

Hafnarstjórn staðfesti jafnframt fyrir sitt leyti að skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og greinargerð með vinnslutillögu deiliskipulags verði uppfærð til samræmis við skipulagsuppdrátt vinnslutillögu deiliskipulagsins og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd, sem útfærir vinnslutillöguna nánar, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endanlega vinnslutillögu til kynningar í samræmi við 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003, 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn fór fram á að fá tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagstillöguna aftur til afgreiðslu að lokinni auglýsingu.

Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 7. fundi sínum, að kynna fyrirliggjandi vinnslutillögu deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að uppfæra vinnslutillögu deiliskipulagsins í samræmi við umræður á fundinum og í áframhaldandi samtali við lóðarhafa. Nefndin lagði jafnframt til að fallið yrði frá breytingu á aðalskipulagi þar sem vinnslutillagan er nú í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022,
með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar vegna bátasýningar Skipavíkur.

Í samræmi við þau áform sem endurspeglast vinnslutillögu er til viðbótar er lögð fram drög að viljayfirlýsingu um skipti á lóðum til samþykktar í bæjarráði.
Bæring Bjarnar Jónsson arkitekt kom inn á fund í gegnum Teams, gerði grein fyrir skipulagstillögu og svaraði spurningum. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir umræðum á síðasta skipulagsfundi.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með áorðnum breytingum. Jafnframt samþykkir bæjarráð með tveimur atkvæðum og Ragnheiður sat hjá, viljayfirlýsing á skiptum á lóðum.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Magnúsdóttur, en Ragnheiður Sveinsdóttir sat hjá.

Bókun:
Fagna því að það deiliskipulagið sé komið af stað en set spurningamerki hvort skiparvíkursvæðið sé skynsamlegt svæði fyrir þangvinnslu vegna andstöðu nágranna.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir

Bókun:
Ég efast um viljayfirlýsngu og vísa ég í úthlutunarreglur Stykkishólmsbæjar, þá sérstaklega 6.gr., enginn samningur hefur verið gerður við verktaka á svæðinu og því ekki hægt að úthluta lóðinni. Einnig er óheimilt að úthluta lóð nema hún sé til, en þessi lóð er ekki til eins og er og vísa ég í 1.4 gr.

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Bæring Bjarnar og Krístín véku af fundi. Ívar vék af fundi.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?