Bæjarstjórn
1.Bæjarráð - 627
2.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7
3.Skóla- og fræðslunefnd - 184
4.Skipulags- og bygginganefnd - 251
5.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
6.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer
7.Úttektarskýrsla EarthCheck 2020
Málsnúmer 2104038Vakta málsnúmer
8.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer
9.Fundargerð 193. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga
Málsnúmer 2105009Vakta málsnúmer
10.Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 2105010Vakta málsnúmer
11.Reglur um úthlutun búseturéttaríbúða í Stykkishólmi
Málsnúmer 2001017Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti reglur um úthlutun búseturéttaríbúða í Stykkishólmi á 627. fundi sínum, með áorðnum breytingum, og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
12.Stefna í málefnum nýrra íbúa
Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti erindisbréfið á 627. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja það. Þá var skipun starfshópsins vísað til bæjarstjórnar.
Eftirtaldir eru skipaðir í starfshópinn:
- Gunnlaugur Smárason, formaður og fulltrúi bæjarstjórnar
- Magda Kulinska, fulltrúi atvinnu- og nýsköpunarnefndar
- Rósa Indriðadóttir, fulltrúi æskulýðs- og íþróttanefndar
- Agnes Helga Sigurðardóttir, fulltrúi skóla- og fræðslunefndar
- Birta Antonsdóttir, fulltrúi velferðar- og jafnréttismálanefndar
Samþykkt samhljóða, en Gunnlaugur sat hjá.
13.Skýrsla verkefnastjórnar um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila
Málsnúmer 2105005Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráðs var jafnframt lögð fram samantekt á framlagi Stykkishólmsbæjar til reksturs hjúkrunarheimilisins við Skólastíg 14 (Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi), en samkvæmt samantektinni hefur Stykkishólmsbær frá árinu 2014 til ársins 2020 greitt um 140 millj. með rekstri heimilisins (viðbótarframlag með rekstri heimilisins).
Bæjarráð tók undir bókun stjórnar SSV og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
14.Deiliskipulag austan Aðalgötu
Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkti á 627. fundi sínum að fresta erindinu og óskaði eftir nánari útskýringum í samræmi við umræður á fundinum. Í kjölfar fundar bæjarráðs óskaði formaður bæjarráðs eftir upplýsingum um umfang samráðs og/eða samtals við hagaðila/lóðarhafa við gerð fyrirliggjandi tillögu, en þær upplýsingar voru sendar bæjarfulltrúum sem sátu fund bæjarráðs daginn eftir 627. fund bæjarráðs, sbr. fyrirliggjandi gögn.
Að beiðni formanns bæjarráðs er því tillaga skipulags- og byggingarnefndar lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu þar sem af fyrirliggjandi gögnum má ráða að haft var samband við alla hagaðila/lóðarhafa með einum eða öðrum hætti.
Til máls tóku:HH og LÁH
15.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar/Sundlaugar Stykkishólms
Málsnúmer 2105007Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á fundi nr. 627 að opnunartími Íþróttamiðstöðvar verði styttur frá 1. janúar til 30. apríl og frá 1.september til 31. desember, þannig að Íþróttamiðstöðin opni kl. 12:00 á sunnudögum í staðinn fyrir kl. 10:00.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
16.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga
Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer
Á 627. fundi sínum samþykkti bæjarráð forgangsröðun gönguleiða- og stígakerfis og samþykkti framkvæmdir við fyrirliggjandi áhersluverkefni fyrir sumarið 2021. Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags)
Málsnúmer 2102034Vakta málsnúmer
(lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), sem Umhverfis- og samgöngunefnd er að vinna með.
Í drögunum er leitast við að ná málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða varðandi málið án þess að missa sjónar að markmiðinu sem sett var fram í
þingsályktun nr. 21/150, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033.
Nefndin stefnir að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí og því væri hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar, á 627. sínum, tók jákvætt í þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu, sem miða að því að ná sátt í málinu og koma til móts við athugasemdir sveitarfélaga, þó bæjarráð setji sig ekki á móti lögbundnum lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum eins og upphaflegt frumvarp gerði ráð fyrir. Vísaði bæjarráð bókun sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
18.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi
Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að breytingartillagan verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Að tillagan verði auglýst í fjölmiðli og birt á vef sveitarfélagsins og gefinn 3ja vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana og verði jafnframt send til eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á 627. fundi sínum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðsluna þannig að tillagan verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku:HH,HG,JBJ og LÁH
Bókun bæjarfulltrúa O-listans:
Undirrituð samþykkja að vísa tillögunni áfram í auglýsingu. Þannig gefst íbúum kostur á að koma athugasemdum sínum á framfæri og fulltrúum bæjarins að koma til móts við þær.
Undirrituð benda á mikilvægi þess að virkt eftirlit með starfseminni verði tryggt svo hún fari fram í samræmi við lög og reglur. Í því samhengi leggja undirrituð áherslu á að heimild verði fyrir því að afturkalla leyfi ef reglur eru brotnar.
Haukur Garðarsson
Theódóra Matthíasdóttir
19.Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2101020Vakta málsnúmer
Á 627. fundi sínum samþykkti bæjarráð að veita bæjarstjóra umboð til þess að ljúka við gerð útboðsgagna og bjóða verkið út með hefðbundnum útboðsskilmálum, sbr. fjárfestingaáætlun Stykkishólmsbæjar, og að í útboði verði áskilinn réttur til þess að hafna öllum tilboðum. Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
20.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm
Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer
Á 627. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð uppbyggingu körfuknattleiksvallar á skólalóð grunnskólans, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og fjárfestingaráætlun bæjarins, og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Snæfell um uppbygginguna.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
21.Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2020 - Síðari umræða
Málsnúmer 2104022Vakta málsnúmer
Á 627. fundi bæjarráðs var ársreikningur samþykktur og honum vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Stykkishólmsbæjar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 30. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu. Endurskoðandi Stykkishólmsbæjar mun árita ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu atriði ársreiknings Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2020:
---
Rekstrarniðurstaða Stykkishólmbæjar (A og B hluta) samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins árið 2020 er neikvæð um 74,6 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 157 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi, en rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 120,6 millj. kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2020 var gert ráð fyrir 78,4 millj. kr. í rekstrartapi og 121 millj. kr. fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld, en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 78,4 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 167,4 millj. kr. en áætlanir með viðaukum höfðu gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 155,9 millj. kr. Varðandi neikvæða rekstrarniðurstöðu A hluta er rétt að taka fram að á árinu 2020 var samþykktur viðauki í bæjarstjórn sem fól í sér framlag Aðalsjóðs til Dvalarheimilisins í Stykkishólmi að fjárhæð 153,6 millj. kr. til uppgjörs á skuldum heimilisins gagnvart Aðalsjóði. Skuld þessi er til komin vegna fjármögnunar Aðalsjóðs á rekstrarhalla einingarinnar um all nokkurt skeið. Bæjarstjórn hafði á árinu 2018 áður fært til gjalda í Aðalsjóði varúðarniðurfærslu að fjárhæð 86 millj. kr. í samræmi við mat á innheimtanleika kröfunnar. Einsýnt þótti, í ljósi niðurstöðu sambærilegra mála á árinu 2020, að ekki væru líkur á að krafan innheimtist og því var tekin sú ákvörðun að veita fyrrgreint framlag til heimilisins. Að teknu tilliti til áhrifa þessa á rekstur A hluta Stykkishólmsbæjar á árinu 2020 væri rekstrarniðurstaða A hluta neikvæð um 99,8 millj. kr. Þrátt fyrir að rekstrarniðurstaða Stykkishólmsbæjar sé neikvæð á árinu 2020 þá náði sveitarfélagið þeim markmiðum sem sett voru í fjárhagsáætlun með viðaukum fyrr árið.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 852,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta um 884,1 millj. kr.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu 1.698,5 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta, þ.e. bæjarsjóðs, 1.322,6 millj. kr. Rekstrargjöld A og B hluta námu 1.577,9 millj. kr. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 1.325,7 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,41%. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,57%, en sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25%. Útsvartekjur urðu lægri vegna covid-19 en fasteignagjöld gáfu hærri tekjur sem helgast m.a. af fjölgun fasteigna á síðasta ári.
Veltufé frá rekstri samstæðunnar var um 23 millj. hærra í lok árs frá því sem áætlanir gerðu ráð fyrir, en lækkar þó frá því að vera 195,3 millj. kr. árið 2019 í 99,2 millj.kr. árið 2020. Handbært fé í árslok 2020 var kr. 96,9 millj. kr.
Hafnarsjóður var rekin með u.þ.b. 5,3 millj. kr. rekstrarafgangi sem stafar að mestu af aflagjalda og annarra umsvifa. Fráveita var rekin með 20,1 millj. kr. rekstrarafgangi sem er einnig nokkur hækkun á milli ára. Varðandi aðrar B-hluta stofnanir er rekstrarniðurstaða þeirra með þeim hætti hjá búsetu- og þjónustuíbúðum er neikvæður rekstrarafgangur sem nemur 2,4 millj. kr. og rekstrarafkoma Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi var jákvæð um 146,5 milljónir kr., sem stafar af niðurfellingu skulda við bæjarsjóð sem tekjufærist hjá Dvalarheimili, eins og fram kemur hér að framan. Aftur á móti er jákvæð rekstrarafkoma af félagslegar íbúðum sem nam um 0,3 millj. kr.
Heildarfjárfesting A og B hluta á árinu 2020 nam 173,6 millj. kr., en áætlanir með viðaukum höfðu gert ráð fyrir 180 millj. kr. fjárfestingu á árinu 2020. Lántökur námu 310 millj. kr. og afborganir langtímalána námu 196,5 millj. kr. Helstu fjárfestingar ársins 2020 voru: framkvæmdir við gangstéttar, stígagerð og ýmsar endurbætur á gatnamannvirkjum að fjárhæð 85,4 millj.kr., lagfæring og uppbygging á Íþróttamiðstöð og öðrum íþróttamannvirkjum að upphæð 20,4 millj.kr., lóð við grunnskóla og Amtbókasafn lagfærð fyrir 13 milljónir kr., endurbætur húsnæði Grunnskólans 6,4 millj.kr. og lagfærðar búseturéttaríbúðir fyrir 9,9 milljónir. Samtals var framkvæmt fyrir 173,6 milljónir kr. Vísast til kynningar bæjarstjóra við fyrri umræðu hvað varðar fjárfestingarverkefni ársins 2020.
Skuldir A og B hluta við lánastofnanir nema 1.962,8 millj. kr. og skiptast í langtímalán að fjárhæð 1.781,6 millj. kr og næsta árs afborganir langtímalána að fjárhæð 181,2 millj. kr. Þar af nema skuldir A hluta 1.622,1 millj. kr. Langtímaskuldir sveitarfélagsins hafa hækkað árinu 2020, en afborganir af lánum á síðasta ári námu 196,5 millj. kr. og ný lán á árinu námu 310 millj. kr.
Skuldaviðmið A og B- hluta er 122% árið 2020, en viðmiðið sveitarstjórnarlaga miðast við að skuldir séu hærri en 150% af tekjum. Til samanburðar var skuldaviðmið sveitarfélagsins 112% árið 2019, 120% árið 2018 og 138% árið 2017. Skuldahlutfall A og B hluta sveitarfélagsins var 148% árið 2020, samanborið við 134% árið 2019, 144% árið 2018 og 144% árið 2017. Rekstrarjafnvægi áranna 2018-2019-2020 er jákvæð um 11,4 milljónir, en áranna 2017-2019 var það jákvætt um 77,2 milljónir kr. og 2016-2018 jákvætt um 40,3 milljónir kr. Samkvæmt framangreindu er ljóst Stykkishólmsbær vel innan þeirra fjárhagslegu viðmiða sem sveitarstjórnarlög, reglugerðir þeim tengdum og öðrum viðmiðum sem leggja þær kvaðir á sveitarfélög að standast jafnvægisreglu og skuldareglu sveitarstjórnarlaga, þrátt fyrir að þær reglur hafi tímabundið verið afnumdar vegna COVID-19.
Covid-19 heimsfaraldurinn sem gengið hefur yfir undanfarna mánuði hefur haft veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með talið efnahagsleg. Enn ríkir óvissa um endanleg áhrif faraldursins s.s. vegna þess að ekki er vitað hve lengi hann mun vara og hver áhrifin munu verða eftir að honum lýkur. Áhrif faraldursins á rekstur sveitarfélagsins fólust meðal annars í lægri útsvarstekjum, endurgreiðslu á þjónustugjöldum vegna skerðingar þjónustu, í einhverjum tilfellum frestun innheimtu fasteignagjalda og annarra tekna auk þess sem aukning var á útgjöldum sem rekja má með beinum hætti til áhrifa Covid-19 og sóttvarnaraðgerða. Ljóst er að áhrifa faraldursins mun gæta inná árið 2021 og mögulega til næstu ára en það er mat stjórnenda að rekstrarhæfi sveitarfélagsins sé óskert.
----
Ársreikningur 2020 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur á fundi sínum í dag 12. maí 2021 afgreitt ársreikning fyrir bæjarsjóð og B-hluta fyrirtæki bæjarins vegna ársins 2020 að loknum tveimur umræðum í bæjarstjórn og umfjöllun í bæjarráði. Löggiltur endurskoðandi bæjarins hefur kynnt athugun sína á fjárreiðum bæjarins og sett fram ábendingar og lagt mat á reikninginn í endurskoðunarskýrslu sem liggur fyrir sem fylgiskjal með ársreikningnum.
Um einstaka liði í ársreikningi er vísað til skýrslu endurskoðanda og skýringar við ársreikninginn sem verður birtur á heimasíðu bæjarins.
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri árituðu síðan ársreikninginn.
Bókun bæjarfulltrúa H-listans vegna ársreiknings
Í upphafi faraldurs gerði bæjarstjórn ásamt stjórnendum sveitarfélagsins áætlun um áhrif faraldursins á rekstur sveitarfélagsins og tóku viðaukar síðasta árs mið af þessum áætlunum. Samkvæmt niðurstöðu ársins, sem birtist í þessum ársreikningi, má sjá að sú stefna var raunsæ og niðurstaða í samræmi við áætlanir. Bæjarfulltrúar H-listans fanga því að sveitarfélagið hafi náð þeim markmiðum sem sett voru í fjárhagsáætlun með viðaukum fyrir árið. Við undirrituð viljum þakka starfsfólki bæjarins fyrir að standa vel að rekstri sveitarfélagsins á árinu 2020, við erfiðar aðstæður, og fyrir þeirra framlag á erfiðum tímum vegna COVID-19. Að öðru leyti vísa bæjarfulltrúar H-listans til yfirferðar og bókunar bæjarstjóra, í fyrri og seinni umræðu, og fyrirliggjandi gögn.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Guðmundur Kolbeinn Björnsson
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Til máls tóku:HH,LÁH,SIM og JBJ
22.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021-2024
Málsnúmer 2105003Vakta málsnúmer
Á 627. fundi sínum samþykkti bæjarráð viðauka 1 við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2021-2024, með áorðnum breytingum, og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
23.Íbúasamráðsverkefni Stykkishólms - Skýrsla um framtíðarskipulag leikvalla og tillögur - Frisbígolfvöllur
Málsnúmer 2007022Vakta málsnúmer
Til máls tóku:HH og GS
24.Starfshópur um verslunar- og atvinnusögu Stykkishólms
Málsnúmer 2105014Vakta málsnúmer
25.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi - Bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Til máls tóku:HH,JBJ,TM og HG
Undirrituð hefði kosið að fá að taka afstöðu til öflunar aukins hitaveituvatns alls ótengt sérstakri framkvæmd, eins og þörungaverksmiðju. Sérstaklega í ljósi þess að enn hefur ekki verið rannsakað hvaða áhrif slík verksmiðja hefur á annað lífríki en nytjaþörunga.
Undirrituð tekur jákvætt í að skoða hvort möguleikar eru fyrir hendi á öflun aukins hitaveituvatns fyrir Stykkishólm en málið þarf að skoða á grundvelli afkastagetu jarðhitasvæðisins og þarfa íbúa og samfélags til framtíðar, ekki einstaka verkefna.
Ef á annað borð á að hefja viðræður við ríkisstjórnina með það að markmiði að treysta atvinnulíf í Stykkishólmi, sbr. bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar, hvetur undirrituð til þess að leitað verði lausna nú þegar um að tryggja fjármagn til rannsókna á mögulegum áhrifum aukinnar þörungatekju á heildarlífríki Breiðafjarðar. Þá fyrst tryggjum við farsæla framtíð öflugs atvinnulífs.
Theódóra Matthíasdóttir
26.Beiðni um tilnefningu fulltrúa í Breiðafjarðarnefnd
Málsnúmer 2105019Vakta málsnúmer
Samkvæmt lögum um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995 er Breiðafjarðarnefnd ráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laganna. Í nefndinni eiga sæti sjö menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í lögunum segir að sveitarfélög sem liggja að Breiðafirði tilnefni fjóra fulltrúa á þann hátt sem ráðherra ákveður í reglugerð. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Reglugerð hefur ekki verið sett, en sveitarfélögin fjögur á norðanverðu Snæfellsnesi hafa sameinast um einn fulltrúa og annan til vara.
Samþykkt samhljóða.
27.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:37.
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál 210519 - Skipun í Breiðafjarðarnefnd - verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða. Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 26 á dagskrá.