Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

6. fundur 09. febrúar 2021 kl. 12:30 - 14:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Magda Kulinska aðalmaður
  • Sara Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Halldór Árnason formaður
  • Kári Hilmarsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Halldór Árnason formaður
Dagskrá

1.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir væntingar bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um að Veitur ohf. veiti þessu verkefni brautargengi þannig að það geti orðið að veruleika sem fyrst. Jafnframt er tekið undir þá ósk að Stykkishólmsbær, Veitur ohf., Stykkishólmsbær og Acadian Seaplants geri þríhliða viljayfirlýsingu um verkefnið á allra næstu mánuðum.

2.Umsögn frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 2101031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 2101032Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál
Lagt fram til kynningar.

4.Staðsetning starfa á vegum ríkisins

Málsnúmer 2012012Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Byggðastofnunar um staðsetningu starfa á vegum ríkisins miðað við áramót 2019/2020 ásamt ályktun 394. fundar bæjarstjórnar um skýrsluna, en í skýrslunni eru upplýsingar um staðsetningu og fjölda frá áramótum 2013/2014. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni hefur stöðugildum starfa á vegum ríkisins fækkað í Stykkishólmi frá árinu 2013 um nær 20%, frá 101 stöðugildi árið 2013 í 83 stöðugildi árið 2019.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar.

5.Atvinnuleysistölur á Vesturlandi

Málsnúmer 2009039Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru atvinnuleitendur í Stykkishólmi og nágrenni um 60 talsins, þar af 55 atvinnuleitendur í Stykkishólmi. Skipting milli karla og kvenna er nokkuð jöfn.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir áhyggjum sínum af fjölda atvinnulausra af erlendu bergi í Stykkishólmi og hvetur bæjarstjórn til að ná utan um hópinn og styðja.

6.Fjárhagsstaða ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 2012007Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður úr greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála um fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar í árslok 2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Úthlutun byggðakvóta 2020-2021

Málsnúmer 2012003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti er varðar skiptingu á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2020/2021, ásamt samþykktum skilyrðum og rökstuðningi Stykkishólmsbæjar vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið tímabilið 2020-2021 sem send hefur verið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir samþykkt skilyrði og rökstuðning Stykkishólmsbæjar vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið tímabilið 2020-2021 sem send hefur verið atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

8.Samningur við FAS um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins

Málsnúmer 2011039Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnir drög að samningi við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, en á 623. fundi bæjarráðs tók ráðið jákvætt í samningsdrögin og fól bæjarstjóra að ræða við FAS á grundvelli fyrirliggjandi draga.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar fyrirliggjandi drögum að samningi Stykkishólmsbæjar og Félag atvinnulífsins í Stykkishólmi um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins á árinu 2021.

9.Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður

Málsnúmer 2011035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi sem Breiðafjarðarnefnd hefur sent umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt tillögum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndarsvæðis Breiðafjarðar. Erindið er í formi skýrslu sem nefnist: Framtíð Breiðafjarðar. Samantekt og niðurstöður upplýsingaöflunar og samráðs.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Stykkishólmsbæjar lýsir vonbrigðum sínum með þær tillögur sem Breiðafjarðarnefnd lagði nýlega til við umhverfis- og auðlindaráðherra. Breiðafjarðarnefnd fékk tugi athugasemda við þær tillögur sem nefndin birti í skýrslu frá nóvember 2020. Nær allar lýstu verulegri andstöðu og efasemdum við tillögur nefndarinnar.

Að Breiðafjarðarnefnd skuli leggja til við umhverfis- og auðlindaráðherra tillögur óbreyttar þeim sem settar voru fram í fyrrnefndri skýrslu frá nóvember 2020 er með slíkum eindæmum að nefndin hefur glatað trúverðugleika sínum til að hafa forystu um frekari útfærslu fyrrgreindra tillagna. Tillögurnar eru lítt rökstuddar og engin umræða né mat hefur átt sér stað um áhrif þeirra á atvinnulíf við Breiðafjörð.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vekur athygli á að Stykkishólmsbær hefur verið leiðandi afl í umfjöllun um verndun Breiðafjarðar. Bæjarfélagið líkt og fjölmargir landeigendur og hagsmunaaðilar við Breiðafjörð vilja sjá vistvænt, sjálfbært og fjölskrúðugt atvinnulíf byggt á auðlindum Breiðafjarðar blómstra um ókomna tíð.

Stofnun þjóðgarðs neðansjávar í Breiðafirði og tilnefning Breiðafjarðar eða hluta hans á lista Ramsarsvæða eða á Heimsminjaskrá UNESCO þarf að vinnast í sátt við sveitarfélög, landeigendur og hagsmunaaðila. Tillögur þess efnis eru ekki tímabærar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að skipa starfshóp sem í eiga sæti, fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðherra, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra, fulltrúar hagaðila við Breiðafjörð, t.a.m. landeigenda og sjómanna og fulltrúar sveitarfélaga við Breiðafjörð sem verði meirihluti nefndarmanna. Starfshópurinn geri tillögur til ráðherra um endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar og leiti m.a. eftir hugmyndum frá Breiðafjarðarnefnd.

Samþykkt með fjórum atkvæðum Halldórs Árnasonar, Kára Hilmarssonar, Kára Geirs Jenssonar og Mögdu Kulinsku á móti einu atkvæði Söru Hjörleifsdóttur.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?