Bæjarráð
1.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 9
Málsnúmer 2111007FVakta málsnúmer
2.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer
3.Reglubundið eftirlit á urðunarstað Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2111023Vakta málsnúmer
4.Ægisgata 1 - Stefna
Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer
5.Fundargerðir Starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60
Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer
6.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi
Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra og fól bæjarstjóra að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð með tillögunni.
Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
Hjörleifur Kr. Hjörleifsson
Ásdís Árnadóttir
Árni Ásgeirsson
7.Kjarasamningar opinberra starfsmanna - Undanþágulisti
Málsnúmer 2111008Vakta málsnúmer
Lögð fram skrá yfir þá sem falla undir undanþágulista 6.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
8.Starfsemi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
Málsnúmer 2011022Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísaði, á 633. fundi sínum, málinu til næsta fundar.
9.Deiliskipulag austan Aðalgötu
Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer
Reiturinn afmarkast af Aðalgötu og Víkurgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa við Skúlagötu til austurs. Svæðið er um 1,7 ha að stærð og að mestu fullbyggt. Markmið tillögunnar að skilgreina nýjar lóðir og byggingarreiti sem styrkja gömlu byggðina sem fyrir og einstaka bæjarmynd.
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19. maí sl. með athugasemdafrest til og með 30. júní, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heimi Laxdal Jóhannssyni; Mílu ehf./Svanur Baldursson og Marz Sjávarafurðum/Erlu Björg Guðrúnardóttur; Hjalta Steinþórssyni; Sigurbjarti Loftssyni; og Ýsuheiði ehf./Gesti Hólm.
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. júlí s.l. var farið yfir athugasemdirnar og tekin afstaða til þeirra. Málinu var síðan vísað til frekari úrvinnslu. Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir miðbæinn þar sem að gamla kirkjan er felld út og hún færð innan marka þessarar skipulagstillögu (sbr. uppdrætti, skilmála og greinagerð frá Bæring Bjarnari Jónssyni, arkitekt).
Á 254. fundi 13. september sl. lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með breytingum vegna athugasemda sem bárust á innan athugasemdafrests:
- Byggingarreitur á lóð merkt Víkurgata 1a er færður til á lóð.
- Byggingarreitur fyrir bílskúr á lóð Víkurgötu 5 er færður aftar á lóð.
- Kvaðir verða á lóðum vegna lagnaleiða.
- Gönguleið upp á Sýslumannshól færist yfir á lóð Aðalgötu 7a, í stað áður á lóð Austurgötu 4a.
- Lóðin Víkurgata 7 breytist og stækkar og snúningsstæði við götu fellur út.
- Bætt verði við bílastæði við Aðalgötu 7.
Á 631. fundi bæjarráðs fól ráðið skipulagsfulltrúa að kanna frekar möguleika á minniháttar breytingum vegna athugasemda sem borist höfðu á auglýsingartímanum og vísaði nefndin erindinu til næsta bæjarráðfundar.
Lögð er fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu þar sem gerðar eru eftirfarandi minniháttar breytingar:
- Byggingarreit við Aðalgötu 5a er snúið og hluti hans sem áður var á lóð Aðalgötu 5 er aflagður.
- Bílskúrsreitur við Víkurgötu 3 er færðar ofar í lóð.
- Innkeyrsla að Víkurgötu 5 og Víkurgötu 1a er þrengd og einu bílastæði bætt við á bæjarlandi.
- Bílskúrsreitur við Víkurgötu 3 er færður örlítið aftar í lóð.
- Lóðarmörk milli Víkurgötu 3 og 5 eru færð örlítið til.
- Lóðarmörk milli Austurgötu 6 og Skúlagötu 2 eru færð örlítið til.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að tillagan sé óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar á nýjan leik, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag miðbæjar austan við Aðalgötu verði samþykkt með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma og felur skipulagsfulltrúa að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að svör við efni athugasemda og umsagna verði staðfest.
Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
10.Kerfisáætlun Landnets 2021-2030
Málsnúmer 2107004Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar endurnýjun á Vegamótalínu 1 er einnig lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd taldi þessar framkvæmdir forsendu fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð.
Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
11.Styrkumsóknir
Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer
Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til frekari vinnslu á næsta fundi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að styrkja eftirtalin verkefni:
Mattías
150.000
Eyrbyggjasögufélagið
100.000
Skotthúfan
100,000
Tónleikar - Vatnasafn
100,000
Guðlaug Jónína Ágústsdóttir
150,000
Þórunn Sigþórsdóttir
150,000
Umsækjendum sem ekki fengu úthlutun að þessu sinni er bent á að auglýst verði eftir styrkumsóknum að nýju í febrúar/mars 2022 í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar.
12.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 9. fundi sínum, bæjarstjóra og bæjarstjórn að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og minnti á tímafrest samkvæmt samkomulaginu um að samkomulag skuli hafa nást fyrir 31. desember 2021.
Fyrir bæjarráð eru lögð fram drög að samkomulagi Acadian Seaplants og Stykkishólmsbæjar.
13.Heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar í fyrirtæki
Málsnúmer 1905101Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fangaði því, á 9. fundi sínum, að Stykkishólmsbær vilji tryggja fyrirtækjunum hagstæð skilyrði, vera hreyfiafl góðra verka og styðja við rannsóknir og nýsköpun. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsti jafnfram ánægju sinni með hvernig til tókst í þeim heimsóknum sem fram fóru í byrjun mánaðarins sem lið í því að Stykkishólmsbær geti betur stutt við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkti að fela formanni að skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir eftir áramót í samráði við bæjarstjóra, nefndarmenn og fyrirtæki staðarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar og staðfest var af bæjarráði.
14.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi
Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vænti þess, á 9. fundi sínum, að tillögur starfshópsins muni leiða til eflingu atvinnu á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum og stuðla að nýsköpun í Stykkishólmi og komi til með að nýtast við stækkun atvinnusvæða beggja vegna flugvallarins, sér í lagi í sambandi við uppsetningu á grænum iðngarði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lagði til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir vinnu í þessu sambandi á næsta ári í fjárhagsáætlun bæjarins.
15.Haustþing SSV 2021
Málsnúmer 2109005Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði, á 9. fundi sínum, yfirgripsmikilli stefnumörkun SSV í atvinnu- og umhverfismálum og skoraði á stjórnvöld að aðstoða sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi við að koma stefnunni í framkvæmd.
16.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Þar að auki eru lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 12. mars 2021, og bókun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 29. mars 2021, um sama efni, ásamt bókun 402. fundar bæjarstjórnarfundar 30. september 2021 þar sem m.a. var óskað eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um stöðu á vinnu við fyrrgreinda þarfagreiningu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tók, á 9. fundi sínum, undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskaði eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum.
17.Skógarstrandarvegur - Tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024 og fyrir árin 2020 - 2034
Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Skógarstrandarvegar og leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld og Alþingi bregðist við áskorun samtakanna um að veita fjármagni til framkvæmda allt fyrsta tímabil núgildandi samgönguáætlunar þannig að fjármagni verði veitt til vegarins árin 2023 og 2024.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd benti, á 9. fundi sínum, á að í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á að þegar dregið verði úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu verði þeir fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða. Því er gerð sú krafa að þeir fjármunir verði meðal annars nýttir til fullfjármögnunar vegarins, þ.m.t. þverun Álftafjarðar líkt og ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kveður á um.
18.Lóðaframboð í Stykkishólmi
Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti á 8. fundi sínum til þess að hugað verði að gerð deiliskipulags við Hamraenda og eftir atvikum breytingu á aðalskipulagi þar sem atvinnusvæðið verði stækkað til vesturs í samræmi við tillögu bæjarstjóra.
Bæjarráð vísaði, á 631. fundi sínum, málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 9. fundi sínum, til þess að hafinn verði strax undirbúningur að breytingu á aðalskipulagi og stækkun atvinnusvæðis suðvestan við Hamraenda, beggja vegna flugvallarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og lagði nefndin áherslu á að tekið verði mið af þeirri vinnu sem stendur yfir í starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.
19.Samkomulag um samstarf Matís og Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2111025Vakta málsnúmer
20.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi
Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer
21.Framlengin lóðarúthlutunar - Móholt 14-16
Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer
Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 633. fundi sínum, að undirbúa afgreiðslu í samræmi við umræður þess fundar og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði þriggja mánaða viðbótarfrestur frá og með 9. desember 2021 að telja til að fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir í samræmi við grein 3.4. í reglum um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmi.
22.Viðauki 3 við Fjárhagsáætlun 2021-2024
Málsnúmer 2111026Vakta málsnúmer
23.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022
Málsnúmer 2110010Vakta málsnúmer
Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa gjaldskrám til frekari vinnslu í bæjarráði.
24.Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025
Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar ársins 2022 ásmat þriggja ára áætlun árana 2023-2025. Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkti framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2023-2025 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Á 633. fundi sínum samþykkti bæjarráð að vísa fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 til frekari vinnslu í bæjarrráði.
Fundi slitið.