Bæjarráð
1.Skipulags- og bygginganefnd - 253
Málsnúmer 2107001FVakta málsnúmer
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15
Málsnúmer 2106004FVakta málsnúmer
3.Lóðarumsókn Hjallatanga 15
Málsnúmer 2107007Vakta málsnúmer
4.Lóðarumsókn Hjallatangi 17
Málsnúmer 2107006Vakta málsnúmer
5.Tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og fyrir árin 2020-2034
Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer
Skógarstrandarvegur er stofnvegur og ætti að vera í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Vegurinn er mikilvæg tenging á milli Snæfellsness og Dalabyggðar, bæði hvað varðar atvinnu og þjónustu, sem og tenging við Vestfirði og Norðurland. Vegurinn er ríflega 57 km langur, en framkvæmdir við lagningu slitlags á veginn hófust nýverið og nauðsynlegt er halda þeim áfram að auknum krafti og veita fjármagni á árunum 2023 og 2024 til framkvæmda.
Vísar bæjarráð að öðru leyti til fyrirliggjandi viðbótarumsagnar bæjarstjóra um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og 15 ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 þar sem ítarlega er gerð grein fyrir mikilvægi vegarins, ásamt í fyrri bókanir og afgreiðslur bæjarstjórnar, sem og bókanir annarra sveitarfélaga á Vesturlandi og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem ítrekað hafa bókað um mikilvægi vegarins.
6.Kerfisáætlun Landnets 2021-2030 í opnu umsagnarferli
Málsnúmer 2107004Vakta málsnúmer
Bæjarráð hvetur áfram til frekari uppbyggingar í átt að bættu raforkuöryggi og leggur áherslu á að endurnýjun tengivirkisins á Vegamótum, sem áætluð er árið 2022, og Vogaskeiði, sem áætluð er árið 2024, verði ekki fyrir neinum töfum því brýnt er að tryggja enn betur raförkuöryggi á svæðinu.
Bæjarráð leggur áfram áherslu á endurnýjun á Vegamótalínu 1 með nýrri 132 kV línu frá Vatnshömrun í Vogaskeið og telur brýnt að hún verði endurnýjuð hið fyrsta, enda er umrædd lína frá árinu 1974 og núverandi lína með takmarkaða flutningsgetu.
Bæjarráð Stykkirhólmsbæjar leggur þunga áherslu á að flýta þurfi uppbyggingu á nýrri 132 kV stofnlínu frá Glerárskógum í Dalabyggð í Vogaskeið á Snæfellsnesi. Þessi tenging myndi skapa hringtengingu (N-1) við Snæfellsnes, en á Snæfellsnesi er slík hringtenging ekki til staðar í dag. Framtíðartenging með 132 kV stofnlínu frá Vatnshömrum í Vegamót, og áfram í Vogaskeið og Glerárskóga myndi stórauka afhendingaröryggi og aðgang að raforku á Snæfellsnesi, auk þess væri þá komin tenging við Byggðalínu fram hjá Holtavörðuheiðinni inn á Vesturlínu sem myndi gagnast Vestfirðingum vel.
Bæjarráð telur að ný 132 kV lína frá Vatnshömrun að Vogaskeiði og ný 132 kV lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðar orkuskiptum í samgöngum á landi og í haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi enda er ljóst að með orkuskiptum mun vera þörf á innviðum til þess að mæta aukinni raforkuþörf. Þegar hringtenging með tengingu Vogaskeiðs við Glerárskóga og endurnýjun á Vegamótalínu 1 er lokið verður hægt að segja að afhendingaröryggi og aflgeta sé tryggð á Snæfellsnesi þannig að mæta megi þörfum samfélagsins á hverjum tíma og að þar geti þrifist atvinnustarfsemi með áreiðanlegu aðgengi að raforku. Er því mikilvægt að þessum verkefnum verði flýtt í tíma, enda er uppbygging þeirra og mikilvægi í samræmi við langtímaorkustefnu fyrir Ísland.
7.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að formlegu samkomulagi við Acadian Seaplants Ltd. um fyrirliggjandi áform þar sem samið verði um allar megin forsendur fyrir samstarfi aðila, þ.m.t. um fyrirhugaða skipulagsvinnu, gjöld vegna lóðarinnar, skiptingu kostnaðar, verkáætlun, kjör lóðaleigusamnings með fyrirvara um skipulagsferlið.
Ákvörðun um formlega úthlutun lóðarinnar til félagsins er frestað þar til skipulagsferli er lokið, enda þarf að stofna og skilgreina lóðina af tiltekinni stærð með tilteknum skilmálum fyrir starfsemi félagsins áður en henni verður úthlutað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingar á flugvallasvæði í samræmi við afgreiðslu 604. fundar bæjarráðs, en umráðandi vallarins er Isavia ohf. skv. afnotasamningi milli Stykkishólmsbæjar og Isavia ohf. f.h. ríkissjóðs.
Bæjarráð vísar skoðun á umsókn og áformum félagsins til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd og fyrirliggjandi áformum til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
8.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi
Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer
Bæjarráð skipar bæjarstjóra og formann atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem fulltrúa Stykkishólmsbæjar í starfshópinn.
9.Lóðaframboð í Stykkishólmi
Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer
Lagt er fram minnisblað frá Verkís, unnið að beiðni bæjarstjóra. Þar ráðleggur Verkís Stykkishólmsbæ að leggja áherslu á að byrja á Víkurhverfi til að anna lóðareftirspurn, þar sem hönnun á hverfinu liggur fyrir og fyrir séð að kostnaður við gatnagerð við Vatnsás er umtalsverður þar sem undirlag hverfisins er klapparholt.
Einnig eru lögð fram drög að kostnaðarmati vegna Víkurhverfis.
10.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024
Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer
11.Reitarvegur
Málsnúmer 2106032Vakta málsnúmer
12.Úttekt á Slökkviliði Stykkishólms 2021
Málsnúmer 2107011Vakta málsnúmer
13.Gjaldskrár Stykkishólmshafnar 2021
Málsnúmer 2010016Vakta málsnúmer
Tölvupóstur var sendur á Hafnarstjórn þar sem nefndarmönnum var gefin kostur á að gera athugasemdir, en engar bárust.
14.Nesvegur 12 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, lóðir á hafnarsvæði við Skipavík
Málsnúmer 2010006Vakta málsnúmer
Í ljósi innsendra athugasemda var afgreiðsla á erindi frestað á skipulags- og byggingarnefndarfundi þann 7. júní s.l.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 253. fundi sínum að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.
15.Hamraendi 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2105012Vakta málsnúmer
Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum bygginga við Hamraenda 5 og 10, Hjallatanga 46 og lóðarhafa lóðar við Hjallatanga 48 og Hesteigendafélaginu Fákaborg.
Engar athugasemdir bárust.
Á fundi nr. 253 lagði skipulags- og byggingarnefnd til að erindið verði samþykkt að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa.
Í ljósi afgreiðslu bæjarráðs felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa gatnagerð á svæðinu og ræða við Skipavík um skiptingu á kostnaði.
16.Stykkishólmur miðbær, reitur austan Aðalgötu
Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer
Deiliskipulagstillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 19. maí til og með 30. júní 2021.
Athugasemdir bárust frá Heimi Laxdal Jóhannssyni, Mílu ehf/ Svani Baldurssyni og Marz Sjávarafurðum/Erlu Björg Guðrúnardóttur, Hjalta Steinþórssyni, Sigurbjarti Loftssyni og Ýsuheiði ehf./Gesti Hólm.
Á 253. fundi skipulags- og byggingarnefndar var farið yfir athugaemdir og tekin afstaða til þeirra og vísað til frekari úrvinnslu sbr. meðfylgjandi svör við samantekt á athugasemdum.
17.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi
Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer
Athugasemdir við auglýstri vinnslutillögu bárust frá f.h. Sjávarborg ehf. Sigríði Jóhannesdóttur, Gunnlaugi Auðunni Árnasyni og Halldóri Árnasyni mótt. 9.06. Frá Unni Steinsson/ Hótel Fransiskus mótt.9.06. Einnig bárust tvær athugasemdir eftir að kynningartíma lauk frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands mótt.24.06 og Sigurbjarti Loftssyni mótt.30.06.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir og ræddi innsendar athugasemdir á 253. fundi sínum. Erindi var frestað til frekari úrvinnslu.
18.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey
Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn, á 253. fundi sínum, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19.Umhverfisganga bæjarstjóra
Málsnúmer 1904032Vakta málsnúmer
20.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer
21.Úttektarskýrsla EarthCheck 2020
Málsnúmer 2104038Vakta málsnúmer
22.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 14:36.