Fara í efni

Bæjarráð

629. fundur 26. júlí 2021 kl. 12:15 - 14:36 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Lárus Ástmar Hannesson áheyrnarfulltrúi
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skipulags- og bygginganefnd - 253

Málsnúmer 2107001FVakta málsnúmer

Fundargerð 253. fundar skipulags- og bygginganefnd lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15

Málsnúmer 2106004FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

3.Lóðarumsókn Hjallatanga 15

Málsnúmer 2107007Vakta málsnúmer

Umsókn House Doctor ehf. um lóðina að Hjallatanga 15.
Bæjarráð samþykkir að úthluta House Doctor ehf. lóðina að Hjallatanga 15.

4.Lóðarumsókn Hjallatangi 17

Málsnúmer 2107006Vakta málsnúmer

Lagt fram lóðarumsókn House Doctor að Hjallatanga 17
Bæjarráð samþykkir að úthluta House Doctor ehf. lóðina að Hjallatanga 17.

5.Tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og fyrir árin 2020-2034

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Lögð fram þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, ásamt umsögnum Stykkishólmsbæjar vegna Skógarstrandarvegar ásamt stöðu á framkvæmdum við uppbyggingu Skógarstrandarvegar.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar lýsir þungum áhyggjum á því að fjármögnun skorti vegna áframhaldandi uppbyggingu Skógarstrandarvegar árin 2023 og 2024.

Skógarstrandarvegur er stofnvegur og ætti að vera í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Vegurinn er mikilvæg tenging á milli Snæfellsness og Dalabyggðar, bæði hvað varðar atvinnu og þjónustu, sem og tenging við Vestfirði og Norðurland. Vegurinn er ríflega 57 km langur, en framkvæmdir við lagningu slitlags á veginn hófust nýverið og nauðsynlegt er halda þeim áfram að auknum krafti og veita fjármagni á árunum 2023 og 2024 til framkvæmda.

Vísar bæjarráð að öðru leyti til fyrirliggjandi viðbótarumsagnar bæjarstjóra um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og 15 ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 þar sem ítarlega er gerð grein fyrir mikilvægi vegarins, ásamt í fyrri bókanir og afgreiðslur bæjarstjórnar, sem og bókanir annarra sveitarfélaga á Vesturlandi og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem ítrekað hafa bókað um mikilvægi vegarins.

6.Kerfisáætlun Landnets 2021-2030 í opnu umsagnarferli

Málsnúmer 2107004Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Landsnet þar sem fram kemur að kerfisáætlun 2021-2030 sé komin í opið umsagnarferli. Helsta breyting sem orðið hefur á áætluninni frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun um styrkingu meginflutningskerfisins á Vestfjörðum. Frestur til að skila inn skriflegum umsögnum er til 30. júlí næstkomandi.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á Snæfellsnesi, ásamt þeirri viðbót sem sett var upp í Stykkishólmi á síðasta ári til þess að bæta afhendingaröryggi rafmagns á Snæfellsnesi þegar settur var upp stærri spennir í aðveitustöðina á Vogaskeiði og nýir háspennurofar til þess að tengja varaaflsvélar. Bæjarráð leggur áherslu á að þrátt fyrir að um færanlegar varaflsvélar sé að ræða þá verði þær áfram staðsettar við tengivirki Landsnets við Vogaskeið við Stykkishólm.

Bæjarráð hvetur áfram til frekari uppbyggingar í átt að bættu raforkuöryggi og leggur áherslu á að endurnýjun tengivirkisins á Vegamótum, sem áætluð er árið 2022, og Vogaskeiði, sem áætluð er árið 2024, verði ekki fyrir neinum töfum því brýnt er að tryggja enn betur raförkuöryggi á svæðinu.

Bæjarráð leggur áfram áherslu á endurnýjun á Vegamótalínu 1 með nýrri 132 kV línu frá Vatnshömrun í Vogaskeið og telur brýnt að hún verði endurnýjuð hið fyrsta, enda er umrædd lína frá árinu 1974 og núverandi lína með takmarkaða flutningsgetu.

Bæjarráð Stykkirhólmsbæjar leggur þunga áherslu á að flýta þurfi uppbyggingu á nýrri 132 kV stofnlínu frá Glerárskógum í Dalabyggð í Vogaskeið á Snæfellsnesi. Þessi tenging myndi skapa hringtengingu (N-1) við Snæfellsnes, en á Snæfellsnesi er slík hringtenging ekki til staðar í dag. Framtíðartenging með 132 kV stofnlínu frá Vatnshömrum í Vegamót, og áfram í Vogaskeið og Glerárskóga myndi stórauka afhendingaröryggi og aðgang að raforku á Snæfellsnesi, auk þess væri þá komin tenging við Byggðalínu fram hjá Holtavörðuheiðinni inn á Vesturlínu sem myndi gagnast Vestfirðingum vel.

Bæjarráð telur að ný 132 kV lína frá Vatnshömrun að Vogaskeiði og ný 132 kV lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðar orkuskiptum í samgöngum á landi og í haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi enda er ljóst að með orkuskiptum mun vera þörf á innviðum til þess að mæta aukinni raforkuþörf. Þegar hringtenging með tengingu Vogaskeiðs við Glerárskóga og endurnýjun á Vegamótalínu 1 er lokið verður hægt að segja að afhendingaröryggi og aflgeta sé tryggð á Snæfellsnesi þannig að mæta megi þörfum samfélagsins á hverjum tíma og að þar geti þrifist atvinnustarfsemi með áreiðanlegu aðgengi að raforku. Er því mikilvægt að þessum verkefnum verði flýtt í tíma, enda er uppbygging þeirra og mikilvægi í samræmi við langtímaorkustefnu fyrir Ísland.

7.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Acadian Seaplants Ltd., sem sent er fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags á Íslandi, þar sem sótt er formlega um lóðina við Kallhamar (NV við flugvöll) til uppbyggingar á þörungastarfsemi og óskað eftir því að Stykkishólmsbær gangi til samninga við félagið um lóðina þannig að hægt sé að hefja þá vinnu sem þarf áður en framkvæmdir hefjast í samræmi við stefnumörkun bæjarins, viðræður við félagið og fyrirhuguð uppbyggingaráform félagsins, en Acadian Seaplants Ltd. hyggst stofna íslenskt dótturfyrirtæki til þess að þróa alhliða miðstöð þörungavinnslu í suðurhluta Breiðafjarðar með aðsetur í Stykkishólmi.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi áform Acadian Seaplants Ltd. og umsókn þeirra fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags um lóð á svæði Kallhamars, enda eru áformin í samræmi viðræður félagsins við Stykkishólmsbæ, tillögur ráðgjafanefndar bæjarins og stefnumörkun bæjarstjórnar. Þá eru áformin í samræmi undirritaða viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants, sem undirrituð var 16. júní 2021, um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði þar sem lýst er yfir vilja til þess að aðilar vinni saman að því að nýta fyrirliggjandi tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og styðja við verkefnið á grunni þess sem fram kemur í viljayfirlýsingunni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að formlegu samkomulagi við Acadian Seaplants Ltd. um fyrirliggjandi áform þar sem samið verði um allar megin forsendur fyrir samstarfi aðila, þ.m.t. um fyrirhugaða skipulagsvinnu, gjöld vegna lóðarinnar, skiptingu kostnaðar, verkáætlun, kjör lóðaleigusamnings með fyrirvara um skipulagsferlið.

Ákvörðun um formlega úthlutun lóðarinnar til félagsins er frestað þar til skipulagsferli er lokið, enda þarf að stofna og skilgreina lóðina af tiltekinni stærð með tilteknum skilmálum fyrir starfsemi félagsins áður en henni verður úthlutað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingar á flugvallasvæði í samræmi við afgreiðslu 604. fundar bæjarráðs, en umráðandi vallarins er Isavia ohf. skv. afnotasamningi milli Stykkishólmsbæjar og Isavia ohf. f.h. ríkissjóðs.

Bæjarráð vísar skoðun á umsókn og áformum félagsins til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd og fyrirliggjandi áformum til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd.

8.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra þar sem bæjarstjóri leggur til að skipaður verði starfshópur sem skipaður verði fulltrúum Stykkishólmsbæjar, Byggðastofnunar og atvinnu- og byggðaþróunarsviðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi. Í minnisblaðinu er lögð til nálgun á verkefninu sem miðar að því að standa vörð um og treysta byggð í Stykkishólmi með því efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi byggða á svæðisbundnum styrkleikum og fyrirliggjandi innviðum, annars vegar til skamms tíma og hins vegar til lengri tíma. Með verkefninu er stefnt að því að greina mögulegar ráðstafanir og leggja til aðgerðir til öflugrar sóknar og fjölgunar atvinnutækifæra í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu á grundvelli minnisblaðs bæjarstjóra og að skipaður verði starfshópur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi. Bæjarráð kallar eftir skipun fulltrúa frá Byggðastofnun og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í starfshópinn. Aðilar í samráði við starfshópinn setji í framhaldinu hópnum erindisbréf byggt á minnisblaði bæjarstjóra.

Bæjarráð skipar bæjarstjóra og formann atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem fulltrúa Stykkishólmsbæjar í starfshópinn.

9.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól bæjarstjóra á 627. fundi sínum að greina nánar þá valkosti sem koma til greina við opnun á nýjum og þegar skipulögðum íbúðarhúsahverfum, annars vegar Víkurhverfi og hins vegar lægri Vatnsás, þ.m.t. áfangaskiptingu og afmörkun, og leggja fyrir bæjarráð tillögu í þeim efnum ásamt kostnaðarmati.



Lagt er fram minnisblað frá Verkís, unnið að beiðni bæjarstjóra. Þar ráðleggur Verkís Stykkishólmsbæ að leggja áherslu á að byrja á Víkurhverfi til að anna lóðareftirspurn, þar sem hönnun á hverfinu liggur fyrir og fyrir séð að kostnaður við gatnagerð við Vatnsás er umtalsverður þar sem undirlag hverfisins er klapparholt.



Einnig eru lögð fram drög að kostnaðarmati vegna Víkurhverfis.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við breytingar á lóðum og skipulagi í samræmi við niðurstöður borana á svæðinu og minnisblaði frá Verkís hf. Bæjarráð samþykkir að fá Verkis á næsta fund bæjarráðs.

10.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lagðir fram tölvupóstar frá samgöngustofu varðandi mögulegt samstarf Samgöngustofu og Stykkishólmsbæjar sem felst í því að efla umferðaröryggi barna.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samstarfsverkefninu með fyrirvara um jákvæða afstöðu Grunnskólans í Stykkishólmi.

11.Reitarvegur

Málsnúmer 2106032Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir frá Sigurjóni Jónssyni þar sem fram kemur vilji hans til uppbyggingar á Reitarvegi.
Bæjarráð fagnar frumkvæði einstaklinga til frekari uppbyggingar í bæjarfélaginu, tekur jákvætt í fyrirliggjandi frumhugmyndir og lýsir yfir vilja til þess að vinna hugmyndina áfram í samráði við bréfritara.

12.Úttekt á Slökkviliði Stykkishólms 2021

Málsnúmer 2107011Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða úttektar HMS á starfsemi Slökkviliðs Stykkishólms sem fram fór þann 2. júní sl. Þess er farið á leit að athugasemdirnar sem gerðar voru við úttektina verði teknar til umfjöllunar og ákvörðun tekin um hvenær ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur.
Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra og bæjarritara að yfirfara athugasemdir og gera tillögu að úrbótum.

13.Gjaldskrár Stykkishólmshafnar 2021

Málsnúmer 2010016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga hafnarvarðar um breytingu/lagfæringu á orðalagi í gjaldskrá Stykkishólmshafnar.



Tölvupóstur var sendur á Hafnarstjórn þar sem nefndarmönnum var gefin kostur á að gera athugasemdir, en engar bárust.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á 14. gr. gjaldskrár Stykkishólmshafnar í samræmi við framlögð gögn og visa til seinni umræðu.

14.Nesvegur 12 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, lóðir á hafnarsvæði við Skipavík

Málsnúmer 2010006Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Nesveg 12, sem grenndarkynnt var frá 6. apríl til 6. maí 2021, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir eigendum húseigna við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7, og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b. Tvær athugasemdir bárust.

Í ljósi innsendra athugasemda var afgreiðsla á erindi frestað á skipulags- og byggingarnefndarfundi þann 7. júní s.l.



Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 253. fundi sínum að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir deiliskipubreytingu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

15.Hamraendi 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2105012Vakta málsnúmer

Skipavík sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum við Hamraenda 12 samkvæmt aðaluppdráttum frá W7, dags. 12.04. 2021.Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinum til skipulags- og byggingarnefndar.

Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum bygginga við Hamraenda 5 og 10, Hjallatanga 46 og lóðarhafa lóðar við Hjallatanga 48 og Hesteigendafélaginu Fákaborg.

Engar athugasemdir bárust.



Á fundi nr. 253 lagði skipulags- og byggingarnefnd til að erindið verði samþykkt að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum byggingafulltrúa.

Í ljósi afgreiðslu bæjarráðs felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa gatnagerð á svæðinu og ræða við Skipavík um skiptingu á kostnaði.

16.Stykkishólmur miðbær, reitur austan Aðalgötu

Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi austan við Aðalgötu. Reiturinn afmarkast af Aðalgötu og Víkurgötu til vesturs, Austurgötu til norðurs og lóðarmörk húsa við Skúlagötu til austurs. Svæðið er um 1,7 ha að stærð og að mestu fullbyggt. Markmið tillögunnar er að skilgreindar hafa verið nýjar lóðir og byggingarreitir sem styrkja gömlu byggðina sem fyrir er og fallegu bæjarmynd Stykkishólms. Ennfremur er lögð fram deiliskipulagsbreyting af gildandi skipulagi fyrir miðbæinn þar sem að gamla kirkjan er felld út og verður í stað þess innan marka skipulagstillögunnar, sbr. uppdrætti, skilmála og greinagerð frá Glámu /Kím, Bæring Bjarnar Jónssyni arkitekt.

Deiliskipulagstillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 19. maí til og með 30. júní 2021.

Athugasemdir bárust frá Heimi Laxdal Jóhannssyni, Mílu ehf/ Svani Baldurssyni og Marz Sjávarafurðum/Erlu Björg Guðrúnardóttur, Hjalta Steinþórssyni, Sigurbjarti Loftssyni og Ýsuheiði ehf./Gesti Hólm.



Á 253. fundi skipulags- og byggingarnefndar var farið yfir athugaemdir og tekin afstaða til þeirra og vísað til frekari úrvinnslu sbr. meðfylgjandi svör við samantekt á athugasemdum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

17.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 - 2022 sem var í kynningu til 9. júní,í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan er auglýst í fjölmiðli og birt á vef sveitarfélagsins og gefinn 3ja vikna frestur til að senda inn ábendingar. Jafnframt var tillagan send til eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.

Athugasemdir við auglýstri vinnslutillögu bárust frá f.h. Sjávarborg ehf. Sigríði Jóhannesdóttur, Gunnlaugi Auðunni Árnasyni og Halldóri Árnasyni mótt. 9.06. Frá Unni Steinsson/ Hótel Fransiskus mótt.9.06. Einnig bárust tvær athugasemdir eftir að kynningartíma lauk frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands mótt.24.06 og Sigurbjarti Loftssyni mótt.30.06.



Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir og ræddi innsendar athugasemdir á 253. fundi sínum. Erindi var frestað til frekari úrvinnslu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

18.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandiseyju ásamt drögum að greinagerð unna af Landlínum. Markmið tillögunnar er að skapa ramma utanum svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunnar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðiðsins.



Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn, á 253. fundi sínum, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Umhverfisganga bæjarstjóra

Málsnúmer 1904032Vakta málsnúmer

Lögð er fram auglýsing fyrir umhverfisgöngu Stykkishólmsbæjar 2021. Tilgangur göngunnar er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins auk þess að miðla upplýsingum frá Stykkishólmsbæ um framkvæmdir. Fjöldi ábendinga bárust frá íbúum í umhverfisgöngu sem fram fór árið 2019 og hefur verið tekið mið af mörgum þeirra í starfsemi bæjarins. Ásamt auglýsingu fyrir gönguna, sem gengin verður dagana 9.-12 ágúst nk., er lögð fram greinagerð frá göngunni 2019.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands ásamt skýrslu stjórnar 2020.
Lagt fram til kynningar.

21.Úttektarskýrsla EarthCheck 2020

Málsnúmer 2104038Vakta málsnúmer

Lögð fram úttektarskýrsla EarthCheck fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 192. og 193. fundar Breiðafjarðarnefndar frá 20. maí og 9. júní.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:36.

Getum við bætt efni síðunnar?