Fara í efni

Bæjarráð

636. fundur 21. febrúar 2022 kl. 16:15 - 20:18 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Lárus Ástmar Hannesson áheyrnarfulltrúi
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skóla- og fræðslunefnd - 190

Málsnúmer 2202001FVakta málsnúmer

Lögð fram 190. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 10

Málsnúmer 2202002FVakta málsnúmer

Lögð fram 10. fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19

Málsnúmer 2202004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 19. afgreiðslufundar byggingafulltrúa
Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og bygginganefnd - 257

Málsnúmer 2202003FVakta málsnúmer

Lögð fram 257. fundargerð skipulags- og bygginganefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Ægisgata 1 - Stefna

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Stykkishólmsbæjar vegna stefnu Rakelar Olsen og Agustson ehf. sem höfða mál fyrir Héraðsdómi Vesturlands vegna málefna Ægisgötu 1 þar sem aðallega eru gerðar dómkröfur á hendur stefnda, Guðbrandi Björgvinssyni, en til vara á hendur stefndu, Guðbrandi Björgvinssyni og Stykkishólmsbæ.
Framlagt til kynningar.

6.Skólaakstur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Málsnúmer 2005082Vakta málsnúmer

Lagðir fram reikningar vegna skólaaksturs við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Málinu vísað til vinnu við viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2022-2025.

7.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2022

Málsnúmer 2202007Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2022.
Framlagt til kynningar.

8.Heilsuefling eldri borgara í Stykkishólmi

Málsnúmer 1907014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um viðbót við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi og heilsueflingu 60 ára og eldri í kjölfar COVID-19.

Stykkishólmsbær sótti um styrk til félagsmálaráðuneytisins vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021, sökum COVID-19. Bærinn hlaut styrk að fjárhæð 304.300 kr. og er markmiðið að koma upplýsingum og aðstöðu fyrir á 9 stöðvum á heilsustíg við Grensás og Þröskulda. Hluti verkefnisins var að framleiða rafræn æfingamnydbönd sem nýttust vel þegar samkomutakmarkanir voru ríkjandi og nýtast áfram í þessu verkefni þar sem sett verða upp skilti á æfingastöðvunum með QR kóða sem vísar í myndböndin.
Framlagt til kynningar.

9.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Á 10. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar var gerð grein fyrir stöðu mála varðandi áform Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra. Fyrir liggja samningsdrög milli Stykkishólmsbæjar og Acadian um skipulagsvinnu og vilyrði fyrir lóð.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði því að líkur á ákvörðun Acadian Seaplants um að reisa þörungavinnslu við Kallhamra séu meiri en áður. Nefndin hvatti bæjarstjórn til að flýta vinnu við skipulag á atvinnulóðum við Hamraenda og Kallhamra og kynna möguleika svæðisins fyrir fjárfestum.
Framlagt til kynningar.

10.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greinir frá fundi sem hann átti, ásamt Hjördísi Pálsdóttur forstöðumanni safna, við Börk Arnarson og Harald tryggvason sem í umboði Artangel ræddu framtíðarhorfur Vatnasafns. Fyrir liggja hugmyndir Artangel um stofnun sjálfseignarstofnunar sem losar Stykkishólmsbæ undan kostnaði og kvöðum sem á bænum hafa hvílt undan farin ár vegna Vatnasafns.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og honum falið að vinna málið áfram.

11.Aðalfundarboð 2022

Málsnúmer 2202016Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund SSV sem fer fram miðvikudaginn 16. mars n.k. á Hótel Hamri í Borgarnesi.
Framlagt til kynningar.

12.Samkomulag um uppbyggingu/breytingu hluta húsnæðis Sjúkrahúss HVE í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili

Málsnúmer 1805008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag milli HRN og Stykkishólmsbæjar um flutning þjónustu Dvalarheimilisins í Stykkishólmi til HVE.
Framlagt til kynningar.

13.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Á 630. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð umsögnum fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd.

Umsagnir fastanefnda Stykkishólmsbæjar vegna umferðaröryggisáætlunar ásamt breytingartillögu frá umhverfis- og náttúruverndarnefnd voru lagðar fyrir 255. fund skipulags- og bygginganefndar.

Skipulags og byggingarnefnd tók undir breytingartillögu umhverfis- og
nátturuverndarnefndar, en benti á að hraðatakmarkandi aðgerðir sem hafa nú þegar verið gerðar, sýni góðan árangur og því sé ekki þörf á að lækka hámarkshraða fyrir utan Frúarstíg og Skólastíg að Hafnagötu, sem nefndin leggur til að verði breytt í 15km vistgötu.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði einnig til breytingu á umferðaröryggisáætlun sem felur í sér að koma fyrir gangstíg úr timbri meðfram smábátabryggju til móts við Súgandisey í stað gangstéttar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma þeim breytingum á framfæri við VSÓ.

Bæjarráð vísaði málinu, á 633. fundi sínum, til næsta fundar.
Málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

14.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lögð fram ástandsskýrsla fyrir Samkomuhúsið, Aðalgötu 6. Skýrslan er unnin af Verksýn að beiðni Stykkishólmsbæjar og gefin út 22. október 2021.

Skv. skýrslu er ljóst að ástand hússins er mjög slæmt og margir óvissuþættir varðandi hvernig ástand byggingarhluta er og einnig hvernig framtíðar- innra skipulag hússins á að vera m.t.t. notkunar og því er ógjörningur að vita kostnað við t.d. raflagnir, pípulagnir, tæki eða önnur frágangsefni s.s. gólfa, veggja og lofta.

Niðurstaða Verksýnar, sem sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á mannvirkjun, er að heppilegast sé að rífa húsið, byggja upp nýja sökkla og botnplötu og byggja nýtt hús í upprunalegri mynd.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 9. fundi sínum, Stykkishólmsbæ til þess að kanna hvort einkaaðilar séu fáanlegir til að vinna að uppbyggingu húsnæðisins til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi. Vandað verði til verka við endurbyggingu húsnæðisins með þeim skilmálum og kröfum sem bærinn setur í samræmi við fyrirliggjandi aðaluppdrætti og skýrslu frá Glámu-Kím.

Á 633. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla heilbrigðisúttektar á Aðalgötu 6.

15.Ósk um aukið stöðuhlutfall við Grunnskólann í Stykkishólmi

Málsnúmer 2201022Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um aukið stöðuhlutfall stuðningsfulltrúa við skólann.
Bæjarráð samþykkir leiti frekari upplýsinga og sendi þær á bæjarfulltrúa fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

16.Húsnæðismál Björgunarsveitarinnar Berserkja

Málsnúmer 2202003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Berserkir um framtíðaskipan húsnæðismála sveitarinnar.
Bæjarráð þakkar erindið og óskar eftir því að fulltrúi frá Björgunarsveitinni Berserkjum komi til fundar við bæjarráð varðandi hugmyndir/tillögur að framtíðaskipan húsnæðismála sveitarinnar.

17.Húsnæðisáætlun 2022

Málsnúmer 2202005Vakta málsnúmer

Lögð fram rafræn húsnæðisáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 byggð á samþykktri húsnæðisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2028, sem samþykkt var á 391. fundi bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti rafræna Húsnæðisáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

18.Möguleg þátttaka Snæfellsness í UNESCO

Málsnúmer 2108015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ragnhildar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness, þar sem óskað er eftir viðbrögðum bæjarstjórnar við því að Snæfellsnes verði tilnefnt sem UNESCO, man and biosphere svæði. Einnig er lagt fram minnisblað framkvæmdarstjóra Svæðisgarðsins um málið.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Stykkishólmsbæjar í verkefninu og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.

19.Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 33. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sendi umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegarfyrir hönd Stykkishólmsbæjar sem tekur mið af fyrri umsögnum og ályktunum bæjarins vegna Skógarstrandarvegar.

20.Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Málsnúmer 2202008Vakta málsnúmer

Lagt frma erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. febrúar nk.
Framlagt til kynningar.

21.Snjómokstur stíga og gangstétta í Stykkishólmi

Málsnúmer 2202010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar I. Magnúsdóttur um að að snjómokstur stíga- og gangstétta í Stykkishólmi verði þjónustuflokkaður og tímasettur í verklagsreglum með sambærilegum hætti og snjómokstur gatna bæjarins, og að í þeirri vinnu verði lögð áhersla á snjómokstur á aðalstígum- og gangstéttum sem tengja hverfi og skólasvæði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra tillöguna í samráði við bæjarstjóra.

22.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni).

Málsnúmer 2202012Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja). Frumvarpið var gefið út 9. febrúar sl. af matvælaráðherra.
Stykkishólmsbær telur að mikilvægt sé að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri atvinnufyrirtækja á sama tíma og lagðar séu skyldur á þá sem stunda þangslátt með nýtingaráætlun til þess að tryggja sjálfbærni.

Stykkishólmsbær fagnar því tekið hafi verið tillit til athugasemda landeigenda við Breiðafjörð í fyrirliggjandi frumvarpi varðandi afnám veiðigjalds. Stykkishólmsbær leggur þunga áherslu á, líkt og frumvarpsdrög gera ráð fyrir, að ekkert svæði eigi að njóta forgangs á kostnað annars svæðis eins og fyrri lög gerðu ráð fyrir.

23.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja)

Málsnúmer 2202013Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjald (öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni). Frumvarpið var gefið út 9. febrúar sl. af matvælaráðherra.
Bæjarráð lýsir yfir vonbirgðum sínum með þá ákvörðun að ákvæði er varðar grásleppuveiðar hafi verið felld út úr framvarpinu. Bæjarráð telur brýnt að endurskoða fyrirkomulag grásleppuveiða sem fyrst og vísar til fyrri ályktana og umsagna vegna málsins.

Bæjarráð gerir að öðru leyti ekki efnislegar athugasemdir við fyrirliggjandi framvarp.

24.Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2109019Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar vegna breytinga á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar sem snýr að umboði skipulagsfulltrúa til ákvarðanatöku, ásamt nýju erindisbréfi skipulagsnefndar, sem og heimild til að taka þátt með rafrænum hætti í fundum bæjarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins, en sú heimild var ekki í fyrri tillögu.

Einnig er lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að sveitarfélögum beri að mæla fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í fundum sveitarstjórna og í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins með rafrænum hætti í samþykktum um stjórn sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, að vísa tillögunni til umsagnar í skipulags- og bygginganefnd. Skipulags- og byggingarnefnd gerði, á 255. fundi sínum, ekki athugasemdir við tillögu bæjarráðs að breytingu á samþykkt bæjarins um umboð skipulagsfulltrúa til ákvörðunartöku og nýtt erindisbréf sem breytir heiti nefndarinnar í skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, tillögu að breytingu á Samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar varðandi fjarfundi og meðferð skipulagsmála og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna, að teknu tilliti til umræðna á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkti á 407. fundi sínum að vísa tillögunni til síðari umræðu.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á samþykktum um stjórn Stykkishólmsbæjar og leggur til við bæjarstjóra að samþykkja þær.

25.Erindi frá félagi atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2202014Vakta málsnúmer

Frá því í lok árs 2019 hefur FAS haldið úti heimasíðunni visitstykkisholmur.is og öflugum markaðsherferðum sem bæði beinast að íslenskum- og erlendum ferðamönnum.

Lögð er fram ósk félagsins um áframhaldandi samstarf við Stykkishólmsbæ svo hægt sé að halda kostnaðarsömu markaðsstarfi í þágu samfélagsins áfram.
Bæjaráð samþykkir að styðja Félag atvinnulífs í Stykkishólmi með sama hætti og gert var með samningi við félagið á síðasta ári, sbr. 3. gr. þess samnings, m.t.t. hækkana, en að hámarki kr. 1.300.000.
Magnus Ingi Bæringsson og Sumarliði Ásgeirsson komu inn á fundinn.

26.Fundargerðir Starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60+

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lokaskýrslu starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri. Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, og Sumarliði Ásgeirsson koma til fundar við bæjarráð fyrir hönd starfshópsins og gera grein fyrir skýrslunni og vinnu hópsins.
Magnús Ingi Bæringsson og Sumarliði Ásgeirsson komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslunni og svöruðu spurningum.

Lokaskýrsla verður tekin fyrir í bæjarráði þegar hún liggur fyrir og er málinu vísað til þeirrar vinnslu.
Magnus Ingi og Sumarliði véku af fundi.

27.Starfsemi Regnbogalands

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd lagði til á 190. fundi sínum, í kjölfar umræðna um hlutverk og stöðu Regnbogalands, að skoðað verði hvort grunnvöllur sé fyrir því að þjónusta Regnbogalands standi til boða í jóla- og páskafríum, öðrum frídögum og skertum starfsdögum og hvort starfsemin ætti e.t.v. að heyra undir æskulýðs- og íþróttanefnd.

Lögð er fram skýrsla leikskólastjóra frá 189. fundi skóla- og fræðslunefndar, þar sem vakin er athygli á málinu, undir 3. lið skýrslunnar. Einnig eru lagðar fram afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar þar sem málið var til umræðu á fundum 189 og 190.
Bæjarráð felur skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi að leggja mat sitt á tillöguna, í samráði við tómstundafulltrúa- og æskulýðsfulltrúa og launa- og mannauðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar, og kynna niðurstöðu sína fyrir skóla- og fræðslunefnd og æskulýðs- og íþróttanefnd.

28.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lögð er fram til staðfestingar tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst á heimasíðu bæjarins 4. maí 2021 og prentað eintak haft til sýnis í ráðhúsinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 3. júní 2021. Engar athugasemdir við lýsinguna bárust. Lýsingin var einnig send til umsagnar hjá eftirfarandi stofnunum: Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Breiðarfjarðarnefnd og Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og bárust umsagnir frá öllum nema Heilbigðiseftirliti Vesturlands og og Náttúrustofu Vesturlands. Lýsingin var einnig lögð fyrir á 90. fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar, sem gerði engar athugasemdir. Við áframhaldandi vinnslu tillögunnar hefur verið tekið tillit til ábendinga sem fram komu í umsögnum ofangreindra hagsmunaaðila. Á 400. fundi bæjarstjórnar þann 26.júní s.l., samþykkti bæjarstjórn lýsingu deiliskipulagsins og vísaði til áframhaldandi deiliskipulagsvinnu og kynningar meðal bæjarbúa.

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey ásamt greinagerð og samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarnefndar þar um. Deiliskipulagstillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins 20. ágúst s.l. og var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum. Engar frekari athugasemdir eða ábendingar um deiliskipulagstillöguna bárust á opnum dögum, en athugasemdir eða ábendingar sem bárust eftir opnu dagana yrðu teknar til meðferðar eftir auglýsingafrest, eftir atvikum ásamt öðrum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd (254. fundur) og bæjarráð (631. fundur) samþykktu tillöguna og lögðu til við bæjarstjórn að tillagan, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Á 402. fundi sínum staðfesti Bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Tveir sátu hjá.

Tillagan var auglýst frá 21. desember til 4. febrúar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum en tvær athugasemdir bárust 31. ágúst.

Skipulags- og byggingarnefnd yfirfór, á 257. fundi sínum, framkomnar athugasemdir og umsagnir. Nefndin tók ekki undir efni þeirra tveggja athugasemda sem bárust. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Haukur Garðarson, sat hjá við afgreiðslu málsins.

29.Ósk Asco Harvester ehf. um samstarf vegna atvinnuuppbyggingar

Málsnúmer 2202015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Asco Harvester sem felur í sér umsókn um lóðina Nesveg 22a til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga, ásamt ósk um samstarf um atvinnuuppbyggingu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Asco Harvester ehf. í samræmi við erindi félagsins.

Bæjarráð leggur áherslu á að fulltrúar Asco Harvester ehf. kynni áformin fyrir íbúum og að endanlegar útfærslur verði í sem mestri sátt við umhverfi, íbúa og aðra hagsmunaaðila.

30.Aðalgata 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202001Vakta málsnúmer

SS-Veitingar sækja um að nýta núverandi "óráðstafað rými" í kjallara Aðalgötu 3 ásamt því að bæta aðkomu að kjallaranum með tröppum niður að útisvæði. Leitast er við að nota samskonar klæðningu og er á viðbyggingu aftan við húsið þ.e. svarta timburklæðningu. Svalir sem snúa í norður verða fjarlægðar og tröppur að 1. hæð verða endurbyggðar. Bílastæði verða færð til á lóðinni og þeim fjölgað úr fimm í sex, o.fl.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi framkvæmdum utanhúss til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og bygginganefnd hafnaði, á 257. fundi sínum, beiðni um fjölgun bílastæða á lóðinni með vísun í tillögu að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn og er nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt samþykkti nefndin samhljóða að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar til bæjarstjórnar.

31.Höfðagata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Sara Gilles sækir um, fyrir hönd Höfðagötu 1 ehf., breytingar á samþykktum
aðaluppdráttum (byggingarleyfi 1811003).

Sótt er um 1. að rífa hluta af byggingu á bakhlið húss, 2. endurbyggja norð-austur hluta sem stakt hús og breyta því í vinnustofu og 3. breyta innraskipulagi og útliti
suðvesturhluta hússins og þannig fækka gistiherbergjum í 5 (fjögur tveggjamanna og eitt fjölskylduherbergi).

Að mati byggingarfulltrúa er hér ekki um að ræða óverulega breytingu skv. grein 2.3.4 í kafla um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Er hér m.a. vísað til breytinga á útliti hússins og hugsanlegra áhrifa á nærumhverfi. Þar sem að ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið sem heimilar breytinguna, metur byggingarfulltrúa það svo að grenndarkynna skuli breytinguna og leggur til við skipulagsog byggingarnefnd að hún samþykki að grenndarkynna.

Skipulags- og byggingarnefnd benti, á 257. fundi sínum, á að í gildi sé deiliskipulag fyrir Þinghúshöfða frá 2011 og telur að fyrirhugaðar breytingar falli að skilmálum sem þar eru settir fram hvað varðar útlitskröfur. Hinsvegar, þar sem um er að ræða hækkun á þaki að hluta til, telur nefndin engu að síður rétt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Skólastígs 5, 8 og 10 og Þvervegi 12 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar til bæjarstjórnar.

32.Úthlutun byggðakvóta 2021-2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er varðar skiptingu á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2021/2022. Einnig er lögð fram auglýsing um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, leiðbeiningar vegna tillagna sveitarstjórna um sérreglur vegna byggðakvóta ásamt tillögu Stykkishólmsbæjar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Bæjarráð samþykktir framlögð tillögu/ályktun/skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í tengslum við byggðakvóta vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið tímabilið 2021-2022.

Fundi slitið - kl. 20:18.

Getum við bætt efni síðunnar?