Atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Dagskrá
1.Kynning á svæðisskipulagi og Svæðisgarðinum Snæfellsnesi
Málsnúmer 1904040Vakta málsnúmer
Ragnhildur Sigurðardóttir forstöðumaður Svæðisgarðsins Snæfellsnes mætir til fundarins og gerir grein fyrir stuðningi Svæðisgarðsins við atvinnulífið á Snæfellsnesi og áform þess á næsta ári.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur stjórn og starfsmenn Svæðisgarðsins Snæfellsness til að leggja aukna áherslu á að hvetja til og styðja við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf til að fjölga störfum og auka fjölbreytni í atvinnulífi til viðbótar við samskonar starfsemi á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
2.Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Staða mála.
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála við að koma á fót rannsóknar- vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir jafnframt grein fyrir fundi frá 28. október sl. sem hann sat ásamt forseta bæjarstjórnar og formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristjáni Skarphéðinssyni, ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Ingva Má Pálssyni, sviðstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, um aðkoma stjórnvalda að innviðafjárfestingu m.t.t. jafns aðgengis að orku.
Lagt fram til kynningar.
3.Horfur í atvinnulífi í Stykkishólmi næstu mánuði
Málsnúmer 2009021Vakta málsnúmer
Formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerir grein fyrir stöðu fyrirtækja í Stykkishólmi næstu mánuði á grundvelli athugunar sem nefndin lét gera í liðinni viku.
Lagt fram til kynningar.
4.Atvinnuleysi í Stykkishólmi
Málsnúmer 2009039Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir þróun atvinnuleysis í Stykkishólmi á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.
5.Störf án staðsetningar - Félag um rekstur frumkvöðla- og skrifstofuseturs
Málsnúmer 2005055Vakta málsnúmer
Formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerir grein fyrir stofnun félagsins Suðureyjar ehf. um rekstur frumkvöðla- og skrifstofuseturs í Stykkishólmi. Átta fyrirtæki í Stykkishólmi eða með tengingu við Stykkishólm standa að félaginu. Stefnt er að félagið taki á leigu og endurleigi skrifstofuaðstöðu til að auðvelda fólki að búa og starfa í Stykkishólmi þó að höfuðstöðvar atvinnurekandans séu staðsettar annars staðar. Félagið fékk nýlega 625 þús.kr. styrk úr Uppbyggingasjóði Vesturlands og hefur sótt um verkefnastyrk til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.
Lagt fram til kynningar.
6.Haustþing SSV 2021
Málsnúmer 2011051Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð haustþings sambands sveitarfélaga á Vesturlandi og ályktanir fundarins.
Lagt fram til kynningar.
7.Starfsemi Félags atvinnulífs í Stykkishólmi
Málsnúmer 2011048Vakta málsnúmer
Sara Hjörleifsdóttir gerir grein fyrir starfsemi Félags atvinnulífsins í Stykkishólmi, áður Efling Stykkishólms, undanfarna mánuði og áform á næsta ári.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar frumkvæði Félags atvinnulífsins í Stykkishólmi í að kynna Stykkishólm sem áhugaverðan áfangastað og hvetur félagið til áframhaldandi samstarfs ferðaþjónustuaðila og fyrirtæki til að efla atvinnulíf og frumkvöðlastarf í Stykkishólmi.
8.Kynningarfundur í Stykkishólmi um frumkvöðlastarfsemi
Málsnúmer 2004022Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn fól á fundi sínum 1. október sl. atvinnu- og nýsköpunarnefnd að skipuleggja opinn kynningarfun um frumkvöðlastarfsemi þegar aðstæður leyfa í samráði við bæjarstjóra.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd væntir þess að unnt verði að halda kynningarfund um frumkvöðlastarfsemi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
9.Samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar
Málsnúmer 2011049Vakta málsnúmer
Lögð fram samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir megnri andstöðu við tillögur og hugmyndir Breiðafjarðarnefndar um að Breiðafjörður verði tilnefndur á lista Ramsarsvæða, að Breiðafjörður verði skilgreindur, að hluta til eða öllu leyti, sem þjóðgarður í sjó og að hafinn verði undirbúningur að tilnefningu Breiðafjarðar á Heimsminjaskrá UNESCO. Varhugavert er að færa íhlutunarvald til alþjóðlegra stofnana. Nefndin tekur undir röksemdir Ásgeirs Gunnars Jónssonar sem koma fram í athugasemdum hans til Breiðafjarðarnefndar, dags. 28. janúar 2020, en bréf hans birtist á bls. 56 í skýrslu Breiðafjarðarnefndar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að heimamenn séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir í tengslum við vernd og umgengni á svæðinu sem og íslenskum stofnunum sem hafa það hlutverk að veita stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ráðgjöf varðandi sjálfbæra nýtingu á lifandi auðlindum Breiðafjarðar á grundvelli nýtingarstefnu stjórnvalda á hverjum tíma.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur því áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði gert kleift í samráði við hagsmunaaðila í heimabyggð, að efla rannsóknir á fjölbreyttu lífríki Breiðafjarðar og þeim möguleikum sem kunna að vera til staðar til að auka sjálfbæra nýtingu sjávarfangs til atvinnu- og verðmætasköpunar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Halldórs Árnasonar, Kára Hilmarssonar, Kára Geirs Jenssonar og Mögdu Kulinsku á móti einu atkvæði Söru Hjörleifsdóttur.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að heimamenn séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir í tengslum við vernd og umgengni á svæðinu sem og íslenskum stofnunum sem hafa það hlutverk að veita stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ráðgjöf varðandi sjálfbæra nýtingu á lifandi auðlindum Breiðafjarðar á grundvelli nýtingarstefnu stjórnvalda á hverjum tíma.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur því áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði gert kleift í samráði við hagsmunaaðila í heimabyggð, að efla rannsóknir á fjölbreyttu lífríki Breiðafjarðar og þeim möguleikum sem kunna að vera til staðar til að auka sjálfbæra nýtingu sjávarfangs til atvinnu- og verðmætasköpunar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Halldórs Árnasonar, Kára Hilmarssonar, Kára Geirs Jenssonar og Mögdu Kulinsku á móti einu atkvæði Söru Hjörleifsdóttur.
10.Ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi
Málsnúmer 2011050Vakta málsnúmer
Lögð ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir sjónarmið í ályktun Bátafélagsins Ægis. Verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um veiðar og stjórnun grásleppuveiða óbreytt að lögum er komið í veg fyrir samþjöppun aflaheimilda með því að hver útgerð megi einungis eiga 2% af heildaraflamarki grásleppu. Ennfremur varðandi staðbundin veiðisvæði við grásleppuveiðar er mikilvægt að ávallt sé haft samráð við heimamenn þegar svæðin eru ákvörðuð.
11.Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2021
Málsnúmer 2010016Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á 392. fundi bæjarstjórnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021.
12.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024
Málsnúmer 2010007Vakta málsnúmer
Fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd eru lagðar fram fjárhagsáætlarnir þeirra deilda sem starfa á verksviði nefndarinnar og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Einnig eru framkvæmdaáætlanir og aðgerðatillögur lagðar fram.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2021.
Fundi slitið.