Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2
Málsnúmer 2208002FVakta málsnúmer
2.Skipulagsnefnd - 2
3.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
4.Fundargerðir almannavarnanefndar Vesturlands
Málsnúmer 2208033Vakta málsnúmer
5.Gagnaveita Helgafellssveitar
Málsnúmer 2208030Vakta málsnúmer
6.Ársskýrsla - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 2021
Málsnúmer 2208032Vakta málsnúmer
7.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 2208002Vakta málsnúmer
8.Kæra til Ú.U.A. vegna Víkugötu 5
Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer
Jafnframt er lögð fram greinargerð sveitarfélagsins.
9.6 mánaða bráðabirgðauppgjör Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2208015Vakta málsnúmer
10.Húsnæðismál Björgunarsveitarinnar Berserkja
Málsnúmer 2202003Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
11.Viðbót við kennslukvóta v/sérþarfa í GSS - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2203035Vakta málsnúmer
12.Tilboð til sveitarfélaga í Peers félagsfærninámskeið
Málsnúmer 2208029Vakta málsnúmer
13.Ágangur búfjár - Kljá
Málsnúmer 2206045Vakta málsnúmer
Bæjarráð frestaði erindinu á 1. fundi sínum til næsta bæjarráðsfundar og fól bæjarstjóra að afla gagna.
14.Ágangur sauðfjár - Hrísakot
Málsnúmer 2206044Vakta málsnúmer
Bæjarráð frestaði erindinu á 1. fundi sínum til næsta bæjarráðsfundar og fól bæjarstjóra að afla gagna.
15.Ágangur sauðfjár - Svelgsá
Málsnúmer 2208039Vakta málsnúmer
16.Bugur - Stækkun á jörð
Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti stækkun á jörðinni Bug með kaupum á spildu af jörðinni Kljá.
17.Saurar - Landuppskiting
Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn um uppskiptingu jarðarinnar Saura í Saurar 7 og Saurar 8 ásamt stækkun á Norðurás. Nefndin vakti á því athygli að svæðið þar sem Saurar 7 og 8 er fyrirhugað er skilgreint sem skógræktarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Helgfellsveitar 2012-2024 og er þar vísað til samstarfsverkefnis með Vesturlandsskógum.
18.Hólar 2 - Landuppskipting
Málsnúmer 2208012Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti uppskiptingu jarðarinnar Hólar 2 og skráningu Hólar 7.
19.Skúlagata 20 - klæðning
Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer
Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum umsókn eiganda Skúlagötu 20 um nýja klæðningu og telur ekki þörf fyrir grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem margar ólíkar klæðningar er að finna á húsum við götuna. Nefndin mælir með því að aðrar hliðar á húsinu verði síðar klæddar með sama efni.
20.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform Rjúkandi ehf. skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim fyrirvara að húsið verði fært frá lóðarmörkum Hamraenda 2 um a.m.k. 2 metra á sléttu landi þannig að hægt verði að sinna viðhaldi hússins. Einnig þarf hæð hússins að vera þannig að gólfkóti þess verði í samræmi við lóð 6-8.
Einnig felur nefndin byggingarfulltrúa að útbúa, til glöggvunar, sneiðmynd sem sýnir gólfkóta og hæð í götu fyrir lóðir 2, 4 og 6-8.
Að þessum skilyrðum uppfylltum verður grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hamraenda 1, 2, 3 og 6-8. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að engar athugasemdir hafi borist, vísar nefndin málinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
21.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer
Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. apríl sl. með athugasemdafresti til 25. maí 2022 og var samtímis send til umsagnaraðila. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.
Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9. Á 1. fundi skipulagsnefndar tók nefndin athugasemdirnar til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum sem bárust.
Á 2. fundi sínum fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á grunni þeirra ábendinga sem bárust og tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim m.a. minniháttar breytingar á lóðum E1-D, I, L, M, O og P, að gert verði ráð fyrir sólskálum við einbýlishús og aðrar minniháttar breytingar á bílastæðum og lóðarmörkum. Að því búnu verði breytingartillagan uppfærð og lögð fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu.
22.Nesvegur 22A - Asco harvester ehf. - Byggingarleyfi
Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer
Á 1. fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20, 20a og 24, ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.
Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum úr grenndarkynningunni ásamt tillögum að svörum annarsvegar og samantekt spurninga frá kynningarfundinum og athugasemda sem bárust eftir fundinn hinsvegar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi.
Nefndin lagði áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og fól skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir, og jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu í bæjarráði.
23.Samráðshópur um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar
Málsnúmer 2208028Vakta málsnúmer
24.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Bæjarráð óskar jafnframt eftir skriflegum upplýsingum frá Vegagerðinni og Innviðaráðuneytinu um framgang málsins síðastliðna 12 mánuði, hver sé staða málsins í dag, þ.m.t. með tilliti til viðeigandi fjárheimilda, og hver sé stefnan til lengri og skemmri tíma hvað varðar ferjusiglingar um Breiðafjörð.
25.Efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi
Málsnúmer 2208031Vakta málsnúmer
26.Dagdvalarrými
Málsnúmer 2206021Vakta málsnúmer
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi bæjarráðs við heilbrigðisráðherra vegna þeirrar óboðlegu stöðu sem uppi er varðandi þjónustu um dagdvöl í Stykkishólmi til viðbótar við áætlaðan fund við Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, vegna málsins.
27.Framboð á heitu vatni - Veitur - Rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Bæjarráð leggur á sama tíma áherslu á að aðilar viljayfirlýsingar haldi áfram að vinna að atvinnuuppbyggingu á Kallhömrum á grunni viljayfirlýsingarinnar með þeim forsendubreytingum sem önnur atvinnuuppbygging muni hafa á áform Acadian Seaplants og annarra áhugasamra fyrirtækja sem lýst hafa yfir áhuga sínum á uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu verði framboð á heitu vatni aukið með nauðsynlegri fjárfestingu í innviðum.
Vegna mikils áhuga á uppbyggingu á atvinnustarfsemi á svæðinu, sem nýtt geti heitt vatn, hvetur bæjarráð Veitur til þess að hraða innviðauppbyggingu á svæðinu þannig að mögulegt sé að anna eftirspurn eftir heitu vatni og þannig fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, enda eru bein tengsl á milli áætlunar sveitarfélagsins um fjölgun íbúa og fjölgun atvinnutækifæra vegna stofnsetningar nýrrar atvinnustarfsemis í kjölfar aukins framboðs á heitu vatni á svæðinu. Sveitarfélagið horfir sérstaklega til þess heita vatns sem í boði er í þeirri holu sem staðsett er á Arnarstöðum sem og til enn frekari öflunar heits vatns sem finna má á svæðinu, t.d. í námunda við Kóngsbakka.
28.Lóðaframboð í Stykkishólmi - Málsmeðferð
Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer
29.Framlenging lóðarúthlutunar - Móholt 14-16
Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer
Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um að skort hafi á leiðbeiningarskyldu sveitarfélagsins eða að framkvæmdir hafi tafist um 5 mánuði sem rekja megi til sveitarfélagsins, að frátöldum þeim fjórum vikum sem fallast mætti á að kæmi til viðbótar byggingarfresti vegna málsmeðferðar Þjóðskrár við uppskiptingu lóðar.
Jafnframt liggja fyrir nýlegar ákvarðanir sveitarfélagsins í sambærilegum málum þar sem umsóknum um viðbótar byggingarfrest var hafnað í kjölfar stefnubreytingar á málsmeðferð bæjarins árið 2018, en í afgreiðslu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 9. desember 2021 í máli lóðarhafa var lóðarhafi látin njóta vafans um hvort og hvenær tilkynning hafi borist lóðarhafa og því veittur 3 mánaða frestur sem var sérstaklega rökstudd undantekning frá meginreglu í málsmeðferð bæjarins (einstaklingsbundin/atviksbundin málsatvik).
Liggur einnig fyrir að lóðarhafi hafi fengið lóðinni úthlutað 12. nóvember 2020, eða fyrir rúmum 21 mánuði síðan, og fengið framlengingu á byggingarfresti í desember 2021 til 9. mars 2022. Eftir það féll lóðarúthlutun úr gildi. Þá eru reglur sveitarfélagsins skýrar um að byggingarfrestur verði ekki framlengdur á íbúðarhúsalóðum nema sterkt rök mæli með því enda berist beiðni um það áður en byggingarfrestur rennur út, sbr. grein 3.6. Slíku er ekki fyrir að fara í þessu máli, enda barst beiðni þessi ekki fyrir 9. mars 2022.
Samkvæmt framangreindu og með vísan til fyrirliggjandi gagna telur bæjarráð að ekki séu forsendur fyrir því að framlengja byggingarfrest samkvæmt fyrirliggjandi málsatvikum til viðbótar þeim fresti sem veittur var 9. desember 2021 þegar veittur var frestur til 9. mars 2022 til þess að fá útgefið byggingarleyfi og til að hefja framkvæmdir.
Í ljósi framangreindrar niðurstöðu bæjarráðs er samþykkt til viðbótar að lóðin verði ekki auglýst laus til umsóknar í 4 vikur frá afgreiðslu þessari þannig að lóðarhafa gefist ráðrúm til þess að senda sveitarfélaginu viðbótargögn sem gætu gefið tilefni til endurupptöku málsins skv. 24. stjórnsýslulaga.
Samþykkt samhljóða.
30.Samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Málsnúmer 2208025Vakta málsnúmer
31.Viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2022-2025
Málsnúmer 2208016Vakta málsnúmer
Fundi slitið.
Borin var upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
- 2208039 - Ágangur sauðfjár - Svelgsá
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 15 á dagskrá fundarins.