Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH)
Dagskrá
1.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis
Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarskipulag tjaldsvæðis Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.
Bæjarráð vísaði skýrslunni til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa fjölgun rafmagnstengla á tjaldvæðinu og gera drenskurð meðfram holtinu á æfingarsvæði golfklúbbsins, sem stefnt er að því að setja upp í haust, og eftir atvikum að gróðursetja plöntur á svæðinu næst Aðalgötu og meðfram íþvóttavelli í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu og teikningu sem fylgir henni.
Bæjarráð vísaði skýrslunni til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefndar, íþrótta- og æskulýðsnefndar, Ungmanafélaginu Snæfell og Golfklúbbsins Mostra.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar skýrslu starfshópsins og leggur áherslu á að í Stykkishólmi verði aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæðinu með því besta sem gerist á landinu. Það er álit nefndarinnar að núverandi samstarf um rekstur tjaldsvæðisins hafi gefist vel. Miklu skiptir að umsjón með svæðinu og innheimtu tjaldsvæðisgjalda sé sinnt af alúð.
2.Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð
Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir tillögu um stofnun Þekkingar- og rannsóknarseturs við Breiðafjörð, en gerð samnings milli háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og setursins var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur forsvarsmenn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að hafa forgöngu um stofnun Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð staðsett í Stykkishólmi og beita sér fyrir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið geri samning við setrið. Samningurinn taki mið af og hafi hliðsjón af samningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins við önnur þekkingarsetur á landsbyggðinni, þar sem nánar eru tilgreind markmið og starfsemi setursins og árlegt rekstrarframlag ráðuneytisins.
Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð hafi að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila, byggða á svæðisbundnum styrkleikum. Að auki leggi setrið áherslu á að efla menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun sem styðji við atvinnurekstur og að hafa frumkvæði að rannsóknaverkefnum og rannsóknastarfi sem tengjast nærumhverfinu og hvetji m.a. til sjálfbærrar nýtingu sjávarfangs og annarra auðlinda í og við Breiðafjörð.
Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð hafi að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila, byggða á svæðisbundnum styrkleikum. Að auki leggi setrið áherslu á að efla menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun sem styðji við atvinnurekstur og að hafa frumkvæði að rannsóknaverkefnum og rannsóknastarfi sem tengjast nærumhverfinu og hvetji m.a. til sjálfbærrar nýtingu sjávarfangs og annarra auðlinda í og við Breiðafjörð.
3.Efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi
Málsnúmer 2208031Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir áherslum sveitarfélagsins við að efla starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi. Bætt heilbrigðisþjónusta var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að beita sér fyrir að settur verði á fót starfshópur fagaðila í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og HVE á Akranesi sem móti tillögur um hvernig best sé að efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi og gera hana að miðstöð heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi, þannig að stofnunin veiti íbúum Snæfellsness meiri og öruggari heilbrigðisþjónustu en nú er.
4.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir samskiptum sínum við innviðaráðherra, innviðaráðuneytið og forsvarsmenn Vegagerðarinnar um úrbætur á hafnaraðstöðu og ferjuskipi til að tryggja öruggar ferjusiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í náinni framtíð.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vekur athygli á að eigi gamli Herjólfur að hefja ferjusiglingar um Breiðafjörð haustið 2023 þarf að breyta og breikka ferjuaðstöðuna í Stykkishólmi og Brjánslæk. Sú framkvæmd mun taka einhverja mánuði og líkur eru á að engar ferjusiglingar verði á milli þessara staða sumarið 2023. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja í Stykkishólmi er háður ferjusiglingum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að huga að því strax hvernig eigi að mæta tímabundinni stöðvun ferjusiglinga næsta sumar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að beita auknum þrýstingi á stjórnvöld að útvega nú þegar trausta ferju sem afkastar eigi minna en núverandi ferja jafnframt því að stjórnvöld hefji nú þegar undirbúning að framtíðarlausn ferjusiglinga yfir Breiðafjörð. Með tilliti til vaxandi sjóflutninga til og frá Vestfjörðum er mikil þörf á tíðari siglingum ferjunnar yfir vetrarmánuðina.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að beita auknum þrýstingi á stjórnvöld að útvega nú þegar trausta ferju sem afkastar eigi minna en núverandi ferja jafnframt því að stjórnvöld hefji nú þegar undirbúning að framtíðarlausn ferjusiglinga yfir Breiðafjörð. Með tilliti til vaxandi sjóflutninga til og frá Vestfjörðum er mikil þörf á tíðari siglingum ferjunnar yfir vetrarmánuðina.
5.Skógarstrandarvegur
Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir samskiptum sínum við innviðaráðherra, innviðaráðuneytið og forsvarsmenn Vegagerðarinnar varðandi flýtingu á uppbyggingu Skógarstrandarvegar sem var eitt af áhersluverkefnum Samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að þrýsta á stjórnvöld að flýta uppbyggingu Skógarstrandarvegar með því að tryggja aukið fjármagn til framkvæmdarinnar í samgönguáætlun árin 2023 og 2024. Skógarstrandarvegur er stofnvegur samkvæmt skilgreiningu í samgönguáætlun og er hluti af grunnneti samgangna á Íslandi. Vegurinn á því að vera í forgangi við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun. Ástand Skógarstrandarvegar hefur verið heftandi fyrir uppbyggingu búsetu og ferðaþjónustu á Skógarströnd. Án bættra samgangna um Skógarströnd er óraunhæft að ræða um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellnesi og Dalabyggðar.
6.Aukið fjármagn til að rannsaka lífríki sjávar í innanverðum Breiðafirði.
Málsnúmer 2208035Vakta málsnúmer
Ýmsar tegundir þara og þörunga sem vaxa í innanverðum Breiðafirði eru eftirsóttar til að framleiða verðmæt matvæli og fæðubótavörur. Sama gildir um ígulker, grásleppu, krabbadýr og skelfisk. Rannsóknir á magni og vistkerfi í sjávarlífríki Breiðarfjarðar eru af skornum skammti. Frekari rannsóknir eru forsenda aukinnar sjálfbærrar nýtingu einstakra tegunda og þar með aukins framleiðsluverðmætis.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að þrýsta á stjórnvöld til að útvega HAFRÓ aukið fjármagn til þessara rannsókna. Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarfokks, Sjálfstæðisfokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kemur fram að sett verði metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla til að treysta fæðuöryggi. Með öflugri, innlendri matvælaframleiðslu er stuðlað að heilnæmi matvara og auknu matvælaöryggi.
7.Aukið raforkuöryggi
Málsnúmer 2208036Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir áherslum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi til að styrkja flutningskerfi raforku og auka stöðugleika í afhendingu á svæðinu. Ný 132 kv. lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv. lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð er forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vekur athygli á að skortur á raforkuöryggi stendur atvinnuuppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, en afhendingaröryggi raforku er ekki nægjanlegt til þeirra notenda sem fyrir eru. Miklu skiptir að lögð verði hið fyrsta 132 kv. lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð.
8.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu
Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer
Fyrirtækið Sjávarorka ehf. var stofnað til að rannsaka möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði og að hafa forystu um virkjun. Fyrirtækið hefur á síðustu árum kannað sjávarföllin í röstinni í minni Hvammsfjarðar. Það að beisla sjávarorkuna er ennþá tækni á fósturstigi, rétt eins og var um vindorkuna fyrir rúmum 30 árum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beinir því til bæjarstjórnar sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að hefja viðræður við Landsvirkjun og RARIK, stærstu eigendur Sjávarorku ehf., um að hefja tilraunir og þróun við að beisla sjávarorku í nágrenni sveitarfélagsins til raforkuframleiðslu.
9.Fyrirspurn um atvinnulóð fyrir vinnslu á kræklingi
Málsnúmer 2208038Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi með forsvarsmönnum Northlight Seafood varðadi fyrirspurn um hentuga atvinnulóð í nágrenni Stykkishólms til að setja upp vinnslu á kræklingi sem m.a. verður nýtt fyrir fæðu á eldislaxi. Formaður atvinnumálanefndar hefur einnig átt fund með sömu aðilum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar áhuga fyrirtækja sem hyggjast nýta sjávarauðlindir í Breiðafirði á grundvelli sjálfbærni til aukinnar verðmætasköpunar. Fyrirhugaðir grænir iðngarðar við Kallhamar og hringrásarhagkerfi eru ein leið til þess að byggja upp nýjan iðnað, skapa fjölbreytt störf og auka útflutningstekjur þar sem áhersla er á að draga úr losun, fanga, farga eða nýta það sem eftir stendur á sem sjálfbærastan hátt.
10.Strand- og landeldi innan sameinaðs sveitarfélags
Málsnúmer 2208034Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri kynnir mikilvægi þess að kortleggja og greina nánar fiskeldistækifæri á svæðinu með tilliti til vatns- og orkuþarfa og með tilliti til möguleika fyrirtækja á svæðinu til þess að nýta innlenda fóðurgjafa sem falla til við vinnslu á sjávarafurðum á svæðinu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að láta kortleggja og greina fiskeldistækifæri á svæðinu. Slík starfsemi getur skapað tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og hugmyndafræði grænna iðngarða.
11.Málefni Acadian Seaplants
Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála í samskiptum bæjaryfirvalda við forsvarsmenn Acadian Seaplants.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar því að forráðamenn Acadian Seaplants hafa ekki breytt áformum sínum um að reisa þörungavinnslu við Kallhamar.
Halldór Árnason vék af fundi
12.Áform Asco Harvester ehf. um uppbyggingu þörungavinnslu í Stykkishólmi
Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar 2022 að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Asco Harvester ehf. varðandi atvinnuuppbyggingu á lóðinni við Nesveg 22a til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga. Fyrirtækið áformar að setja upp litla þörungavinnslu á lóðinni með afkastagetu um 5 þúsund tonn. Grenndarkynning hefur farið fram og bæði fyrirtækið og sveitarfélagið hafa efnt til íbúafunda þar sem áformin voru kynnt.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar áformum Asco Harvester um vinnslu þörunga og rannsóknir á framleiðslu þörunga í Stykkishólmi. Atvinnuuppbygging sem þessi er bæjarfélaginu mikilvæg.
Bókun Lárusar Ástmars Hannessonar og Guðmundar Kolbeins Björnssonar
Bókun vegna liðar 12 á dagskrá Atvinnu- og nýsdköpunarnefndar um áform Asco Harvester ehf. um uppbyggingu þörungavinnslu í Stykkishólmi.
Undirritaðir fagnar allri atvinnuuppbyggingu sem er í sátt við íbúa og umhverfi.
Vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum í febrúar 2022 þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið er rétt að benda á að ekki hefur verið staðið við þá afgreiðslu. Enginn samningur milli aðila hefur verið lagður fyrir bæjarstjórn sem er ekki í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar.
Vinnuferlið hefur einkennst af algjörri vanvirðingu við íbúa Stykkishólms og ekki síst nágrennis við fyrirhugaða verksmiðju. Við teljum að ferlið standist ekki lög og reglugerðir um skipulagsmál.
Við teljum að bærinn sé mögulega að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart framkvæmdaraðilum, með þessari málsmeðferð, fái lóðarhafar byggingarleyfi og hefji framkvæmdir en muni svo jafnvel verða stoppaðir þegar kemur að umsókn þeirra um rekstrarleyfi, hvort sem það er vegna umsagna HEV, Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar eða annara lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig ber að nefna að fyrirhuguð starfsemi getur haft neikvæð áhrif á starfsemi Skipavíkur og þar verði einnig kallað eftir ábyrgð Stykkishólmsbæjar.
Í atvinnuuppbyggingu sem þessari verður að bera virðingu fyrir skoðunum íbúa ef vel á að takast til. Vinnubrögðin munu ekki síst bitna á verkefninu sjálfu og almennri atvinnuuppbyggingu.
Það er mjög mikilvægt að bæjaryfirvöld leiti opinberlega eftir áliti SKipulagsstofnunar á ferlinu ekki síst þar sem vitað er hver starfsemin verður og er jafn umdeild.
Mikið er rætt um að byggja upp klasastarfsemi og gjarnan talað um uppbyggingu grænna iðngarða. Við teljum rétt að fyrirhugaðri byggingu Asco Harvester verði fundin staður fyrir utan íbúðabyggð og þá jafnvel í tengslum við uppbyggingu grænna iðngarðar. Að lágmarki fari byggingin og starfsemin í deiliskipulagsferli líkt og getið er í aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar um svæðið.
Bókun bæjarstjóra
Bæjarstjóri vekur athygli á því að bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar staðfesti á 2. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar, svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa. Skipulagsferli málsins er því lokið.
Bókun Lárusar Ástmars Hannessonar og Guðmundar Kolbeins Björnssonar
Bókun vegna liðar 12 á dagskrá Atvinnu- og nýsdköpunarnefndar um áform Asco Harvester ehf. um uppbyggingu þörungavinnslu í Stykkishólmi.
Undirritaðir fagnar allri atvinnuuppbyggingu sem er í sátt við íbúa og umhverfi.
Vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum í febrúar 2022 þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið er rétt að benda á að ekki hefur verið staðið við þá afgreiðslu. Enginn samningur milli aðila hefur verið lagður fyrir bæjarstjórn sem er ekki í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar.
Vinnuferlið hefur einkennst af algjörri vanvirðingu við íbúa Stykkishólms og ekki síst nágrennis við fyrirhugaða verksmiðju. Við teljum að ferlið standist ekki lög og reglugerðir um skipulagsmál.
Við teljum að bærinn sé mögulega að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart framkvæmdaraðilum, með þessari málsmeðferð, fái lóðarhafar byggingarleyfi og hefji framkvæmdir en muni svo jafnvel verða stoppaðir þegar kemur að umsókn þeirra um rekstrarleyfi, hvort sem það er vegna umsagna HEV, Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar eða annara lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig ber að nefna að fyrirhuguð starfsemi getur haft neikvæð áhrif á starfsemi Skipavíkur og þar verði einnig kallað eftir ábyrgð Stykkishólmsbæjar.
Í atvinnuuppbyggingu sem þessari verður að bera virðingu fyrir skoðunum íbúa ef vel á að takast til. Vinnubrögðin munu ekki síst bitna á verkefninu sjálfu og almennri atvinnuuppbyggingu.
Það er mjög mikilvægt að bæjaryfirvöld leiti opinberlega eftir áliti SKipulagsstofnunar á ferlinu ekki síst þar sem vitað er hver starfsemin verður og er jafn umdeild.
Mikið er rætt um að byggja upp klasastarfsemi og gjarnan talað um uppbyggingu grænna iðngarða. Við teljum rétt að fyrirhugaðri byggingu Asco Harvester verði fundin staður fyrir utan íbúðabyggð og þá jafnvel í tengslum við uppbyggingu grænna iðngarðar. Að lágmarki fari byggingin og starfsemin í deiliskipulagsferli líkt og getið er í aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar um svæðið.
Bókun bæjarstjóra
Bæjarstjóri vekur athygli á því að bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar staðfesti á 2. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar, svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa. Skipulagsferli málsins er því lokið.
Halldór Árnason kom aftur inn á fundinn.
Fundi slitið - kl. 14:15.