Fréttir
Þrettándinn í Hólminum
Kveikt var upp í brennu við Vatnsás á þrettándanum þegar jólahátíðin var kvödd. Fjöldi fólks sótti brennuna í ár en áður hafði farið fram friðargangan sem frestaðist frá Þorláksmessu vegna veðurs. Friðargangan var vel sótt, ein sú fjölmennasta til þessa, og endaði gangan við Vatnsás þegar kveikt var í brennunni.
10.01.2025