Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Samningur um ljósleiðaravæðingu landsins
Fréttir

Samningur um ljósleiðaravæðingu landsins

Fimmtudaginn 19. september staðfestu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Sveitarfélagið Stykkishólmur er meðal þeirra sveitarfélaga sem samningurinn nær til og undirritaði bæjarstjóri samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
27.09.2024
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Fréttir

Snæfellsnes með master umhverfisvottun EarthCheck

Nýverið hlaut Snæfellsnes master umhverfisvottun EarthCheck fyrir áfangastaði. Er þetta 15. vottunin frá því að framtakssamir íbúar, hagsmunaaðilar og sveitarfélög hófu þessa vegferð í byrjun 21. aldarinnar. Árlega metur óháður sérfræðingur hvort gögn og starfsemi sveitarfélaganna uppfylli skilyrði endurnýjaðrar vottunar, en kröfurnar sem þarf að uppfylla aukast með ári hverju og þarf yfirleitt að fara í úrbætur. Master vottun fæst einungis ef áfangastaður hefur verið þátttakandi í EarthCheck umhverfisvottunarverkefninu í 15 ár eða lengur.
27.09.2024
Gyða Steinsdóttir
Fréttir

Gyða Steinsdóttir ráðin í stöðu fjármála- og skrifstofustjóra

Gyða Steinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu fjármála- og skrifstofustjóra hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Staðan var auglýst í kjölfar þess að Þór Örn Jónsson, sem starfað hefur sem bæjarritari í Stykkishólmi frá 1. janúar 2004, óskaði eftir að láta af störfum við 67 ára aldur sinn.
26.09.2024
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir

Gul opnun í sundlauginni - Frítt í sund

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 26. september, kl. 20:00 verður gul opnun í sundlaug Stykkishólms. Gulur drykkur verður í boði, notarleg tónlist, sögustund í heitum potti og örsögur í þeim kalda. Viðstaddir geta tekið þátt í Mullers-æfingum,boðsundi og slökun í innilaug. Viðburðurinn er hluti af Íþróttaviku Evrópu og Gulum september.
26.09.2024
28. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

28. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

28. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 26. september kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
24.09.2024
Heilsudagar í Hólminum framundan - Komdu og vertu með
Fréttir Lífið í bænum

Heilsudagar í Hólminum framundan - Komdu og vertu með

Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 23. september - 1. október í tilefni af íþróttaviku Evrópu sem haldin víðsvegar um álfuna í september á ári hverju. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi sem getur hentað öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja íbúa til þess að hreyfa sig reglulega.
20.09.2024
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa SSV

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða  til viðtals á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 17. september frá kl. 15:00 - 17:00.
17.09.2024
Nýjir stígar við Grensás teknir út.
Fréttir

Nýir göngustígar við Grensás

Mikill kraftur hefur verið í Skógræktarfélagi Stykkishólms undanfarið en nú í sumar hefur göngustígakerfi í Nýræktinni vaxið mikið. Sveitarfélagið hefur síðastliðin ár unnið með félaginu að uppbyggingu á skógræktarsvæðinu við Grensás með það að markmiði að auka útivistarmöguleika í og við Stykkishólm. Í sumar tók til hendinni sjálfboðaliðahópur frá Skógræktarfélagi Íslands auk þess sem samfélagsflokkurinn lét til sín taka á svæðinu. Samfélagsflokkurinn samanstóð af nokkrum kraftmiklum og hraustum ungmennum úr eldri bekkjum grunnskólans og flokkstjóra þeirra, Páli Margeiri Sveinssyni. Að sögn drengjanna var vinnan við göngustígagerðina erfið en gefandi. Þá höfðu þeir orð á því að í skóginum væri alltaf skjól og gott veður og útiveran afar skemmtileg.
11.09.2024
Sú gula er tíður gestur í Stykkishólmi
Fréttir

Gulur dagur 10. september

Átakið gulur september stendur nú yfir en um er að ræða samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á síðastliðnu ári var í fyrsta skipti heill mánuður tileinkaður þessu brýna málefni á Íslandi. Markmiðið er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.
09.09.2024
Laus staða leikskólakennara
Fréttir Laus störf

Laus staða leikskólakennara

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa 100% stöðu leikskólakennara. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla og menntun af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg og viðkomandi þarf að geta unnið undir miklu álagi.
03.09.2024
Getum við bætt efni síðunnar?