Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Öskudagur 2025
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli. 
07.03.2025
Stofnvegur um Aðalgötuna, niður að ferju, er á ábyrgð Vegagerðarinnar
Fréttir

Ályktun bæjarstjórnar vegna neyðarástands á vegum

Á 33. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms þann 27. febrúar síðastliðinn var bágborið ástand þjóðvega á Snæfellsnesi tekið til umræðu. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun vegna málsins:
05.03.2025
Öskudagur 2023
Fréttir Lífið í bænum

Öskudagur í Stykkishólmi

Miðvikudaginn 5. mars verður öskudagurinn haldinn með hefðbundnu sniði hér í Hólminum. Öskudagsgangan verður á sínum stað en gengið verður frá Tónlistarskóla Stykkishólms kl. 14:00. Kristjón Daðason, Hafþór Guðmundsson og Magnús Bæringsson leiða gönguna og lofa miklu fjöri.
04.03.2025
Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar
Fréttir Skipulagsmál

Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar

Bæjarstjórn samþykkti á 33. fundi sínum 27. febrúar að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og deiliskipulagstillögur fyrir Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00.
28.02.2025
33. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

33. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

33. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 27. febrúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
25.02.2025
Kjördæmavika stendur nú yfir
Fréttir

Kjördæmavika stendur nú yfir

Í kvöld, þriðjudaginn 25. febrúar, verða þau María Rut Kristinsdóttir og Sigmar Guðmundsson, þingmenn Viðreisnar, með opinn fund á Fosshótel Stykkishólmi kl. 19:30. Þá verða þau Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Flokks fólksins, verða með opinn fund á Höfðaborg, fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 13:00.
25.02.2025
Frá fundi með forsætisráðherra í gær.
Fréttir

Óskuðu eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum

Sveitarstjórnir á Vesturlandi sendu síðastliðinn miðvikudag erindi til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, þar sem óskað var eftir neyðarfundi vegna hættuástands á vegum og skipan viðbragðshóps. Afrit af erindinu  var sent á innviðaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og aðsoðarmenn. Fulltrúar sveitarfélaganna óskuðu með erindinu eftir fundi eins fljótt og auðið er með oddvitum ríkisstjórnar og viðkomandi fagráðherrum, um skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annara vegfarenda, svo ekki hljótist skaði á fólki og verðmætum, og truflun á atvinnu- og mannlífi eins og nú blasir við.
21.02.2025
Stykkishólmur, febrúar 2025
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
14.02.2025
Morðgátan hefst á gömlu heimavistinni í Stykkishólmi, nú Höfðaborg.
Fréttir Lífið í bænum

Hræðileg helgi framundan

Næstu helgi, 14.-16. febrúar, verður mikið um að vera í Stykkishólmi þegar fram fer Hræðileg helgi í Hólminum. Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíðinni Hræðileg helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars geta gestir hátíðarinnar spreytt sig á morðgátu yfir helgina. Mikið púður hefur verið lagt í morðgátu en á Höfðaborg verður opinn vettvangur glæps þar sem rannsakendur geta spreytt sig á því að leysa morðgátu. Hægt er að kynna sér allt um málið á vefnum visitstykkisholmur.is.
11.02.2025
Agustsonreiturinn, séð úr lofti til suðurs.
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar

Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum. Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00. Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025
Getum við bætt efni síðunnar?