Friðargöngu frestað
Í Hólminum er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs hefur verið ákveðið að fresta göngunni. Stefnt er að því að ganga friðargöngu á þrettándanum þess í stað, áður en kveikt verður í þrettándabrennunni.
Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarin ár veitt viðurkenningu fyrir best skreytta húsið að lokinni friðargöngu á Þorláksmessu en tilkynnt verður um valið á þrettándanum að þessu sinni.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.