Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Stjórn Lista og menningarsjóðs kom saman til fundar föstudaginn 3.janúar klukkan 16:00 í Ráðhúsi Stykkishólms. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 1. janúar í samræmi við reglur sjóðsins.
Verkefni stjórnar var að að fara yfir og meta þær átta styrkumsóknir sem borist höfðu fyrir fundinn.
Farið var yfir umsóknir og tillögur að úthlutun lagðar fram en eftirfarandi verkefni hlutu styrk:
Anna Melsteð |
Umsókn um styrk vegna miðlunar um Árna Thorlacius og fjölskyldu |
50.000 |
Anna Melsteð |
Umsókn um styrk vegna sögumiðlunar um miðbæ Stykkishólms |
250.000 |
Gréta Sigurðardóttir |
Umsókn um styrk vegna Barnabókahátíðar |
50.000 |
Skógræktarfélag Stykkishólms |
Umsókn um styrk fyrir skilti |
250.000 |
Samtals |
600.000 |
Hér má sjá fundargerð stjórnar Lista- og menningarsjóðs frá fundnum 3. janúar sl.