Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opið fyrir skráningu í vinnuskólann.
Fréttir Laus störf

Opið fyrir skráningu í Vinnuskólann 2024

Sveitarfélagið Stykkishólmur býður ungmennum með lögheimili í sveitarfélaginu sumarvinnu í Vinnuskólanum. Opið er nú fyrir skráningar í vinnuskólann sumarið 2024. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni fædd árin 2007, 2008, 2009 2010 og 2011. Hægt er að skrá sig í vinnuskólann á íbúagáttinni. Skráningablöð er einnig hægt að nálgast og skila til skólaritara GSS og í móttöku Ráðhússins að Hafnargötu 3. Skráningu skal skilað, fyrir mánudaginn 3. júní 2024. Mikilvægt er að fylla skráningarformin út samviskusamlega.
15.05.2024
25. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

25. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

25. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram miðvikudaginn 15. mars kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
13.05.2024
Heiðrún Edda stýrði fundi
Fréttir

Bæjarstjórn unga fólksins

Fyrsti fundur bæjarstjórnar unga fólksins fór fram síðastliðinn miðvikudag, 8. maí. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundum bæjarstjórnar unga fólksins kynna fulltrúar unga fólksins áherslumál og bæjarfulltrúar sitja til svara.
13.05.2024
10. maí 2024
Fréttir

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í höfn

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er komið í höfn í Stykkishólmi. Móttökurnar voru ekki af verri endanum en það voru þeir Jón Beck, Jón Jakob, Jón Páll, Einar Strand og Ingvar sem tóku á móti skipinu með bros á vör.
10.05.2024
Tímabundin lokun í Sundlaug Stykkishólms
Fréttir

Tímabundin lokun í Sundlaug Stykkishólms

Kominn er tími á viðhald á sundlauginni í Stykkishólmi og þarf því að loka lauginni tímabundið. Áætlaður framkvæmdatími er þrjár vikur og verður sundlauginni lokað fyrir almenning frá mánudeginum 13. maí.
10.05.2024
Kjörskrá liggur frammi
Fréttir

Kjörskrá liggur frammi

Kjörskrá fyrir forsetakosningar þann 1. júní nk. liggur nú frammi í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Hægt er að skoða hana á almennum opnunartíma Ráðhússins. 
10.05.2024
Hjólað í vinnuna 2024
Fréttir

Hjólað í vinnuna 2024

Átakið hjólað í vinn­una er nú í fullum gangi en það hófst 8. maí síðastliðinn. Það er Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Íslands sem stýr­ir heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efn­inu nú í 22. sinn og mun það standa til 28. maí.
10.05.2024
Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fréttir

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 24. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 en að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.
08.05.2024
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um öndvegisstyrki
Fréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um öndvegisstyrki

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess.
08.05.2024
Verkalýðsdagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Verkalýðsdagurinn í Stykkishólmi

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur 1. maí um land allt eins og vant er. i Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir hátíðahöldum á Snæfellsnesi. Dagskráin hefst í Stykkishólmi verður haldin á Fosshótel Stykkishólmi og hefst kl. 13:30. Kynnir: Þóra Sonja Helgadóttir, verkefnastjóri Kjalar í Stykkishólmi. Ræðumaður: Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ
30.04.2024
Getum við bætt efni síðunnar?