Fréttir
Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólms. Samkvæmt reglum um styrkveitingar er hlutverk sjóðsins meðal annars að: Styðja og styrkja lista og menningarstarf í Stykkishólmi og hvetja til nýsköpunar á sviði lista og menningar er tengjast Stykkishólmi. Styðja við útgáfustarfsemi er varðar sögu, menningu og atvinnuhætti bæjarins. Styðja við varðveislu menningarminja.
13.12.2024