Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Frá Dönskum dögum 2023
Fréttir Lífið í bænum

Danskir dagar gengnir í garð

Danskir dagar eru gengnir í garð en hátíðin fagnar nú 30 ára afmæli. Danskir dagar voru fyrst haldnir árið 1994 og er með elstu og rótgrónustu bæjarhátíðum landsins. Hátíðin hefur tekið ýmsum breytingum í gengum tíðina en árið 2019 var ákeðið að halda Danska daga annað hvert ár og færa tímasetningu þeirra fram í júní svo hægt væri að tengja hana við Jónsmessuna, Sankt Hans aften.
16.08.2024
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, á svölum Alþingishússins. …
Fréttir

Forseti Íslands ávarpar hátíðargesti Danskra daga

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun ávarpa hátíðargesti af tilefni 30 ára afmælis Danskra daga um helgina. Ávarp forseta fer fram laugardaginn 17. ágúst um kl. 17:00 á höfninni þar sem hafnartónleikar fara fram. Hólmarar og aðrir gestir Danskra daga eru hvattir til að hlýða á ávarp forseta og njóta góðra tónleika á laugardaginn kemur.
15.08.2024
Bæjarstjórn samþykkir gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Fréttir

Bæjarstjórn samþykkir gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á 26. fundi sínum, þann 27. júní síðastliðinn, að skólamáltíðir í Grunnskólanum í Stykkishólmi verði gjaldfrjálsar frá og með haustönn 2024, gegn því að fyrir liggi útfærsa ríkisins á leið til að skólamáltíðir barna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 líkt og boðað hefur verið.
09.08.2024
Garðsláttur fyrir eldra fólk og öryrkja
Fréttir Þjónusta

Garðsláttur fyrir eldra fólk og öryrkja

Föstudagurinn 9. ágúst er síðasti dagur sem tekið verður við umsóknum um slátt. Þessi þjónusta er eingöngu í boði fyrir eldra fólk og öryrkja sem ekki geta sinnt garðslætti né fengið ættingja til þess.
06.08.2024
Mynd frá uppboði Lionsmanna árið 2007
Fréttir Lífið í bænum

Átt þú góss á uppboð?

Í tilefni af 30 ára afmæli Danskra daga í ár verður efnt til uppboðs laugardaginn 17. ágúst. Ágóði uppboðsins rennur til styrktar góðra málefna. Tekið er fram að ekki er um að ræða uppboð Aksjón Lionsmanna sem naut mikilla vinsælda á árum áður, heldur hefur góður hópur hér í Hólminum ákveðið að endurvekja þennan skemmtilega viðburð í tilefni afmælisins.
01.08.2024
30 ára afmælishátíð Danskra daga
Fréttir Lífið í bænum

30 ára afmælishátíð Danskra daga

Danskir dagar eru ein elsta bæjarhátíð landsins og hafa verið haldnir frá árinu 1994. Í ár á hátíðin því 30 ára afmæli og af því tilefni verður blásið til afmælishátíðar dagana 15. - 18. ágúst. Á hátíðinni verður boðið upp á brot af því besta frá dagskrá hennar síðustu 30 ár.
01.08.2024
Sigríður Silja Sigurjónsdóttir
Fréttir

Sigríður Silja ráðin aðstoðarskólastjóri

Sigríður Silja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi. Sigríður Silja er með meistarabréf í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri, B.sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur störf 1. ágúst en þá tekur einnig Þóra Margrét Birgisdóttir við stöðu skólastjóra. Áður hafði Þóra Margrét gengt stöðu aðstoðarskólastjóra.
31.07.2024
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt
Fréttir Skipulagsmál

Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt

Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
24.07.2024
Sundlaug lokuð 19. júlí nk. vegna námskeiðs starfsfólks
Fréttir

Sundlaug lokuð 19. júlí nk. vegna námskeiðs starfsfólks

Sundlaugin í Stykkishólmi verður lokuð föstudaginn 19. júlí nk. vegna námskeiðs starfsfólks. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Opnum sundlaugina hins vegar aftur, með vaska endurþjálfaða starfsmenn, klára á bakkanum, laugardaginn 20. júlí nk. kl. 10:00.
16.07.2024
26. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

26. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

26. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 27. júní kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
25.06.2024
Getum við bætt efni síðunnar?