Fara í efni

Þrettándabrenna og friðarganga

03.01.2025
Fréttir

Á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar, kl. 17:30, verður gengin friðarganga frá Hólmgarði að brennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæði. Í Stykkishólmi er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs var göngunni frestað til þrettándans. Rafkertasala á vegum 9. bekkjar verður við upphaf friðargöngu í fjáröflunarskyni, kertið er selt á 1.600 kr.

Kveikt verður í þrettándabrennu í kjölfar göngu. Nemendur 7. bekkjar selja svo heitt súkkulaði við brennu, bollinn á 500 kr. Veitt verður viðurkenning fyrir best skreytta jólahúsið 2024 en nemendur 9. bekkjar sáu um valið. Fólk er hvatt til þess að rifja upp þrettándalögin vinsælu eða hafa söngtexta klára í símanum og taka undir.

Þrettándinn - Söngtextar

Þrettándagleði lýkur svo með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Berserkja. Fjölmennum og kveðjum jólahátíðina saman.

Getum við bætt efni síðunnar?