Fréttir
Gott endurvinnsluhlutfall frá heimilum í Stykkishólmi
Sveitarfélög skilgreina markmið um úrgangsminnkun og aukna endurvinnslu í samræmi við lög og stefnu ráðherra. Samkvæmt stefnu ráðherra átti endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs að ná 50% árið 2022 og hækka í áföngum í 55% árið 2025, 60% árið 2030 og 65% árið 2035. Urðun heimilisúrgangs skal minnka í að hámarki 10% árið 2035. Heimilisúrgangur felur í sér matarleifar, umbúðir, pappír, plast, gler og málma, ásamt sambærilegum úrgangi frá smærri starfsemi. Sveitarfélög skulu einnig stefna að því að draga úr úrgangsmyndun, sérstaklega úrgangi sem fer til förgunar eða orkuvinnslu.
18.03.2025