Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Mynd frá Vestfjarðarvíkingnum í Stykkishólmi 2020
Fréttir

Víkingurinn í Stykkishólmi

Víkingurinn 2024, keppni sterkustu manna landsins, fór fram á Vesturlandi síðastliðið sumar. Keppnin var haldin á stöðum, í Hvalfjarðarsveit, Grundarfirði, Ólafsvík og endaði í Stykkishólmi.
15.01.2025
Stykkishólmur
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV,  verður í Ráðhúsi Stykkishólms fimmtudaginn 16. janúar frá kl. 13:00 - 15:00. Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála.
14.01.2025
Þorrablótið 2024
Fréttir Lífið í bænum

Þorrablót 1. febrúar

Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi 1. febrúar næstkomandi. Formenn þorrablótsnefndar í ár eru þau Sigurbjartur Loftsson og Kristbjörg Hermannsdóttir, en með þeim er úrvals fólk sem bíður þess í ofvæni að komast á svið og skemmta Hólmurum, Helgfellingum og öðrum gestum. Miðsala fer fram í íþróttamiðstöðinni 15. janúar, kl. 16:00 - 18:30, og 16. janúar, kl. 17:00 - 19:00,  en 400 miðar verða settir í sölu. Þeim sem ekki hafa tök á að mæta á staðinn er bent á netfangið thorrablotsth@gmail.com.
10.01.2025
Þrettándinn 2025
Fréttir

Þrettándinn í Hólminum

Kveikt var upp í brennu við Vatnsás á þrettándanum þegar jólahátíðin var kvödd. Fjöldi fólks sótti brennuna í ár en áður hafði farið fram friðargangan sem frestaðist frá Þorláksmessu vegna veðurs. Friðargangan var vel sótt, ein sú fjölmennasta til þessa, og endaði gangan við Vatnsás þegar kveikt var í brennunni.
10.01.2025
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Fréttir

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista og menningarsjóðs kom saman til fundar föstudaginn 3.janúar klukkan 16:00 í Ráðhúsi Stykkishólms. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 1. janúar í samræmi við reglur sjóðsins. Verkefni stjórnar var að að fara yfir og meta þær átta styrkumsóknir sem borist höfðu fyrir fundinn.
09.01.2025
Þuríður Ragna Stefánsdóttir
Fréttir

Þuríður Ragna ráðin í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa

Þuríður Ragna Stefánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Ráðið var í stöðuna á 31. fundi bæjarstjórnar þann 12. desember síðastliðinn og var bókun bæjarstjórnar eftirfarandi: Bæjarstjórn samþykkir, með vísan til fyrirliggjandi gagna, að ráða Þuríði Rögnu Stefánsdóttur tímabundið í starf skipulags- og umhverfisfulltrúa til 31. ágúst 2025.
03.01.2025
Þrettándabrenna og friðarganga
Fréttir

Þrettándabrenna og friðarganga

Á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar, kl. 17:30 verður gengin friðarganga frá Hólmgarði að brennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæði. Í Stykkishólmi er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs var göngunni frestað til þrettándans. Rafkertasala á vegum 9. bekkjar verður við upphaf friðargöngu í fjáröflunarskyni, kertið er selt á 1.600 kr.
03.01.2025
Gleðileg jól
Fréttir

Gleðileg jól

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar þér gleðilegra jóla og frasældar á nýju ári.
24.12.2024
Friðargöngu frestað
Fréttir

Friðargöngu frestað

Í Hólminum er hefð fyrir friðargöngu á Þorláksmessu en sökum veðurs hefur verið ákveðið að fresta göngunni. Stefnt er að því að ganga friðargöngu á þrettándanum þess í stað, áður en kveikt verður í þrettándabrennunni. Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarin ár veitt viðurkenningu fyrir best skreytta húsið að lokinni friðargöngu á Þorláksmessu en tilkynnt verður um valið á þrettándanum að þessu sinni.
23.12.2024
Sorphirða dregst á langinn
Fréttir

Sorphirða dregst á langinn

Ekki næst að klára sorphirðu í öllum götum í dag en samkvæmt sorphiðudagatali eru plast- og pappatunnur losaðar 18. og 19. desember. Það sem ekki klárast í dag verður hirt í fyrramálið. Það er jafnframt síðasti dagur sorphirðu á þessu ári en vakin er athygli á því að sorphirðudagatal fyrir árið 2025 er komið út og má nálgast það hér að neðan. 
19.12.2024
Getum við bætt efni síðunnar?