Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stykkishólmur, febrúar 2025
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
14.02.2025
Morðgátan hefst á gömlu heimavistinni í Stykkishólmi, nú Höfðaborg.
Fréttir Lífið í bænum

Hræðileg helgi framundan

Næstu helgi, 14.-16. febrúar, verður mikið um að vera í Stykkishólmi þegar fram fer Hræðileg helgi í Hólminum. Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíðinni Hræðileg helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars geta gestir hátíðarinnar spreytt sig á morðgátu yfir helgina. Mikið púður hefur verið lagt í morðgátu en á Höfðaborg verður opinn vettvangur glæps þar sem rannsakendur geta spreytt sig á því að leysa morðgátu. Hægt er að kynna sér allt um málið á vefnum visitstykkisholmur.is.
11.02.2025
Agustsonreiturinn, séð úr lofti til suðurs.
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillögur fyrir Agustsonreit kynntar

Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst 2024 að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum. Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 7. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl.16.00- 18.00. Skipulagshönnuður verður með kynningu kl. 16:30.
07.02.2025
Leikskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Dagur leikskólans 6. febrúar 2025

Hér að neðan má lesa grein Sigrúnar Þórsteinsdóttur, leikskólastjóra, í tilefni af degi leikskólans sem er í dag, 6. febrúar. Í leikskólanum í Stykkishólmi eru núna 32 starfsmenn í ýmsum stöðum og stöðugildum. Það eru bæði konur og karlar, ung og eldri, með allskonar menntun og fjölbreyttan uppruna.
06.02.2025
Gámastöðin Snoppa lokuð vegna veðurs
Fréttir

Gámastöðin Snoppa lokuð vegna veðurs

Gámastöðin Snoppa verður lokuð í dag, 5. febrúar, vegna veðurs. Þá er vakin athygli á því að appelsínugul viðvörun vegna veðurs tekur gildi við Breiðafjörð kl. 14:00 í dag og gildir til 03:00 í nótt. Gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan 23-30 m/s og hviðum yfir 35 m/s með mikilli rigningu. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum, svo sem ruslatunnum og öðru sem getur orðið vindhviðum að bráð.
05.02.2025
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 11. ferbrúar frá kl. 13:00 - 15:00. Verkefni atvinnuráðgjafa felast í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. m.a. er veitt:
04.02.2025
Lóðin Imbuvík 4 laus til úthlutunar
Fréttir

Lóðin Imbuvík 4 laus til úthlutunar

Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir lóðina Imbuvík 4 í Víkurhverfi lausa til úthlutunar með 50% afslætti af gatnagerðagjöldum. Lóðin er auglýst í samræmi við reglur Stykkishólms um úthlutun á lóða fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2025. 
04.02.2025
Stykkishólmur
Fréttir

Skertur opnunartími íþróttamiðstöðvar vegna þorrablóts

Vegna þorrafagnaðar í Stykkishólmi verður íþróttamiðstöð og sundlaug lokað fyrr en vant er eftirtalda daga. Fimmtudaginn 30. janúar lokar kl. 18:00. Föstudaginn 31. janúar lokar kl. 18:00. Laugardaginn 1. febrúar lokar kl. 14:00
29.01.2025
32. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

32. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

32. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
28.01.2025
Almannavarnanefnd fundaði vegna Ljósufjalla
Fréttir

Almannavarnanefnd fundaði vegna Ljósufjalla

Almannavarnanefnd Vesturlands fundaði í síðustu viku, ásamt fulltrúum Lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi, með sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum. Aukin jarðskjálftavirkni við Grjótavatn á Mýrum var tilefni fundarins en Grjótárvatn er innan eldstöðvarkerfis Ljósufjalla, sem nær allt frá Snæfellsnesi og í Borgarfjörð. Á fundinum fengu fulltrúar í Almannavarnarnefndar góða kynningu á stöðu mála og viðbrögð við þeim vangaveltum sem á þeim brunnu.
27.01.2025
Getum við bætt efni síðunnar?