Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stykkishólmur
Fréttir Laus störf

Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa laust til umsóknar

Leitað er að kraftmiklum skipulags- og umhverfisfulltrúa til að leiða þróun skipulags- og umhverfismála hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Viðkomandi mun jafnframt sinna starfi skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm.
15.11.2024
Sorphirðu flýtt um einn dag
Fréttir

Sorphirðu flýtt um einn dag

Samkvæmt sorphirðudagatali ætti losun á blönduðum úrgang og matarleifum, almennu og brúnu tunnunni, að hefjast á morgun. Losun verður flýtt um einn dag að þessu sinni og hefst í dag. Almenna og brúna unnan verða því losaðar í dag og á morgun.
12.11.2024
Högni Bæringsson, heiðursborgari, ásamt bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar.
Fréttir

Högni Bæringsson kjörinn heiðursborgari Stykkishólms

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti einróma á fundi sínum þann 31. október síðastliðinn kjör á Högna Friðriki Bær­ingssyni sem heiðursborgara Stykkishólms. Tilkynnt var um kjörið á tónleikum í Stykkishólmskirkju sem haldnir voru í tilefni af 80 ára afmæli kórs kirkjunnar í dag, 9. nóvember. Fjöldi fólks sótti viðburðinn og fylgdist með þegar tilkynnt var um kjörið. Jakob Björgvin S. Jakobsson, bæjarstjóri ávarpaði salinn og fór stuttlega yfir ævi Högna og þann sterka svip sem hann hefur sett á samfélagið hér í Hólminum.
09.11.2024
Leikskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Vilt þú niðurfelld leikskólagjöld í desember?

Í tengslum við vinnu sveitarfélagsins um styrkingu leikskólans í Stykkishólmi samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms í fyrra tillögu skóla- og fræðslunefndar um niðurfelld leikskólagjöld í desember. Nú í ár verður leikskólanum lokað frá 23. desember til 2. janúar 2025, þetta eru samtals fjórir vinnudagar sem er hluti af betri vinnutíma sem er orðinn samningsbundinn réttur hjá KÍ og BSRB félögum.
08.11.2024
Stykkishólmskirkja
Fréttir

Tónleikar og kjör heiðursborgara Stykkishólms

Kór Stykkishólmskirkju heldur 80 ára afmælistónleika laugardaginn 9. nóvember næstkomandi. Flutt verður fjölbreytt dagskrá með tilvísun í kirkjuárið ásamt veraldlegum lögum.
06.11.2024
Búið er að móta landslag í samræmi við framtíðarskipulag um gönguleiðir á svæðinu.
Fréttir

Gönguleið mótuð við Hjallatanga og Búðarnes

Árið 2021 var tilkynnt um úthlutaða styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innvið. Þar var tilkynnt að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðarnes og Hjallatanga með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðarnesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
06.11.2024
Svavar Knútur tekur lagið fyrir fundargesti.
Fréttir

Vel sóttur íbúafundur um verkefnið Gott að eldast

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi buðu til íbúafundar um verkefnið Gott að eldast mánudaginn 4. nóvember á Höfðaborg. Fundurinn var öllum opinn en um 60 manns mættu og létu vel um sig fara í nýja salnum á Höfðaborg.
06.11.2024
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa SSV

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða til viðtals á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 12. nóvember frá kl. 13:00 - 15:00.
06.11.2024
Morgunsólin í október lýsir upp Bjarnarhafnarfjallið.
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli. Tíunda tölublað ársins kom út í dag, 5. nóvember. Rafræn útgáfa blaðsins er öllum aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en hana má nálgast hér að neðan.
05.11.2024
Stykkishólmur
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir starfsfólki í liðveislu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki við liðveislu í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi. Hver einstaklingur sem á rétt á liðveislu fær úthlutað að hámarki 20 klst. á mánuði sem eru útfærðar í samráði við liðveitanda. Vinnutími er sveigjanlegur og um tímavinnu er að ræða.
30.10.2024
Getum við bætt efni síðunnar?