Fréttir Lífið í bænum
Þorrablót 1. febrúar
Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi 1. febrúar næstkomandi. Formenn þorrablótsnefndar í ár eru þau Sigurbjartur Loftsson og Kristbjörg Hermannsdóttir, en með þeim er úrvals fólk sem bíður þess í ofvæni að komast á svið og skemmta Hólmurum, Helgfellingum og öðrum gestum. Miðsala fer fram í íþróttamiðstöðinni 15. janúar, kl. 16:00 - 18:30, og 16. janúar, kl. 17:00 - 19:00, en 400 miðar verða settir í sölu. Þeim sem ekki hafa tök á að mæta á staðinn er bent á netfangið thorrablotsth@gmail.com.
10.01.2025