Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir fólki
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir fólki

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar að fólki í stuðningsþjónustu fyrir fólk með fötlun. Óskað er eftir fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að annast og styðja barn með fötlun inn á heimili stuðningsfjölskyldu eina helgi í mánuði.
29.04.2025
Opnunartími á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Fréttir

Opnunartími á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi

Af óviðráðanlegum ástæðum verður opnunartími Amtsbókasafnins í Stykkishólmi skertur í þessari og næstu viku. Safnið verður lokað fimmtudaginn 1. maí, föstudaginn 2. maí og þriðjudaginn 6. maí. Engar sektir reiknast á þessum dögum.
28.04.2025
35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

35. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram mánudaginn 28. apríl kl. 13:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
26.04.2025
Stóri plokkdagurinn í Stykkishólmi
Fréttir

Stóri plokkdagurinn í Stykkishólmi

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt sunnudaginn 27. apríl og eru íbúar hvattir til að plokka og fegra nærumhverfi sitt í tilefni dagsins. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkti á 5. fundi sínum að halda utan um og skipuleggja stóra plokkdaginn 2025 í sveitarfélaginu og tryggja þannig þátttöku sveitarfélagsins í þessu mikilvæga verkefni.
25.04.2025
Stykkishólmur
Fréttir

Sumardagurinn fyrsti í Stykkishólmi

Sumardagurinn fyrsti verður haldin hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 24. apríl. Verðurspá fyrir Stykkishólm gerir ráð fyrir 11 stiga hita, sól og mildri austangolu. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir fjölskylduskemmtun af tilefni dagsins. Fjörið hefst kl. 11:00 á íþróttavellinum þar sem byrjað verður á léttu hlaupi áður en farið verður í leiki. Þá mun formaður foreldrafélagsins grilla pylsur fyrir börnin og leika um leið sínar alkunnu listir á grillspaðann.
22.04.2025
Undirbúningur á lóð Grunnskólans
Fréttir

Grunnskólinn stækkar og meira til

Eins og kunnugt er festi sveitarfélagið nýverið kaup á færanlegum húseiningum. Húseiningarnar voru seldar á uppboði frá Reykjavíkurborg og stóðu áður við Dalskóla. Einingarnar eru um 480 fermetrar að stærð, en þar af er 178 fermetra einingahús úr timbri sem nýtt verður sem tvær kennslustofur, sérkennslurými og opið rými til kennslu. Þar að auki er salerni í húsinu. Búið er að undirbúa fyrir komu húsanna en flutningur hófst á mánudagskvöldið 14. apríl. Hluti húsanna er nú þegar kominn í Hólminn en beðið er betra veðurs til að flytja rest.
16.04.2025
Ívar Sindir Karvelsson, annar upphafsmaður SCW
Fréttir Lífið í bænum

Hanastélspáskar í Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur kokteilahátíðin Stykkishólmur cocktail weekend verið haldin hátíðleg í kringum páskana. Þetta árið verður hinsvegar breyting þar á og verður hátíðin að vikulöngum viðburði sem haldin verður 16.-21. júní. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda bestu kokteilana. Skipuleggjendur hátíðarinnar lofa glæsilegri hátíð í sumar, þeirri stærstu og metnaðarfyllstu hingað til.
16.04.2025
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Staða ritara í Grunnskólanum í Stykkishólmi laus

Ritari vinnur náið með stjórnendateymi skólans og er virkur þátttakandi í skólastarfinu. Starf hans er fjölbreytt. Um er að ræða almenn skrifstofustörf en einnig samskipti við nemendur og foreldra ásamt nánu samstarfi við allt starfsfólk skólans. Ritari ber ábyrgð á að vel sé tekið á móti erindum á skrifstofu skólans og að reynt sé að greiða götu þeirra sem þangað leita. Hann tekur virkan þátt í því að vinna að velferð og vellíðan nemenda.
16.04.2025
Stykkishólmur og Landey
Fréttir

Tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðagjöldum

Bæjarstjórn samþykkti á 34. fundi sínum, 27. mars, tillögu bæjarstjóra um að veita tímabundinn 90% afslátt á gatnagerðargjöldum af byggingum íbúðarhúsnæðis m.v. gjaldskrá 2025 á tilteknum lóðum í Stykkishólmi og að lækkunarheimildin taki gildi eftir samþykkt bæjarstjórnar til og með 31. desember 2025. Skal umsækjandi greiða 100.000 kr. staðfestingargjald fyrir hverja lóð sem sótt er um og er staðfestingargjald óafturkræft verði umsækjanda úthlutað viðkomandi lóð.
14.04.2025
Sumarið í Stykkishólmi er engu líkt!
Fréttir Laus störf

Sumarstörf í Stykkishólmi

Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi og góðu veðri? Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir kraftmiklu fólki í skemmtileg störf sumarið 2025.
11.04.2025
Getum við bætt efni síðunnar?