Fara í efni

Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi

19.12.2024
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar Stykkishólms vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 - 2024.

Niðurstaða Bæjarstjórnar Stykkishólms er auglýst í samræmi við 2.mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun var í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar send tillaga til yfirferðar, og gerði stofnunin í bréfi dags. 04.07.2024 nokkrar athugasemdir, sem var brugðist við. Tillagan var auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga, í Lögbirtingablaði , Skessuhorni og á heimasíðu sveitarfélagsins 24.07.2024 og var veittur frestur til athugasemda til og með 06.09.2024. Tillagan var einnig aðgengileg í skipulagsgátt og á heimasíðu sveitarfélagsins Stykkishólms.

Borist hafa umsagnir frá lögboðnum umsagnaraðilum og almennum borgurum. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögu í kjölfar ábendinga og athugasemda umsagnaraðila og almennra borgara í kjölfar auglýsingar, og taldi bæjarstjórn Stykkishólms athugasemdir og ábendingar vera þess eðlis að ekki þætti ástæða til að auglýsa tillöguna að nýju.

Bæjarstjórn Stykkishólms tók til afgreiðslu dags. 26.9.2024, að lokinni auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, og var eftirfarandi bókað:

Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, tillögu framkvæmdaraðila að breytingum í tillögu að breytingu á aðalskipulagi þ.m.t. að draga úr byggingarmagni á VÞ-1. Nefndin fól skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagsráðgjafa að uppfæra greinargerð með hliðsjón af breytingum í greinargerð deiliskipulags.

Bæjarráð samþykkti, á 25. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipulagsnefndar og þar með tillöguna með áorðnum breytingum sem og svör við athugasemdum, en vísar að öðru leyti til afgreiðslu við dagskrárlið 15 á þessum fundi, þar sem deiliskipulag og aðalskipulag er afgreitt í sameiningu.

Samþykkt samhljóða

 

Hér að neðan er dagskrárliður 15 sem bæjarstjórn vísar í.

15.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag 2024

Lögð er fram samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma í samræmi við 1.mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist hefur verið viðathugasemdum.Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.Skipulagsnefnd samþykkti þann 17.07.2024 (23. fundur) að framlögð gögn þ.m.t.skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust ákynningartíma vinnslutillögunnar, séu fullnægjandi gögn fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og2. mgr. 41. gr. laganna. Tillögurnar voru auglýstar 24.07.2024 meðathugasemdafresti til 06.09.2024.Á 24. fundi skipulagsnefndar samþykkti skipulagsnefnd að sameiginlegar innkeyrslur að frístunda- og íbúðarhúsum verði þar sem því verður við komið.

Skipulagsnefnd fól formanni nefndarinnar að uppfæra svör við athugasemdum og senda tillögurnar til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3.mgr. 4.1. gr skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki í bæjarstjórn.Auk minniháttar uppfærslna í greinargerð og umhverfisskýrslu, fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir hnitaskrá og upplýsingum umhámarksbyggingarmagn á hverri lóð og að það verði sýnt á uppdrætti.Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og á þeim grunni samþykkir bæjarstjórn tillögurnar, sem er óbreyttar í grundvallaratriðum, að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholtog að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr.og 42 gr. skipulagslaga áður en tillögurnar taka gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegri tillögum í samráði við formann skipulagsnefndar, sbr. framangreint, og senda tilskipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarfélagið hefur svarað athugasemdum og þeim ábendingum sem bárust frá almennum borgurum og umsagnaraðilum.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Jakob Björgvin Jakobsson
bæjarstjóri Stykkishólms

Vigrafjörður
Getum við bætt efni síðunnar?