Fréttir Lífið í bænum
Svanborg og Gréta heiðraðar á opnunarhátíð Norðurljósa
Menningarhátíðin Norðurljósin er haldin í sjöunda sinn í Stykkishólmi nú um helgina. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti hátíðina á opnunartónleikum sem fram fóru í Stykkishólmskirkju í gær, fimmtudag, en þar var boðið til sannkallaðrar söngveislu að hætti Hólmfríðar Friðjónsdóttur. Fram komu þrír kórar; Karlakórinn Heiðbjört, Kvennasveitin Skaði og Söngsveitin Blær en einnig komu fram Lárus Ástmar Hannesson, Halla Dís Hallfreðsdóttir og Hólmfríður sjálf. Um undirleik sáu þeir Lázsló Petö, Hólmgeir S.Þórsteinsson, Haukur Garðarsson og Martin Markvoll.
25.10.2024