Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Svanborg og Gréta ásamt bæjarfulltrúum.
Fréttir Lífið í bænum

Svanborg og Gréta heiðraðar á opnunarhátíð Norðurljósa

Menningarhátíðin Norðurljósin er haldin í sjöunda sinn í Stykkishólmi nú um helgina. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti hátíðina á opnunartónleikum sem fram fóru í Stykkishólmskirkju í gær, fimmtudag, en þar var boðið til sannkallaðrar söngveislu að hætti Hólmfríðar Friðjónsdóttur. Fram komu þrír kórar; Karlakórinn Heiðbjört, Kvennasveitin Skaði og Söngsveitin Blær en einnig komu fram Lárus Ástmar Hannesson, Halla Dís Hallfreðsdóttir og Hólmfríður sjálf. Um undirleik sáu þeir Lázsló Petö, Hólmgeir S.Þórsteinsson, Haukur Garðarsson og Martin Markvoll.
25.10.2024
Mynd frá ljósahátíð leikskólans á Norðurljósahátíð 2022
Fréttir Lífið í bænum

Norðurljósin - Menningarhátíð haldin um helgina

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í sjöunda sinn í Stykkishólmi dagana 24.-27. október.  Hátíðin var fyrst haldin árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan. Dagskráin í ár verður þéttskipuð og fjölbreytt en lagt er upp úr því að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Opnunarhátíð verður í Stykkishólmskirkju á fimmtudagskvöldinu. Yfir helgina verða m.a. tónleikar í Vatnasafninu, Norðurljósabingó, opnar vinnustofur, sýningar á ýmsum stöðum og söguganga. Erindi verða haldin bæði í Norska húsinu og í Vatnasafninu.
24.10.2024
Haust í Hólminum 2024
Fréttir Stjórnsýsla

Óskað eftir ábendingum og tillögum við gerð fjárhagsáætlunnar

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins stendur nú yfir og er íbúum gefin kostur á að skila inn ábendingum og tillögum vegna þessa og hafa með því móti tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir bæjarstjórnar.
23.10.2024
Krabbameinsfélag Snæfellsness býður til samveru
Fréttir

Krabbameinsfélag Snæfellsness býður til samveru

Krabbameinsfélag Snæfellsness býður til samveru og viðburðar miðvikudaginn 23. október kl. 20:00 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.
16.10.2024
Staða félagsráðgjafa laus
Fréttir Laus störf

Staða félagsráðgjafa laus

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða félagsráðgjafa. Um er að ræða 80 -100% stöðugildi, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
08.10.2024
Aftur og aftur en aldrei eins - Sýningaropnun í Norska húsinu
Fréttir Lífið í bænum

Aftur og aftur en aldrei eins - Sýningaropnun í Norska húsinu

Laugardaginn 5. október kl. 14:00 opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla sýningin, Aftur og aftur en aldei eins. Aftur og aftur en aldrei eins vinnur Sigríður Melrós prentverk með tækni dúkristu. Innblástur hennar kemur úr náttúrunni og með þrykkverkum sínum festir hún á blað það sem grær í kringum hana. Verkin eru litrík og næm og unnin í skapandi flæði þar sem bakgrunnur og endurtekið þrykkið gerir útkomuna alltaf nýja og ferska.
03.10.2024
Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Fréttir Skipulagsmál

Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit

Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
02.10.2024
Danssýning Grunnskólans í Stykkishólmi
Fréttir

Danssýning Grunnskólans í Stykkishólmi

Danssýning Grunnskólans í Stykkishólmi fer fram í íþróttamiðstöðinni kl. 12.10 í dag, þriðjudaginn 1. október. Sýningin er opin öllum. Undanfarin misseri hefur dansskóli Jóns Péturs og Köru sinnt danskennslu við grunnskólann og leikskólann í Stykkishólmi. Danssýningin er á mörgum heimilum mikið tilhlökkunarefni, en hún er einskonar uppskeruhátíð danskennslunar og markar jafnframt lok hennar þetta árið.
01.10.2024
Samningur um ljósleiðaravæðingu landsins
Fréttir

Samningur um ljósleiðaravæðingu landsins

Fimmtudaginn 19. september staðfestu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Sveitarfélagið Stykkishólmur er meðal þeirra sveitarfélaga sem samningurinn nær til og undirritaði bæjarstjóri samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
27.09.2024
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Fréttir

Snæfellsnes með master umhverfisvottun EarthCheck

Nýverið hlaut Snæfellsnes master umhverfisvottun EarthCheck fyrir áfangastaði. Er þetta 15. vottunin frá því að framtakssamir íbúar, hagsmunaaðilar og sveitarfélög hófu þessa vegferð í byrjun 21. aldarinnar. Árlega metur óháður sérfræðingur hvort gögn og starfsemi sveitarfélaganna uppfylli skilyrði endurnýjaðrar vottunar, en kröfurnar sem þarf að uppfylla aukast með ári hverju og þarf yfirleitt að fara í úrbætur. Master vottun fæst einungis ef áfangastaður hefur verið þátttakandi í EarthCheck umhverfisvottunarverkefninu í 15 ár eða lengur.
27.09.2024
Getum við bætt efni síðunnar?