Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Dansandi nálar - útsaumur frá París eftir Guðrúnu Elenu
Fréttir

Dansandi nálar - útsaumur frá París eftir Guðrúnu Elenu

Guðrún Elena Magnúsdóttir heldur útsaumssýningu með útskriftarverkum frá École Lesage skólanum í París í Norska húsinu, Stykkishólmi. Sýningin opnar 1. júní kl. 14:00. École Lesage er útsaumsskóli í París sem starfað hefur frá 1992 en stofnendur skólans, François Lesage og Marie-Louise eiginkona hans, tóku við La Maison Michonet vinnustofunni (stofnuð 1858) árið 1924.
30.05.2024
Deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra tekur gildi

Þann 29. febrúar sl samþykkti bæjarstjórn nýtt deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur hlotið málsmeðferð í samræmi við það. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með minniháttar textabreytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
30.05.2024
Snæfellsnes - fyrsti UNESCO Vistvangur á Íslandi?
Fréttir

Snæfellsnes - fyrsti UNESCO Vistvangur á Íslandi?

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, í samstarfi við Snæfellsjökulsþjóðgarð, býður til kynningar og umræðufunda um Snæfellsnes 3. og 4. júní næstkomandi. Boðið verður upp á kaffiveitingar, öll velkomin.
30.05.2024
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir Laus störf

Lausar stöður í Grunnskólanum í Stykkishólmi

Grunnskólinn í Stykkishólmi leitar eftir góðu fólki til að sinna eftirfarandi verkefnum á næsta skólaári: Umsjónarkennsla á yngsta- eða miðstigi. Íþróttakennsla. Kennsla í myndmennt, nýsköpun og hönnun. Umsjón með Regnbogalandi, lengdri viðveru fyrir börn í 1.-3. bekk
28.05.2024
Framkvæmdir ganga vel
Fréttir

Framkvæmdir ganga vel

Viðhaldsframkvæmdir við Sundlaug Stykkishólms ganga vel en búið er að reisa einfalda yfirbyggingu yfir sundlaugina til að forðast vætu á meðan framkvæmdum stendur. Á meðan unnið er að endurbótum á yfirborðsefni sundlaugarinnar er tíminn einnig vel nýttur í önnur viðhaldsverkefni, má t.d. nefna smávægilegar lagfæringar á innilaug, endurbætur á flísalögn í kringum laugar, viðhald á sturtuklefum ofl.
23.05.2024
Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms
Fréttir

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms

Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Stykkishólms fara fram í Stykkishólmskirkju í dag, 23. maí, kl. 17:00. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Öll hjartanlega velkomin
23.05.2024
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Forsetakosningar 1. júní 2024

Kjörfundur í Sveitarfélaginu Stykkishólmi vegna forsetakjörs þann 1.júní n.k. verður í Grunnskólanum að Borgarbraut 6, frá kl. 10:00 til kl 22:00. Kjósandi skal framvísa gildum skilríkjum á kjörstað. Kjörstjórn.
21.05.2024
Fjármála- og skrifstofustjóri
Fréttir Laus störf

Fjármála- og skrifstofustjóri

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar að kraftmiklum fjármála- og skrifstofustjóra með mikla samskiptafærni. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, vandaður í vinnubrögðum ásamt því að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.
21.05.2024
Opnunartími íþróttamiðstöðvar yfir Hvítasunnuna
Fréttir

Opnunartími íþróttamiðstöðvar yfir Hvítasunnuna

Eins og fram hefur komið á vef sveitarfélagsins er sundalaug Stykkishólms nú lokuð vegna viðhalds. Opnunartími íþróttamiðstöðvar og Átaks líkamsræktar yfir Hvítasunnuhelgina er eftirfarandi:
16.05.2024
Sumarnámskeið fyrir káta krakka
Fréttir

Sumarnámskeið fyrir káta krakka

Í sumar býður sveitarfélagið upp á námskeið fyrir börn fædd árin 2012-2017. Umsjón námskeiðanna er á höndum Klaudiu Gunnarsdóttur og Ragnars Inga Siguðssonar eins og undanfarin ár.
16.05.2024
Getum við bætt efni síðunnar?