Fréttir
Hrekkjavaka í Hólminum
Hólmarar þjófstarta gleðinni þetta árið með hrekkjavökugöngu mánudaginn 28. október. Fjölskyldur og vinir eru hvattir til að ganga í hús á eigin forsendum milli kl. 17:30 og 19:30 þar sem börn safna sér sælgæti, eins og þekkt er. Gengið verður út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið merkt eða skreytt við eða á hurðina með skýrum hætti í tilefni Hrekkjavökunnar.
28.10.2024