Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Búið er að móta landslag í samræmi við framtíðarskipulag um gönguleiðir á svæðinu.
Fréttir

Gönguleið mótuð við Hjallatanga og Búðarnes

Árið 2021 var tilkynnt um úthlutaða styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innvið. Þar var tilkynnt að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðarnes og Hjallatanga með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðarnesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
06.11.2024
Svavar Knútur tekur lagið fyrir fundargesti.
Fréttir

Vel sóttur íbúafundur um verkefnið Gott að eldast

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi buðu til íbúafundar um verkefnið Gott að eldast mánudaginn 4. nóvember á Höfðaborg. Fundurinn var öllum opinn en um 60 manns mættu og létu vel um sig fara í nýja salnum á Höfðaborg.
06.11.2024
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnu- og menningarráðgjafa SSV

Helga Guðjónsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV, og Sigursteinn Sigurðsson, menningarráðgjafi SSV, verða til viðtals á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 12. nóvember frá kl. 13:00 - 15:00.
06.11.2024
Morgunsólin í október lýsir upp Bjarnarhafnarfjallið.
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins er eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli. Tíunda tölublað ársins kom út í dag, 5. nóvember. Rafræn útgáfa blaðsins er öllum aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en hana má nálgast hér að neðan.
05.11.2024
Stykkishólmur
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir starfsfólki í liðveislu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki við liðveislu í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi. Hver einstaklingur sem á rétt á liðveislu fær úthlutað að hámarki 20 klst. á mánuði sem eru útfærðar í samráði við liðveitanda. Vinnutími er sveigjanlegur og um tímavinnu er að ræða.
30.10.2024
Höfðaborg
Fréttir

Íbúafundur um verkefnið Gott að eldast

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi boðar til íbúafundar um verkefnið Gott að eldast. Fundurinn er öllum opinn og fer fram á Höfðaborg mánudaginn 4. nóvember kl. 10:00. Íbúar á öllum aldri eru hvattir til að mæta.
30.10.2024
Sundlaug Stykkishólms
Fréttir

Landsátak í sundi í nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Á síðasta ári syntu þátttakendur samtals 26.862,93 km, eða rúmlega 20 hringi í kringum landið.
30.10.2024
29. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

29. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

29. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 31. október kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
29.10.2024
Hundar á fjöllum.
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur hundahreinsun farið fram með nýju sniði í Stykkishólmi. Fyrirkomulagið hefur mælst vel fyrir og verður hreinsunin því með sama sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama dag mun Dýralæknamiðstöð Vesturlands hafa samband við eigendur skráðra hunda og bjóða þeim að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar er boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þörf er á.
29.10.2024
Lys op for stop
Fréttir

Lys op for stop

Nú þegar skammdegið færist yfir er gott að huga að sýnileika og draga fram endurskinsmerkin, jafnt börn sem fullorðnir. Með því að gera sig sýnilega með endurskinsmerkum auka gangandi og hjólandi vegfarendur eigið öryggi. Ökumenn sjá þá vegfarendur fyrr og eru því líklegri til að stoppa þegar þörf er á, eða eins og daninn segir gjarnan Lys op for stop!
28.10.2024
Getum við bætt efni síðunnar?