Fréttir
Gönguleið mótuð við Hjallatanga og Búðarnes
Árið 2021 var tilkynnt um úthlutaða styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innvið. Þar var tilkynnt að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðarnes og Hjallatanga með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðarnesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
06.11.2024