Íbúafundur um verkefnið Gott að eldast
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi boðar til íbúafundar um verkefnið Gott að eldast. Fundurinn er öllum opinn og fer fram á Höfðaborg mánudaginn 4. nóvember kl. 10:00. Íbúar á öllum aldri eru hvattir til að mæta.
Sveitarfélagið Stykkishólmur er meðal 22 sveitarfélaga og sex heilbrigðisstofnanna sem taka þátt í þróunarverkefninu Gott að eldast. Verkefnið gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum og flétta vandlega saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin.
Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
Dagskrá fundar:
- Jakob Björgvin bæjarstjóri býður fólk velkomið.
- Líf Lárusdóttir verkefnastjóri Gott að eldast SSV - Gott að eldast og tengiráðgjöf.
- Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur söngskáld - ,,Það er pláss fyrir alla". Vitundarvakning Félags- og vinnumálaráðuneytisins um félagslega einangrun.
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar í lok fundarins.