Fara í efni

Hundahreinsun í Stykkishólmi

29.10.2024
Fréttir

Undanfarin ár hefur hundahreinsun farið fram með nýju sniði í Stykkishólmi. Fyrirkomulagið hefur mælst vel fyrir og verður hreinsunin því með sama sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama dag mun Dýralæknamiðstöð Vesturlands hafa samband við eigendur skráðra hunda og bjóða þeim að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar er boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þörf er á.

Hundaeigendur geta því átt von á því að dýralæknir setji sig í samband við þá á næstunni og bjóði þeim að bóka tíma. Einnig er hægt að bóka tíma með því að smella á hnappinn hér að neðan. Boðið er upp á tíma frá 30. október til og með 8. nóvember.

Bóka tíma

Vert er að taka fram að gjald fyrir heilsufarsskoðunina er 3.450 kr. en ormahreinsunin er greidd af sveitarfélaginu. Þeim sem ekki vilja bóka heilsufarsskoðun er boðið að mæta í hundahreinsun með hefðbundnu sniði þann 12. nóvember milli kl. 16.30 og 18.00.

Hundar á fjöllum.
Getum við bætt efni síðunnar?