Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir starfsfólki í liðveislu
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki við liðveislu í Snæfellsbæ og Stykkishólmi.
Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi. Hver einstaklingur sem á rétt á liðveislu fær úthlutað að hámarki 20 klst. á mánuði sem eru útfærðar í samráði við liðveitanda. Vinnutími er sveigjanlegur og um tímavinnu er að ræða.
Hæfniskröfur:
- Hafa náð 18 ára aldri
- Vera með hreint sakavottorð
- Búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi
- Geta sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum og sveigjanleika
Nánari upplýsingar veitir Félags- og skólaþjonusta Snæfellinga í síma: 4307800