Þorrablót 1. febrúar
Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi 1. febrúar næstkomandi. Formenn þorrablótsnefndar í ár eru þau Sigurbjartur Loftsson og Kristbjörg Hermannsdóttir, en með þeim er úrvals fólk sem bíður þess í ofvæni að komast á svið og skemmta Hólmurum, Helgfellingum og öðrum gestum.
Miðsala fer fram í íþróttamiðstöðinni 15. janúar, kl. 16:00 - 18:30, og 16. janúar, kl. 17:00 - 19:00. Miðaverð er 13.500 kr. og verða 400 miðar settir í sölu. Þeim sem ekki hafa tök á að mæta á staðinn er bent á netfangið thorrablotsth@gmail.com.
Þorrablótið var fyrst haldið í Íþróttamiðstöðinni árið 2020 en hafði áður verið haldið á Hótel Stykkishólmi. Með því að færa þennan árlega viðburð í íþróttamiðstöðina gefst pláss fyrir töluvert fleiri gesti, en undanfarin ár hafa æ fleiri brottfluttir Hólmarar sótt þorrablótin og fer þessi hátíð því ört vaxandi.
Þorrablótsnefndin hefur undanfarið minnt á sig á samfélgsmiðlum og kynnt þannig undir eftirvæntingu bæjarbúa fyrir blótinu. Hægt er að fylgjast með uppátækjum nefndarinnar á facebook og instagram.