Víkingurinn í Stykkishólmi
Víkingurinn 2024, keppni sterkustu manna landsins, fór fram á Vesturlandi síðastliðið sumar. Keppnin var haldin á stöðum, í Hvalfjarðarsveit, Grundarfirði, Ólafsvík og endaði í Stykkishólmi.
Víkingurinn er framhald Vestfjarðavíkingsins sem haldinn hafði verið til fjölda ára í umsjá Magnúsar Ver Manússonar. Þegar aflraunamót sem þessi fara fram eru Samúel Örn Erlingsson og myndatökumenn RÚV aldrei langt undan. Þann 2. janúar síðastliðinn var sýnt frá keppninni á RÚV en hægt er að nálgast upptöku á vefsíðu RÚV.
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að horfa á keppnina. Keppnisgreinar í Stykkishólmi hefjast á 36 mínútu.