Fara í efni

Birkilundur 16 - fyrirspurn um uppskiptingu lóðar

Málsnúmer 2407003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 23. fundur - 17.07.2024

Sigurbjartur Loftsson, f.h. Benedikts Benediktssonar lóðarhafa, sækir um uppskiptingu á lóðinni Birkilundi 16 í tvær lóðir.

Í gildi er deiliskipulag frá 1987 sem sýnir lóðina Birkilund 16 án frekari skipulagsskilmála. Birkilundur 16 er skráð 5039 m2 í Fasteignaskrá.

Þar sem unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund talur skipulagsfulltrúi ekki unnt að skipta lóðinni upp fyrr en nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi en vænta má að það verði á haustmánuðum. Samkvæmt vinnslutillögunni er gert ráð fyrir lóðunum Birkilundi 16 (5039 m2) og Birkilundi 16a (5879 m2).

Þann 4. júní óskaði Sigurbjartur eftir frekari lagalegum útskýringum hversvegna ekki sé mögulegt að skipta lóðinni upp, sem hann telji vera í samræmi við deiliskipulag í vinnslu. Sigurbjartur óskaði einnig eftir að málið yrði tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar. Skipulagsfulltrúi vísar málinu til nefndarinnar.
Samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund, sem nú er í vinnslu, er gert ráð fyrir að lóð nr. 16a í Birkilundi verði stofnuð úr landi Saura.
Í 1. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir "Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reit innan sveitarfélags. Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðamynstur, þ.m.t. nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa. Stofnun nýrra lóða á deiliskipulagssvæðinu þ.m.t. Birkilunds 16a, verða því ekki samþykktar fyrr en nýtt deiliskipulag hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. mgr. 42. gr. laganna.
Nefndin vekur á því athygli að ekki er um að ræða uppskiptingu lóðar nr. 16 í Birkilundi, eins og kemur fram í umsókninni, heldur er um að ræða stofnun nýrrar lóðar úr landi Saura. Nefndin vekur einnig á því athygli að umsókn um stofnun lóðar þarf að vera í samræmi við reglugerð nr. 160/2024 um merki fasteigna. Skipulagsnefnd hafnar umsókninni á ofangreindum forsendum.
Getum við bætt efni síðunnar?