Fara í efni

Beiðni um staðfestingu - Reitarvegur 10

Málsnúmer 2501010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 29. fundur - 23.01.2025

Lögð fram beiðni frá Skipavík þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á túlkun sveitarfélagsins á deiliskipulagsskilmálum við Reitarveg þannig að hægt sé að ryðja úr vegi fyrirvörum/kvöðum samkvæmt fyrirliggjandi kaupsamningi. Nánar tiltekið er óskað eftir staðfestingu sveitarfélagsins á því að lóð merkt ÞV á deiliskipulagi (Reitarvegur 10 samkvæmt deiliskipulagi) verði úthlutað eiganda núverandi Reitarvegar 10 (Kristjánsborg) gegn því skilyrði að húsið, Reitarvegur 10 (Kristjánsborg) sem er 152 fm. bárujárnsklætt timburhús og samkvæmt fasteignamati var byggt árið 1958, verði rifið og lóðin sem það stendur á renni til sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir að eigandi Kristjánsborgar samkvæmt kaupsamningi, fái lóð merkt ÞV á deiliskipulagi (Reitarvegur 10 samkvæmt deiliskipulagi), með því skilyrði að uppbygging á lóðinni hefjist innan 24 mánaða, að öðrum kosti fellur lóðin til sveitarfélagsins, nema um annað verði samið.

Bæjarráð vísar afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Getum við bætt efni síðunnar?