Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga
Málsnúmer 1904037
Vakta málsnúmerUngmennaráð - 17. fundur - 12.03.2021
Lögð fram kynning á gönguleiðum og forgangsröðun göngustíga í landi Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021
Formaður umhverfis- og náttúruverndarnefndar gerði á 54. fundi nefndarinnar grein fyrir þeirri hugmynd að Stykkishólmsbær útbúi gönguleiðakort, ásamt hestaleiðum, til þess að setja á vefsíðu bæjarsins í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu um gönguleiðir, aðalskipulag Stykkishólmsbæjar og kort sem gert var á vegum FAS á sínum tíma. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lagði til að útbúið yrði gönguleiðakort um þær gönguleiðir í samræmi við hugmyndir frá formanni nefndarinnar og eftir atvikum að farið verði í skipulagsvinnu ef til þarf. Bæjarráð samþykkti tillöguna og að lögð yrði áhersla á að kortið innihaldi leiksvæði í samræmi við ábendingu æskulýðs- og íþróttanefndar.
Fyrir bæjarráð eru lögð vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs, ásamt umsögnum fastanefnda.
Fyrir bæjarráð eru lögð vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs, ásamt umsögnum fastanefnda.
Bæjarráð tekur jákvætt í þær hugmyndir sem liggja fyrir í drögunum og vísar þeim til umræðu og frekari vinnslu í fastanefndum bæjarins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7. fundur - 10.05.2021
Lögð eru fram vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms, en á 625. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í þær hugmyndir sem liggja fyrir í drögunum og þeim vísað til umræðu, umsagnar og frekari vinnslu í fastanefndum bæjarins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar framkomnum drögum að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms og hvetur bæjarstjórn að fullgera tillögurnar og hefja sem fyrst forgangsröðun framkvæmda.
Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021
Lögð fram kynning vegna vinnu að framtíðarsýn gönguleiða- og stígakerfis í umhverfi Stykkishólms, ásamt þeim framkvæmdum sem lagt er til að verði áhersluverkefni fyrir sumarið 2021.
Á 627. fundi sínum samþykkti bæjarráð forgangsröðun gönguleiða- og stígakerfis og samþykkti framkvæmdir við fyrirliggjandi áhersluverkefni fyrir sumarið 2021. Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Á 627. fundi sínum samþykkti bæjarráð forgangsröðun gönguleiða- og stígakerfis og samþykkti framkvæmdir við fyrirliggjandi áhersluverkefni fyrir sumarið 2021. Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Safna- og menningarmálanefnd - 114. fundur - 19.05.2021
Formaður umhverfis- og náttúruverndarnefndar gerði á 54. fundi nefndarinnar grein fyrir þeirri hugmynd að Stykkishólmsbær útbúi gönguleiðakort, ásamt hestaleiðum, til þess að setja á vefsíðu bæjarsins í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu um gönguleiðir, aðalskipulag Stykkishólmsbæjar og kort sem gert var á vegum FAS á sínum tíma. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lagði til að útbúið yrði gönguleiðakort um þær gönguleiðir í samræmi við hugmyndir frá formanni nefndarinnar og eftir atvikum að farið verði í skipulagsvinnu ef til þarf. Bæjarráð samþykkti tillöguna og að lögð yrði áhersla á að kortið innihaldi leiksvæði í samræmi við ábendingu æskulýðs- og íþróttanefndar.
Lögð eru fram vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms, en á 625. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í þær hugmyndir sem liggja fyrir í drögunum og þeim vísað til umræðu og frekari vinnslu í fastanefndum bæjarins.
Lögð eru fram vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms, en á 625. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í þær hugmyndir sem liggja fyrir í drögunum og þeim vísað til umræðu og frekari vinnslu í fastanefndum bæjarins.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar þeirri góðu vinnu sem innt hefur verið af hendi og kallar jafnframt eftir forgangsröðun við lagningu göngustíga og tímaáætlun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar, gerir grein fyrir sinni vinnu og stöðu mála vegna vinnu við göngustígakerfi Stykkishólmsbæjar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd þakkar Kristínu fyrir góða yfirferð og fagnar þeirri vinnu sem verið að vinna að til þess að efla útivista og stígakerfi í Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd - 83. fundur - 13.04.2022
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu verkefnisins og forgangsröðun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á að heilsustígur verði kláraður nú á vordögum.
Fundurinn er sammála um að setja Grensásleið í forgang með lagningu stíga niður að þröskuldum og með tengingu við skógræktarstíga.
Nefndin var sammála að betrumbæta stíginn frá Lágholti/Silfurgötu yfir á Reitarveg. Hann sé mikið nýttur m.a. af fólki sem stundar vinnu við Reitarveg.