Fara í efni

Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 632. fundur - 21.10.2021

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um skipun þriggja manna starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi sem mun vinna með nýrri deild skipulags- og umhverfismála að tillögum um gróðursetningar og nýtingar á grænum svæðum í bæjarlandinu og að bæjarstjóra verði falið að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur bæjarstjóra að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð með tillögunni.

Bæjarráð - 634. fundur - 02.12.2021

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um skipun þriggja manna starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi sem mun vinna með nýrri deild skipulags- og umhverfismála að tillögum um gróðursetningar og nýtingar á grænum svæðum í bæjarlandinu og að bæjarstjóra verði falið að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra og fól bæjarstjóra að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð með tillögunni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf starfshópsins, með áorðnum breytingum, og skipa eftirtalda í starfshópinn:

Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
Hjörleifur Kr. Hjörleifsson
Ásdís Árnadóttir
Árni Ásgeirsson

Bæjarstjórn - 405. fundur - 09.12.2021

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um skipun þriggja manna starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi sem mun vinna með nýrri deild skipulags- og umhverfismála að tillögum um gróðursetningar og nýtingar á grænum svæðum í bæjarlandinu og að bæjarstjóra verði falið að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð.

Bæjarráð samþykkti, á 632. fundi sínum, tillögu bæjarstjóra og fól bæjarstjóra að útfæra nánar erindisbréf starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi greinargerð með tillögunni.

Bæjarráð lagði, á 634. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf starfshópsins, með áorðnum breytingum, og skipa eftirtalda í starfshópinn:

Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
Hjörleifur Kr. Hjörleifsson
Ásdís Árnadóttir
Árni Ásgeirsson
Bæjarstjórn samþykkir að felur bæjarstjóra umboð til þess að ganga frá erindisbréfi starfshópsins, á grunni fyrirliggjandi draga að erindisbréfi og greinargerðar, og skipar eftirtalda í starfshópinn:

Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson
Hjörleifur Kr. Hjörleifsson
Ásdís Árnadóttir
Árni Ásgeirsson

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 4. fundur - 14.11.2024

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður hópsins, gerir grein fyrir vinnu hópsins.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar formanni hópsins fyrir greinargóða yfirferð yfir vinnu starfshópsins.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsir yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður hópsins, gerði grein fyrir vinnu hópsins á 4. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar.



Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkaði formanni hópsins fyrir greinargóða yfirferð yfir vinnu starfshópsins. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórnar að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd frekari vinnu í samræmsi við vinnu starfshópsins.

Bæjarstjórn - 30. fundur - 28.11.2024

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður hópsins, gerði grein fyrir vinnu hópsins á 4. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar.



Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkaði formanni hópsins fyrir greinargóða yfirferð yfir vinnu starfshópsins. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins.



Bæjarráð lagði, á 27. fundi sínum, til við bæjarstjórn að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd frekari vinnu í samræmi við vinnu starfshópsins.
Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.

Skipulagsnefnd - 26. fundur - 20.01.2025

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti, á 4. fundi sínum, yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins.



Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsir yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend vill þó leggja áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.

Bæjarráð - 29. fundur - 23.01.2025

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti, á 4. fundi sínum, yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins, sem nú hefur hætt störfum.



Bæjarstjórn samþykkti á 30. fundi sínum að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.



Skipulagsnefnd gerði, á 26. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi vinnu og lýsti yfir vilja til þess að fá til skoðunar hugmyndir til umsangar á síðari stígum. Skipulagsnend lagði áherslu á að leitað verði umsagnar Rarik áður en farið verði í gróðursetningar á svæðum þar sem finna má lagnaleiðir.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vekur athygli umhverfis- og náttúruverndarnefnd á afgreiðslu skipulagsnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?