Fara í efni

Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2501011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 29. fundur - 23.01.2025

Til fundar við bæjarráð kemur Kristrún Birgisdóttir, frá Ásgarði skólaráðgjafarþjónustu, til að gera grein fyrir vinnu Ásgarðs við úttekt á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.

Skóla- og fræðslunefnd - 18. fundur - 13.02.2025

Til fundar kemur Kristrún Birgisdóttir, frá Ásgarði skólaráðgjafarþjónustu, til að gera grein fyrir vinnu Ásgarðs við úttekt á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.



Á 29. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
Kristrún kynnti vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu. Fram kom að heildarstaðan í grunnskólanum er góð en tækifæri eru til staðar til að styðja enn frekar við kennara og endurskoða kennsluaðferðir.

Skóla- og fræðslunefnd fagnar vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu fyrir grunnskólann.
Getum við bætt efni síðunnar?