Fara í efni

Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 2. fundur - 31.05.2023

Lögð fram hugmynd að rokkhátíð í Stykkishólmi. Fulltrúi hugmyndarinnar kemur á fund safna- og menningarmálanefndar og gerir grein fyrir hugmyndinni.
Safna og menningarmálanefns tekur jákvætt í hugmyndina og hvetur sveitarfélagið til að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við félag atvinnulífs.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram hugmynd að rokkhátíð í Stykkishólmi en fulltrúi hugmyndarinnar kom á fund safna- og menningarmálanefndar og gerði grein fyrir hugmyndinni. Safna og menningarmálanefns tók á 2. fundi sínum jákvætt í hugmyndina og hvetur sveitarfélagið til að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við félag atvinnulífs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og formanni safna- og menningarnefndar að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við fulltrúa rokkhátíðar og við FAS.

Bæjarráð - 13. fundur - 21.08.2023

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Sveitarfélagsins Stykkishólms og Glapræðis ehf. vegna tónlistarhátíðarinnar Sátunnar 2024.
Bæjarráð samþykkir fyrirligjandi viljayfirlýsingu með áorðnum breytingum.

Safna- og menningarmálanefnd - 4. fundur - 01.07.2024

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní.
Safna- og menningarmálanefnd fangar því hve vel hatíðin fór fram. Nefndin skilar þakklæti og hrósi til forsvarsmanna hátíðar fyrir skipulag og gæslu fyrir gott utanumhald.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að fá forsvarsmenn hátíðarinnar á næsta fund og ræða samkomulag við sveitarfélagið um aðstöðuleigu fyrir næsta ár eða eftir atvikum næstu ár.

Bæjarráð - 24. fundur - 14.08.2024

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní. Safna- og menningarmálanefnd fangaði því, á 4. fundi sínum, hve vel hatíðin fór fram. Nefndin skilaði þakklæti og hrósi til forsvarsmanna hátíðar fyrir skipulag og gæslu fyrir gott utanumhald.



Safna- og menningarmálanefnd óskaði eftir að fá forsvarsmenn hátíðarinnar á næsta fund og ræða samkomulag við sveitarfélagið um aðstöðuleigu fyrir næsta ár eða eftir atvikum næstu ár.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar.

Safna- og menningarmálanefnd - 5. fundur - 13.11.2024

Gísli og Lilja, forsvarsmenn Sátunnar, koma á fund nefndarinnar. Einnig kom á fund nefnarinnar Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi.
Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní 2024. Safna- og menningarmálanefnd fangaði því, á 4. fundi sínum, hve vel hatíðin fór fram. Nefndin skilaði þakklæti og hrósi til forsvarsmanna hátíðar fyrir skipulag og gæslu fyrir gott utanumhald.



Safna- og menningarmálanefnd óskaði jafnframt eftir að fá forsvarsmenn hátíðarinnar á næsta fund og ræða samkomulag við sveitarfélagið um aðstöðuleigu fyrir næsta ár eða eftir atvikum næstu ár.



Forsvarsmenn Sátunar koma til fundar við safna- og menningarmálanefnd.



Bæjarráð staðfesti afgreiðslu safna- og menningarmálanefndar á 24. fundi sínum.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forsvarsmönnum Sátunnar fyrir fundinn og lýsir yfir vilja nefndarinnar til þess að Sátan verði árlegur viðburður í Stykkishólmi. Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að leitað verði leiða til þess að ná sanngjarni niðurstöðu milli sveitarfélagsins og forsvarsmanna Sátunnar, m.a. varðandi aðstöðuleigu og að tryggt sé að viðbótarkostnaði sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar sé mætt.
Gísli, Lilja og Magnús Ingi víkja af fundi.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní 2024. Forsvarsmenn Sátunar koma til fundar við safna- og menningarmálanefnd á 5. fundi nefndarinnar.



Safna- og menningarmálanefnd þakkaði forsvarsmönnum Sátunnar fyrir fundinn og lýsti yfir vilja nefndarinnar til þess að Sátan verði árlegur viðburður í Stykkishólmi. Safna- og menningarmálanefnd hvatti til þess að leitað verði leiða til þess að ná sanngjarni niðurstöðu milli sveitarfélagsins og forsvarsmanna Sátunnar, m.a. varðandi aðstöðuleigu og að tryggt sé að viðbótarkostnaði sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar sé mætt.
Bæjarráð vísar málinu til næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní 2024. Forsvarsmenn Sátunar koma til fundar við safna- og menningarmálanefnd á 5. fundi nefndarinnar. Safna- og menningarmálanefnd þakkaði forsvarsmönnum Sátunnar fyrir fundinn og lýsti yfir vilja nefndarinnar til þess að Sátan verði árlegur viðburður í Stykkishólmi. Safna- og menningarmálanefnd hvatti til þess að leitað verði leiða til þess að ná sanngjarni niðurstöðu milli sveitarfélagsins og forsvarsmanna Sátunnar, m.a. varðandi aðstöðuleigu og að tryggt sé að viðbótarkostnaði sveitarfélagsins vegna hátíðarinnar sé mætt.



Á 27. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta bæjarráðsfundar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar og vísar málinu til frekari vinnslu.
Getum við bætt efni síðunnar?