Uppbygging fyrir eldra fólk - Skipulagsvinna við svæði Tónlistarskólans
Málsnúmer 2501007
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 26. fundur - 20.01.2025
Lögð er fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk og framtíðarsýn á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms eru kynntar. Hugmyndir um framtíðarsýn svæðisins og næstu skref eru teknar til umræðu í skipulagsnefnd.
Skiplagsnefnd óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð - 29. fundur - 23.01.2025
Lögð er fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk og framtíðarsýn á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms eru kynntar. Hugmyndir um framtíðarsýn svæðisins og næstu skref voru teknar til umræðu á 26. fundi skipulagsnefndar. Nefndin óskaði eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð felur skipulagsnefnd að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd - 27. fundur - 17.02.2025
Magnús Ingi kemur til fundar.
Lögð er fram skýrsla starfshóps um málefni 60 ára og eldri þar sem lagðar voru til hugmyndir um uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistarskóla Stykkishólms og framtíðarsýn fyrir uppbyggingu á því svæði sem myndi nýtast eldra fólki í tengslum við miðstöð öldrunarþjónustu við Skólastíg 14 (Höfðaborg). Á 26. fundi skipulagsnefndar óskaði nefndin eftir heimild bæjarráðs til þess að skoða málið áfram með skipulagsfulltrúa. Bæjarráð fól skipulagsnefnd, á 29. fundi sínum, að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa.
Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs óskaði skipulagsfulltrúi eftir því að Magnús Ingi Bæringsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem var starfsmaður framangreinds starfshóps um stefnumótun í málefnum eldra fólks, komi til fundar við skipulagsnefnd til að gera nefndinni nánari grein fyrir fyrirliggjandi tillögum sem liggja fyrir í skýrslunni og þeim umræðum sem fram fóru um framangreinda framtíðarsýn í uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistaskóla Stykkishólms.
Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs óskaði skipulagsfulltrúi eftir því að Magnús Ingi Bæringsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem var starfsmaður framangreinds starfshóps um stefnumótun í málefnum eldra fólks, komi til fundar við skipulagsnefnd til að gera nefndinni nánari grein fyrir fyrirliggjandi tillögum sem liggja fyrir í skýrslunni og þeim umræðum sem fram fóru um framangreinda framtíðarsýn í uppbyggingu fyrir eldra fólk á svæði Tónlistaskóla Stykkishólms.
Skipulagsnefnd þakkar Magnúsi Inga fyrir kynningu á verkefninu sem starfsmaður starfshós um stefnumótun í málefnum eldra fólks og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og koma m.a. með hugmyndir að markmiði og vera í samskiptum við aðila sem málið varðar.
Magnús Ingi yfirgefur fundinn.