Samningur við Snæfell
Málsnúmer 1905032
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021
Undir lok síðasta mánaður var undirritaður samstarfssamningur milli Snæfells og Stykkishólmsbæjar um eflingu íþróttastarfs. Með tilkomu samningsins aukast fjárframlög Stykkishólmsbæjar til Snæfells töluvert.
Bæjarráð - 16. fundur - 23.11.2023
Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélagsins við UMF Snæfell sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 392. fundi sínum, en samningurinn rennur sitt skeið um nk. áramót.
Bæjarráð vísar samningnum til frekari vinnslu og felur bæjarstjór að eiga viðræður við fulltrúa Snæfells.
Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023
Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélagsins við UMF Snæfell sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 392. fundi sínum, en samningurinn rennur sitt skeið um nk. áramót.
Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð samningnum til frekari vinnslu og fól bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Snæfells.
Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð samningnum til frekari vinnslu og fól bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Snæfells.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu.
Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 3. fundur - 16.01.2024
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson kemur til fundar.
Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélagsins við UMF Snæfell sem bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti á 392. fundi sínum, en samningurinn rann sitt skeið um sl. áramót. Á 16. fundi sínum vísaði bæjarráð samningnum til frekari vinnslu og fól bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Snæfells.
Umræður um samninginn við Snæfell, nefndin telur mikilvægt að viðhalda þessum samningi við Snæfell.
Nefndin vill einnig hvetja til þess að ráðin verði starfsmaður fyrir Snæfell, sem myndi þá sinna ýmiskonar vinnu fyrir félagið. Það er gríðarlega mikil vinna á sjálfboðaliðum félagsins, við að halda út öllu yngri flokka starfi barnanna okkar, launaður starfsmaður myndi létta mikið undir og auðvelda það að fá sjálfboðaliða til starfa.
Nefndin vill einnig hvetja til þess að ráðin verði starfsmaður fyrir Snæfell, sem myndi þá sinna ýmiskonar vinnu fyrir félagið. Það er gríðarlega mikil vinna á sjálfboðaliðum félagsins, við að halda út öllu yngri flokka starfi barnanna okkar, launaður starfsmaður myndi létta mikið undir og auðvelda það að fá sjálfboðaliða til starfa.
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson víkur af fundi.
Bæjarráð - 26. fundur - 24.10.2024
Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell.
Bæjarráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi samningsdrög og óskar eftir að fulltrúar Snæfells komi til fundar við bæjarráð. Í því sambandi óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um starfslýsingu og verkefni fyrirhugaðs starfsmanns með áherslu á það hvernig hann muni koma til með að efla uppbyggingu faglegs starf yngriflokka.
Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 4. fundur - 11.11.2024
Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell. Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir málinu.
Magnús Ingi kynnir samstarfsamning við ungmennafélagið Snæfell. Nefndin tekur vel í samninginn og hvetur til þess að hann verði kláraður sem fyrst.
Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024
Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson formaður Snæfells kom inn á fundinn.
Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell. Æskulýðs- og íþróttanefnd tók samningin til umfjöllunar á 4. fundi sínum. Nefndin tók vel í samninginn og hvatti til þess að hann yrði kláraður sem fyrst.
Formaður Snæfells kemur til fundar við bæjarráð.
Formaður Snæfells kemur til fundar við bæjarráð.
Hjörleifur vék af fundi.
Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024
Hjörleifur K. Hjörleifsson formaður Snæfells, Birta Antonsdóttir og Rósa K. Indriðadóttir komu inn á fundinn.
Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell. Bæjarráð tók á 27. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi samningsdrög og óskar eftir að fulltrúar Snæfells komi til fundar við bæjarráð. Í því sambandi óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um starfslýsingu og verkefni fyrirhugaðs starfsmanns með áherslu á það hvernig hann muni koma til með að efla uppbyggingu faglegs starf yngriflokka. Æskulýðs- og íþróttanefnd tók samningin til umfjöllunar á 4. fundi sínum. Nefndin tók vel í samninginn og hvatti til þess að hann yrði kláraður sem fyrst. Fulltrúar Snæfells koma til fundar við bæjarráð.
Bæjarráð vísar málinu til lokaafgreiðslu á næsta fundi.
Hjörleifur, Birta og Rósa véku af fundi.
Æskulýðs- og íþróttanefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og þeim metnaði sem í honum felst, en með samningnum er umtalsverð aukning á fjármunum varið til íþróttamála af hálfu Stykkishólmsæjar.