Fara í efni

Uppbygging hafnarmannvirkja og sjávarvarna í Stykkishólmi

Málsnúmer 2208019

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi. Meðal annars liggur fyrir að stækka þurfi ferjubryggju og hafskipsbryggju. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju.

Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum
Hafnarstjóri gerir grein fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu hafnarmannvirkja.

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum á hafnarsvæðinu meðfram Súgandiseyjargötu, fyrst með vegkannti NV megin í höfninni og í framhaldinu að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022

Á 1. fundi hafnarstjórnar var farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi, en hafnarstjóri gerði á fundinum grein fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu hafnarmannvirkja. Meðal annars liggur fyrir að breyta þurfi ferjubryggju þegar ný ferja hefur siglingar um Breiðafjörð og hafskipsbryggju samkvæmt samgönguáætlun. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.

Á fundinum var einnig rætt um umferðaröryggi á hafnarsvæði og nauðsyn innviðauppbyggingar með nýjum hafnarstíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar, en hafnarstjórn hafði á 91. fundi sínum bókað um brýna nauðsyn þeirra framkvæmdar til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Fyrir liggur jafnframt jákvæð afgreiðsla 255. fundar skipulags- byggingarnefndar og 633. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar varðandi verkefnið.

Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum á hafnarsvæðinu meðfram Súgandiseyjargötu, fyrst með vegkannti NV megin í höfninni og í framhaldinu að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar og leggur til við bæjarstjórna að staðfesta hana.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022

Á 1. fundi hafnarstjórnar var farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi, en hafnarstjóri gerði á fundinum grein fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu hafnarmannvirkja. Meðal annars liggur fyrir að breyta þurfi ferjubryggju þegar ný ferja hefur siglingar um Breiðafjörð og hafskipsbryggju samkvæmt samgönguáætlun. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.

Á fundinum var einnig rætt um umferðaröryggi á hafnarsvæði og nauðsyn innviðauppbyggingar með nýjum hafnarstíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar, en hafnarstjórn hafði á 91. fundi sínum bókað um brýna nauðsyn þeirra framkvæmdar til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Fyrir liggur jafnframt jákvæð afgreiðsla 255. fundar skipulags- byggingarnefndar og 633. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar varðandi verkefnið.

Hafnarstjórn lagði þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum á hafnarsvæðinu meðfram Súgandiseyjargötu, fyrst með vegkannti NV megin í höfninni og í framhaldinu að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.

Bæjarráð tók, á 6. fundi sínum, undir afgreiðslu hafnarstjórnar og lagði til við bæjarstjórna að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Hafnarstjórn (SH) - 7. fundur - 02.12.2024

Hafnarstjóri gerir grein fyrir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi. Meðal annars liggur fyrir að stækka þurfi ferjubryggju og laga hafskipsbryggju. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum
Hafnarstjórn óskar eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar í tengslum við framtíðaráform um uppbyggingu hafnarmannvirkja í Stykkishólmi, stöðu þeirra og fyrirhugra framkvæmda.

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum og fyrri ályktana hafnarstjórnar og bæjarstjórnar Stykkishólms vegna þessa.

Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024

Hafnarstjóri gerði, á 7. fundi hafnarstjórnar, grein fyrir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi. Meðal annars liggur fyrir að stækka þurfi ferjubryggju og laga hafskipsbryggju. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum



Hafnarstjórn óskaði eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar í tengslum við framtíðaráform um uppbyggingu hafnarmannvirkja í Stykkishólmi, stöðu þeirra og fyrirhugra framkvæmda. Hafnarstjórn lagði jafnframt þunga áherslu á að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum og fyrri ályktana hafnarstjórnar og bæjarstjórnar Stykkishólms vegna þessa.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu hafnarstjórnar.
Getum við bætt efni síðunnar?