Bæjarstjórn unga fólksins
Málsnúmer 2311010
Vakta málsnúmerUngmennaráð - 3. fundur - 21.11.2023
Bæjarstjóri veltir því upp við ungmennaráð hvort vilji og áhugi sé til þess að halda bæjarstjórnarfundi unga fólksins.
Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023
Bæjarstjóri kynnir hugmyndir um bæjarstjórnarfundi unga fólksins fyrir ungmennaráði á 3. fundi ráðsins. Ráðið tók vel í hugmyndina og vill fá að móta hugmyndina.
Bæjarráð staðfestir bókun ungmennaráðs.
Ungmennaráð - 4. fundur - 17.01.2024
Bæjarstjóri kynnti hugmyndir um bæjarstjórnarfundi unga fólksins fyrir ungmennaráði á 3. fundi ráðsins. Ráðið tók vel í hugmyndina og óskaði eftir að fá að móta hugmyndina frekar.
Rætt var að halda opinn fund með 13. til 24. ára íbúum og kynna bæjarstjórnarfund ungafólksins. Fá hugmyndir af málefnum fyrir bæjarstjórnarfundinn.
Niðurstaðan var að kynna hugmyndina fyrir eldri bekki grunskóla og safna upplýsingum fyrir fund.
Ráðið stefnir að dagsetningu fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins miðvikudaginn 8. maí 2024.
Ráðið ætlar einnig að senda út hlekk að könnun þar sem ungmenni geta komið á framfæri hugmyndum og skoðunum.
Niðurstaðan var að kynna hugmyndina fyrir eldri bekki grunskóla og safna upplýsingum fyrir fund.
Ráðið stefnir að dagsetningu fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins miðvikudaginn 8. maí 2024.
Ráðið ætlar einnig að senda út hlekk að könnun þar sem ungmenni geta komið á framfæri hugmyndum og skoðunum.
Ungmennaráð - 5. fundur - 06.03.2024
Umræður um bæjarstjórn unga fólksins. Ungmennaráð ákvað á 4. fundi sínum að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn miðvikudaginn 8. maí næstkomandi.
Farið var yfir könnun sem var lögð fram fyrir bæjarbúa um hvaða málefni sé hægt að ræða á bæjarstjórnarfundi unga fólksins. Rætt var hvort ætti að taka fyrir húsnæðismál tómstunda, sorpmál og lýsingu ljósastaura í sveitarfélaginu. Einnig var farið yfir bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem fram hafa farið í Vestmannaeyjum og á Akureyri, til að fá tillögur hvernig ungmennaráðið ætti að setja upp fundinn. Ákveðið var að hafa könnunina í gangi lengur í von um að fá fleiri svör og tillögur að málefnum. Næsti fundur verður haldinn 3. apríl kl. 20:00 þar sem ráðið ætlar að semja flutningstillögur fyrir bæjarstjórnarfundinn.
Formaður ráðsins ætlar að leggja tillögurnar undir bæjarstjóra fyrir bæjarstjóra fundinn.
Næsti fundur verður haldinn 3. apríl k.l 20:00 þar sem ráðið ætlar að að semja flutningstillögur fyrir bæjarstjórnarfundinn. Formaður ráðsins ætlar að leggja tillögur undir bæjarstjóra fyrir bæjarstjórnarfundinn.
Formaður ráðsins ætlar að leggja tillögurnar undir bæjarstjóra fyrir bæjarstjóra fundinn.
Næsti fundur verður haldinn 3. apríl k.l 20:00 þar sem ráðið ætlar að að semja flutningstillögur fyrir bæjarstjórnarfundinn. Formaður ráðsins ætlar að leggja tillögur undir bæjarstjóra fyrir bæjarstjórnarfundinn.
Ráðið tók vel í hugmyndina og vill fá að móta hugmyndina.