Fara í efni

Afmælishátíð Danskra daga 2024

Málsnúmer 2312003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023

Lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að fyrirhugaðri afmælishátíð Danskra daga 2024.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027.

Safna- og menningarmálanefnd - 4. fundur - 01.07.2024

Afmælishátíð danskra daga verður haldin í ágúst vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar. Hjördís Pálsdóttir gerir grein fyrir stöðu undirbúnings.
Lagt fram til kynningar.

Safna- og menningarmálanefnd - 5. fundur - 13.11.2024

Afmælishátíð danskra daga var haldin í ágúst vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar. Mikil ánægja var með hátíðina í ár og umræður um tímasettningu hennar áberandi í samfélaginu. Tekin er til umræðu næsta hátíð Danskra daga með sérstöku tilliti til tímasetningar, þ.e. hvort halda skuli Danska daga í júní eða ágúst.
Safna- og menningarmálanefnd telur vert að skoða færslu á Dönskum dögum fram í ágúst þar sem það reyndist vel á afmælishátíð Danskra daga. Einnig mætti skoða að halda Norðurljósahátíðina að ári aftur og þá yrði stefnt að Dönskum dögum árið 2026 næst. Safna- og mennignarmálanefnd vill þó ekki útiloka að áhugi sé fyrir því að halda Danska daga á árinu 2025. Safna- og menningarmálanefnd vísar þó endanlegri afgreiðslu um afstöðu nefndarinnar í þessu sambandi til frekari vinnslu í nefndinni.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Afmælishátíð danskra daga var haldin í ágúst vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar. Mikil ánægja var með hátíðina í ár og umræður um tímasettningu hennar áberandi í samfélaginu.



Safna- og menningarmálanefnd teldi, á 5. fundi sínum, vert að skoða færslu á Dönskum dögum fram í ágúst þar sem það reyndist vel á afmælishátíð Danskra daga. Einnig taldi nefndin vert að skoða að halda Norðurljósahátíðina að ári aftur og þá yrði stefnt að Dönskum dögum árið 2026 næst. Safna- og mennignarmálanefnd vildi þó ekki útiloka að áhugi sé fyrir því að halda Danska daga á árinu 2025.



Safna- og menningarmálanefnd vísaði endanlegri afgreiðslu um afstöðu nefndarinnar í þessu sambandi til frekari vinnslu í nefndinni.
Afgreiðsla safna- og menningarmálanefndar vísað til næsta fundar.

Bæjarráð - 28. fundur - 05.12.2024

Afmælishátíð danskra daga var haldin í ágúst vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar. Mikil ánægja var með hátíðina í ár og umræður um tímasettningu hennar áberandi í samfélaginu. Safna- og menningarmálanefnd teldi, á 5. fundi sínum, vert að skoða færslu á Dönskum dögum fram í ágúst þar sem það reyndist vel á afmælishátíð Danskra daga. Einnig taldi nefndin vert að skoða að halda Norðurljósahátíðina að ári aftur og þá yrði stefnt að Dönskum dögum árið 2026 næst. Safna- og menningarmálanefnd vildi þó ekki útiloka að áhugi sé fyrir því að halda Danska daga á árinu 2025. Safna- og menningarmálanefnd vísaði endanlegri afgreiðslu um afstöðu nefndarinnar í þessu sambandi til frekari vinnslu í nefndinni.



Bæjarráð vísaði á 27. fundi sínum, afgreiðslu safna- og menningarmálanefndar, til næsta fundar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu safna- og menningarnefndar.
Getum við bætt efni síðunnar?