Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Lausar stöður í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar stöður í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 1. mars 2022. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.
12.01.2022
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Fréttir

Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms

Stjórn Lista- og menningarsjóðs kom saman til fundar föstudaginn 7. janúar sl. í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 4. janúar. Alls bárust sjö umsóknir í sjóðinn.
11.01.2022
Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftir einstaklingum í bakvarðarsveit
Fréttir

Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftir einstaklingum í bakvarðarsveit

Dvalarheimilið í Stykkishólmi óskar eftrir einskalingum í bakvarðarsveit sem geta verið til taks ef upp koma forföll hjá starfsfólki. Þetta kemur fram á Facebooksíðu dvalarheimilisins, áhugasömum er bent á að hafa senda nafn og símanúmer á netfangið dvalarheimili@stykkisholmur.is og gefa kost á sér í bakvarðarsveitina.
07.01.2022
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré
Fréttir

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré

?Þegar lifandi jólatré hafa þjónað sínu hlutverki er mikilvægt að koma þeim í réttan farveg. Föstudaginn 7. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hirða upp jólatré sem sett hafa verið út að lóðarmörkum.
06.01.2022
Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi frestað
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV í Stykkishólmi frestað

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV sem hugðust vera í Ráðhúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 10. janúar n.k. kl. 13:00 ? 15:00 hafa frestað komu sinni vegna stöðu COVID. Áhugasamir geta þó nýtt sér þjónustu þeirra með símtali eða tölvupóst.
05.01.2022
Þrettándabrennu aflýst
Fréttir

Þrettándabrennu aflýst

Ákveðið hefur verið að halda ekki þrettándabrennu í ár í ljósi aukinna samkomutakmarkana og smita í landinu. Mikilvægt er að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar heldur vinni frekar að því að fækka smitum, m.a. með því að forðast mannmergð.
05.01.2022
Sorphirðudagatalið 2022
Fréttir

Sorphirðudagatalið 2022

Vakin er athygli á því að dagatal fyrir sorphirðu í Stykkishólmi er komið út og má nálgast á vefsíðu Stykkishólmsbæjar.
03.01.2022
Beðið með að hefja félagsstarf og heilsueflingu 60+
Fréttir

Beðið með að hefja félagsstarf og heilsueflingu 60+

Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja félagsstarf og heilsueflingu 60+ ekki strax í ljósi fjölgandi smita á landsvísu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í lok vikunnar og fólk upplýst um framhaldið.
03.01.2022
Engin áramótabrenna í ár
Fréttir

Engin áramótabrenna í ár

Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennu í ár í ljósi aukinna samkomutakmarkana og smita í landinu. Mikilvægt er að sveitarfélög hvetji ekki til hópamyndunar heldur vinni frekar að því að fækka smitum, m.a. með því að forðast mannmergð og leggja áherslu á fagna hátíðunum í minni hópum.
28.12.2021
Jólakveðja frá Leikskólanum
Fréttir

Jólakveðja frá Leikskólanum

Bestu jólakveðjur frá nemendum og starfsfólki Leikskólans í Stykkishólmi
23.12.2021
Getum við bætt efni síðunnar?