Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi
Fréttir

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

Fyrir skemmstu var sagt frá því unnið væri að uppsetningu á hraðhleðslustöð á planinu við íþróttamiðstöðina. Stöðin er nú komin upp og einungis smávægilegur frágangur sem eftir á að vinna. Stykkishólmsbær gerði samning við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði, sem var að mati skipulags- og byggingarnefndar heppilegasta svæði bæjarins fyrir hraðhleðslustöð.
19.11.2021
Opið fyrir umsóknir í Matsjána
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Matsjána

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.
17.11.2021
Hundahreinsun í Stykkishólmi
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi

Hin árlega hundahreinsun fer fram næstkomandi fimmtudag og föstudag, 18. og 19. nóvember, hjá dýralækninum að Höfðagötu 18, milli kl. 16 ? 18. Hólmarar eru hvattir til að mæta með hundana sína.
15.11.2021
Umhverfisvottun þrettán ár í röð
Fréttir

Umhverfisvottun þrettán ár í röð

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi fagna nú EarthCheck umhverfisvottun 13. árið í röð ? til hamingju Snæfellingar! Sveitarfélögin fengu fyrst vottun frá vottunarsamtökunum árið 2008, fyrst allra samfélaga í Evrópu, og halda því áfram að vera leiðandi samfélag í úrbótum umhverfis- og samfélagsmála.
12.11.2021
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Fréttir

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 31. gr. skipulagslaga. Í tillögunni er skilgreint hvaða gististaðir geta talist minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmst getur búsetu á íbúðarsvæðum, sbr. gr. 4.3.1 og gr. 6.2 í skipulagsreglugerð.
12.11.2021
Farandmatarmarkaður í Stykkishólmi á laugardaginn
Fréttir

Farandmatarmarkaður í Stykkishólmi á laugardaginn

Helgina 13.-14. nóvember veður farandmatarmarkaður á ferðinni um Vesturland. Bílar hlaðnir vestlenskum matvörum fara um landshlutann og selja beint úr bíl. Markaðurinn verður á planinu við íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi laugardaginn 13. nóvember kl. 15:00 - 16:00.
12.11.2021
Aðventuhandbók Snæfellsness í smíðum
Fréttir

Aðventuhandbók Snæfellsness í smíðum

Líkt og síðustu ár verður margt í boði á Snæfellsnesi fyrir jólin og eins og í fyrra mun Svæðisgarðurinn gefa út aðventudagatal sem borið verður í hvert hús á Snæfellsnesi, dagatalið verður einnig aðgengilegt rafrænt
12.11.2021
Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi
Fréttir

Hraðhleðslustöð í Stykkishólmi

Framkvæmdir standa nú yfir á bílplani við íþróttamiðstöð Stykkishólms en þar mun rísa rafhleðslustöð fyrir bíla. Stykkishólmsbær hefur samið við Ísorku um að reisa 150kw hraðhleðslustöð á umræddu svæði.
04.11.2021
Influensubólusetning á Heilsugæslunni í Stykkishólmi
Fréttir

Influensubólusetning á Heilsugæslunni í Stykkishólmi

Bólusett verður gegn árlegri influensuá Heilsugæslunni í Stykkishólmi í dag, þriðjudaginn 2. nóv. kl. 13:00-14:30. Öllum er velkomið að mæta í bólusetningu en hvorki þarf að boða komu né bóka tíma.
02.11.2021
Körfuboltavöllur í litum Snæfells
Fréttir

Körfuboltavöllur í litum Snæfells

Framkvæmdir við nýjan körfuboltavöll á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi hafa staðið yfir undanfarið og fjöldi fólks lagt hönd á plóg. Stór áfangi náðist nú í þessari viku þegar undirlag vallarins var lagt niður. Við blasir nú fagurblár körfuboltavöllur með rauðum teigum.
29.10.2021
Getum við bætt efni síðunnar?