Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
HVE tekur við rekstri hjúkrunarrýma Dvalarheimilisins í Stykkishólmi
Fréttir

HVE tekur við rekstri hjúkrunarrýma Dvalarheimilisins í Stykkishólmi

Samkvæmt samkomulagi Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins frá 8. febrúar sl. mun Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka við rekstri 15 hjúkrunarýma dvalarheimilisins þann 1. júní n.k. og annast rekstur þeirra í húsnæðinu að Skólastíg 14a uns flutt verður í endurgert húsnæði HVE að Austurgötu 7.
31.05.2022
Sameining sveitarfélaga gengin í gegn
Fréttir

Sameining sveitarfélaga gengin í gegn

Sameiningin tók formlega gildi sunnudaginn 29. maí sl. en þá tók jafnframt nýkjörin sveitarstjórn við sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Stykkishólmsbæjar mun gilda fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett ný samþykkt. Heiti hins sameinaða sveitarfélags verður auglýst sérstaklega en hugmyndasöfnun fyrir val á nafni sveitarfélagsins er opin til 1. júní nk.
31.05.2022
Sumarnámskeið í Stykkishólmi
Fréttir

Sumarnámskeið í Stykkishólmi

Í sumar verður boðið upp á leikjanámskeið fyrir 1.-3. bekk og ævintýranámskeið fyrir 4.-7. bekk líkt og undanfarin ár. Á námskeiðunum er lögð áhersla á gleði og hreyfingu
27.05.2022
Gjöf til leikskólans
Fréttir

Gjöf til leikskólans

Anne Helenne, kom með góðar gjafir til okkar í leikskólanum
20.05.2022
Opið fyrir skráningu í Vinnuskóla Stykkishólmsbæjar
Fréttir

Opið fyrir skráningu í Vinnuskóla Stykkishólmsbæjar

Stykkishólmsbær býður ungmennum með lögheimili í Stykkishólmi sumarvinnu í Vinnuskólanum. Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrir sumarið 2022. Vinnuskólinn er fyrir ungmenni fædd árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.
20.05.2022
Fjölmiðlafár í Stykkishólmi
Fréttir

Fjölmiðlafár í Stykkishólmi

Hólmarar hafa eflaust tekið eftir ört vaxandi straum ferðamanna í bæinn undanfarna daga. Veðrið hefur leikið við íbúa undanfarið eins og svo oft áður og bærinn iðað af mannlífi. Í vikunni hefur töluvert borið á fjölmiðlum í Stykkishólmi, bæði hafa verið hér innlendir og erlendir fjölmiðlar að spóka sig um í veðurblíðunni og safna myndefni sem heillar áhorfandann. Já, Hólmurinn hann heillar enn, það er vart hægt að kalla frétt enda flykkist fólk hvaðan af úr veröldinni til að sjá Hólminn og kynnast bæjarbúum
19.05.2022
Hvað á sveitarfélagið að heita?
Fréttir

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Söfnun hugmynda um nafn sameinaðs sveitarfélags Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar er hafin á BetraÍsland.is. Hún stendur til 1. júní nk. og er öllum opin. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íbúar ses. sem sérhæfir sig í rafrænum samráðskerfum og rekur BetraÍsland.is.
19.05.2022
Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður kennara frá 1. ágúst 2022, 90% staða í list-, verkgreinum og sköpun og 50% staða forfallakennara. Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2022
18.05.2022
Skólaslit Tónlistarskóla Stykkishólms
Fréttir

Skólaslit Tónlistarskóla Stykkishólms

Skólaslit Tónlistarskóla Stykkishólms fara fram næstkomandi fimmtudag, 19.maí kl. 18:00, í Stykkishólmskirkju. Á skólaslitum fá nemendur vitnisburð og einkunnir frá sínum kennara. Allir velkomnir.
17.05.2022
Nýtt deiliskipulag styrkir gamla bæjarkjarnann
Fréttir

Nýtt deiliskipulag styrkir gamla bæjarkjarnann

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 9. desember 2021, nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ austan við Aðalgötu í Stykkishólmi. Deiliskipulagið var staðfest af Skipulagsstofnun þann 11. mars síðastliðinn og tók gildi 27. apríl með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
16.05.2022
Getum við bætt efni síðunnar?