Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Lífshlaupið hefst 2. febrúar
Fréttir

Lífshlaupið hefst 2. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
31.01.2022
Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Stykkishólmsbæ 2022
Fréttir

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Stykkishólmsbæ 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2022 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is
28.01.2022
Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi
Fréttir

Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær óskar eftir karlkyns starfsmanni til starfa í íþróttamiðstöð Stykkishólmsbæjar frá og með 1. mars nk. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Allar nánari upplýsingar veitir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar. Umsóknum skal skilað fyrir 3. febrúar.
20.01.2022
Faraldurinn í rénun ? COVID-19 staðan í Stykkishólmi í dag, miðvikudag
Fréttir

Faraldurinn í rénun ? COVID-19 staðan í Stykkishólmi í dag, miðvikudag

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, miðvikudaginn 19. janúar, eru nú 18 í einangrun með virk smit og 27 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni en umtalsverður fjöldi losnaði úr sóttkví í dag. Í morgun var var aðeins eitt PCR próf tekið á heilsugæslunni í Stykkishólmi og má því ætla að útbreiðslan sé í rénun í Stykkishólmi.
19.01.2022
Staðan í dag v/COVID-19 - þriðjudag
Fréttir

Staðan í dag v/COVID-19 - þriðjudag

Til viðbótar við tölur gærdagsins hafa sjö ný smit greinst í Stykkishólmi og nágrenni. Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, þriðjudaginn 18. janúar, eru nú 22 í einangrun með virk smit (1 smit utan lögskráningar) og 72 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni, um 70% þeirra sem eru í einangrun eru fullorðnir.
18.01.2022
Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur
Fréttir

Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19 - mánudagur

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, mánudag, eru nú 14 íbúar í einangrun með virk smit og 86 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni. Flest börn í 6. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi eru í sóttkví en meiri hluti barna í 5. og 7. bekk eru í smitgát. Umtalsverður fjöldi þeirra sem eru í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni eru fullorðnir.
17.01.2022
Slöbbum saman
Fréttir

Slöbbum saman

Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig.
17.01.2022
Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19
Fréttir

Staðan í Stykkishólmi vegna COVID-19

Í dag, laugardag, eru 15 með virk COVID-19 smit í Stykkishólmi og 45 með sóttkvíarúrskurð. Unnið er að rakningu smita. Smit og sóttkví ná m.a. til íþrótta- og skólastarfs, en tveir nemendur í 6. bekk við Grunnskólann í Stykkishólmi hafa greinst með smit. Búast má við röskun á skólastarfi vegna þessa fram í næstu viku. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum frá skólunum á morgun, sunnudag.
15.01.2022
406. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar
Fréttir

406. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 406 verður haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2022 kl. 12:15. Um er að ræða aukafund í tengslum við sameiningaviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
15.01.2022
Lausar stöður í leikskólanum í Stykkishólmi
Fréttir

Lausar stöður í leikskólanum í Stykkishólmi

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausar stöður leikskólakennara frá 1. mars 2022. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg. Athugið að starfið hentar bæði körlum og konum.
12.01.2022
Getum við bætt efni síðunnar?