Fara í efni

Lagning ljósleiðara í Stykkishólmi

26.04.2022
Fréttir

Míla vinnur þessa dagana að lagningu ljósleiðara í Stykkishólmi. Í þessari atrennu verður lagður ljósleiðari í eftirfarandi götur: Ásklif, Áskinn, Neskinn, Nestún, Búðarnes, Hjallatangi 2-18, Borgarbraut, Borgarflöt, Garðaflöt, Víkurflöt Vallarflöt, Sjávarflöt og Laufásvegur.

Ekki er þörf á að grafa langa skurði heldur dugar að opna holur hér og þar til að tengja saman heimtaugarör við stofnrör og blása ljósleiðara frá tengibrunnum í hús. Alls er um að ræða 145 staðföng. Gert er ráð fyrir að öllum tengingum og frágangi jarðvinnu verið lokið snemma í júní.

Míla býðst til að leggja ljósleiðarann í öll hús í götunum sem taldar voru upp hér að ofan en þó aðeins þeir sem samþykkja kostnaðarþátttöku geta pantað þjónustu yfir ljósleiðarann. Míla sendi bréf í öll hús sem býðst ljósleiðari í þessari atrennu. Í bréfinu er gefin upp sérstök vefslóð fyrir hvert og eitt hús þar sem hægt er að samþykkja kostnaðarþátttöku.

Míla bendir á að frekari upplýsingar má nálgast með því að senda fyrirspurn á netfangið thjonusta@mila.is eða í síma 585-6400.

Einnig má finna upplýsingar á vefsíðu Mílu.

 
Getum við bætt efni síðunnar?