Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Leikdagur - Snæfell í undanúrslitum
Fréttir

Leikdagur - Snæfell í undanúrslitum

Snæfell mætir Breiðablik í undanúrslitum VÍS-bikarkeppni kvenna í dag, fimmtudaginn 17. mars, kl. 17:15. Leikurinn fer fram í Smáranum Kópavogi. Hægt er að kaupa miða á leikinn á Stubb appinu og rennur ágóði af miðasölu þaðan til Snæfells.
17.03.2022
Nótan 2022 í Stykkishólmskirkju
Fréttir

Nótan 2022 í Stykkishólmskirkju

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla fer fram næstu helgi á fimm svæðistónleikum um landið. Tilgangur uppskeruhátíðarinnar er að beina kastljósinu að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemenda. Tónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14:00. Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.
17.03.2022
Kjörskrá liggur frammi í Ráðhúsi Stykkishólms
Fréttir

Kjörskrá liggur frammi í Ráðhúsi Stykkishólms

Vakin er athygli á því að kjörskrá vegna sameiningakosninga 26. mars nk. liggur nú frammi í afgreiðslu í Ráðhúsi Stykkishólms, Hafnargötu 3. Opnunartími Ráðhúsins er frá kl. 10 til kl. 15 alla virka daga.
16.03.2022
Íbúafundir um sameiningarviðræður
Fréttir

Íbúafundir um sameiningarviðræður

Boðað er til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem kosið verður um þann 26. mars næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Íbúar eru hvattir til þess að mæta á fundina og kynna sér álit samstarfsnefndar og kynningarefni.
14.03.2022
Stykkishólmsbær hvetur til þess að húsnæði í Stykkishólmi sé lánað fyrir flóttafólk
Fréttir

Stykkishólmsbær hvetur til þess að húsnæði í Stykkishólmi sé lánað fyrir flóttafólk

Stykkishólmsbær hvetur þá sem eru með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði á svæðinu til þess að leggja til húsnæði til að taka við flóttafólki frá Úkarínu. Stykkishólmsbær hvetur sérstaklega stéttarfélög að bjóða fram húsnæði í þeirra eigu.
09.03.2022
Auglýsing - Breyting á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð
Fréttir

Auglýsing - Breyting á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 25. janúar 2022 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022. Tillagan var auglýst frá 12. nóvember til 30. desember 2021. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Aðalskipulagsbreytinguna má finna á heimasíðu Stykkishólms. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
07.03.2022
Auglýsing - Samþykkt deiliskipulag fyrir Súgandisey í Stykkishólmsbæ
Fréttir

Auglýsing - Samþykkt deiliskipulag fyrir Súgandisey í Stykkishólmsbæ

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti þann 24. febrúar, 2022 tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey í Stykkishólmi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. desember til og með 4. febrúar 2022. Athugasemdir sem bárust gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún nú verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
07.03.2022
Ungmennaþing Vesturlands haldið dagana 12.-13. mars
Fréttir

Ungmennaþing Vesturlands haldið dagana 12.-13. mars

Dagana 12. ? 13. mars 2022 fer fram ungmennaþing Vesturlands á Lýsuhóli. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vesturlandi, ungmennaráðs Vesturlands og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
04.03.2022
Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík
Fréttir

Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus til umsóknar störf í nýjum þjónustuíbúðakjarna fatlaðra í Ólafsvík. Meginverkefni er stuðningur- og hæfing íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi.
04.03.2022
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi

Helga Guðjónsdóttir atvinnuráðgjafi SSV og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verða í Ráðhúsinu í Stykkishólmi nk. mánudag, 7. mars. Áhugasömum er bent á að nýta sér þjónustu þeirra.
04.03.2022
Getum við bætt efni síðunnar?